Skrifaði undir risasamning en spilaði síðan fyrir fimm lið á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 15:01 Russell Westbrook hefur spilað sinn síðasta leik með Los Angeles Lakers liðinu. AP/Godofredo A. Vásquez Russell Westbrook er enn á ný á flakki á milli liða í NBA deildinni í körfubolta eftir að Los Angeles Lakers skipti honum til Utah Jazz. Með þessum skiptum þá nær Westbrook því að spila fyrir fimm mismunandi félög eftir að hafa skrifað undir fimm ára risasamning við Oklahoma City Thunder árið 2017. Westbrook var þá nýkrýndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa fyrstur manna í 55 ár náð því að vera með þrennu að meðaltali í leik. Westbrook var með 31,6 stig, 10,7 fráköst og 10,4 stoðsendingar að meðaltali á 2016-17 tímabilinu með Thunder. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eftir tímabilið þá framlengdi Westbrook samning sinn um fimm ár og fyrir þessi fimm ár þá fékk hann 205 milljónir dollara eða 28,9 milljarða íslenskra króna. Samningurinn var frá og með 2018-19 tímabilinu og það tímabil spilaði hann með Oklahoma City Thunder. Síðan þá hefur Westbrook hins vegar flakkað á milli liða. Hann fór fyrst til Houston Rockets, þá til Washington Wizards, svo til Los Angeles Lakers og nú loksins til Utah Jazz. Þrátt fyrir að fá 47 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þetta tímabil, 6,6 milljarða íslenskra króna, þá kom hann inn af bekknum hjá Los Angeles Lakers. Westbrook var með 15,9 stig, 6,2 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali inn af bekknum á þessu tímabili. Hann spilaði 28,7 mínútur í leik en byrjaði bara 3 af 52 leikjum og þykir koma til greina sem besti sjötti leikmaður tímabilsins. Það fylgir því mikil áhætta að skrifa undir svona langa og stóra samninga við leikmenn og mál Westbrook verður eflaust notað sem víti til varnaðar um ókomna tíð. NBA Mest lesið Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Enski boltinn Þaggaði niður í sínum bestu vinum Fótbolti Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Körfubolti Fleiri fréttir Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Sjá meira
Með þessum skiptum þá nær Westbrook því að spila fyrir fimm mismunandi félög eftir að hafa skrifað undir fimm ára risasamning við Oklahoma City Thunder árið 2017. Westbrook var þá nýkrýndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa fyrstur manna í 55 ár náð því að vera með þrennu að meðaltali í leik. Westbrook var með 31,6 stig, 10,7 fráköst og 10,4 stoðsendingar að meðaltali á 2016-17 tímabilinu með Thunder. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eftir tímabilið þá framlengdi Westbrook samning sinn um fimm ár og fyrir þessi fimm ár þá fékk hann 205 milljónir dollara eða 28,9 milljarða íslenskra króna. Samningurinn var frá og með 2018-19 tímabilinu og það tímabil spilaði hann með Oklahoma City Thunder. Síðan þá hefur Westbrook hins vegar flakkað á milli liða. Hann fór fyrst til Houston Rockets, þá til Washington Wizards, svo til Los Angeles Lakers og nú loksins til Utah Jazz. Þrátt fyrir að fá 47 milljónir Bandaríkjadala í laun fyrir þetta tímabil, 6,6 milljarða íslenskra króna, þá kom hann inn af bekknum hjá Los Angeles Lakers. Westbrook var með 15,9 stig, 6,2 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali inn af bekknum á þessu tímabili. Hann spilaði 28,7 mínútur í leik en byrjaði bara 3 af 52 leikjum og þykir koma til greina sem besti sjötti leikmaður tímabilsins. Það fylgir því mikil áhætta að skrifa undir svona langa og stóra samninga við leikmenn og mál Westbrook verður eflaust notað sem víti til varnaðar um ókomna tíð.
NBA Mest lesið Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Enski boltinn Þaggaði niður í sínum bestu vinum Fótbolti Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið Körfubolti Fleiri fréttir Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Sjá meira