Fleiri fréttir

Ríkasti skákmaður heims er ekki sá besti

Átta sterkustu skákmenn heims, að undanskildum heimsmeistarunum, Magnus Carlsen, bítast nú um réttinn til að skora heimsmeistarann á hólm, í áskorendamóti sem haldið er í Madrid. Nú þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu bendir allt til þess að Rússinn Ian Nepómníatsjí fari með sigur af hólmi, en engu að síður en það Bandaríkjamaðurinn Nakamura, sem athygli flestra beinist að.

Rashford segist tilbúinn í ferskt start undir Ten Hag

Marcus Rashford hefur átt í erfiðleikum innan vallar undanfarin misseri og var síðasta tímabil ekki gott hjá kappanum. Með nýjum stjóra kemur ferskur blær og er Rashford tilbúinn að bæta sinn leik á næsta tímabili.

Jónatan Ingi skoraði og Valdimar lagði upp í tapi Sogndal

Sogndal fór í heimsókn til KFUM í næstefstu deild norska fótboltans í dag og tapaði. Okkar menn í liði Sogndal, Jónatan Ingi Jónsson, Hörður Ingi Gunnarsson og Valdimar Ingimundarson, stóðu sig vel en komu ekki í veg fyrir tap.

Goðsögn snýr aftur til Barcelona

Rafael Marquez, sem af mörgum er talinn einn af betri knattspyrnumönnum Mexíkó fyrr og síðar, er á leiðinni aftur til Barcelona. Þar var hann mjög sigursæll sem leikmaður en nú er komið að því að máta þjálfaraskó hjá Katalóníu félaginu.

Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta

Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út.

Jón Dagur á leið til Belgíu

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er laus allra mála frá AGF í Danmörku. Greint var frá því í gær að hann hafi farið út til Belgíu og fari að draga til tíðinda innan skamms.

Ísland á verðlaunapalli í liðakeppni á NM í áhaldafimleikum

Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum gerði sér lítið fyrir og vann til brons verðalauna á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum sem fram fer um helgina í Kópavogi. Íslenska karlaliðið rétt missti af verðlaunasæti og varð í því fjórða.

Tottenham staðfestir komu Grétars Rafns

Grétar Rafn Steinsson er tekinn við starfi frammistöðustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur. Enska liðið tilkynnti þetta á vefsíðu sinni í gær.

Réttarhöldum yfir Griner frestað um nokkra daga

Bandaríska körfuknattleikskonan Brittney Griner var leidd fyrir dómstóla í Rússlandi á föstudaginn síðasta en Griner var handtekin í febrúar síðastliðnum. Griner var handtekin og ákærð fyrir að hafa í fórum sínum kannabis olíu á leið inn í Rússland.

Verstappen gefur lítið fyrir baulið á Silverstone

Max Verstappen verður á öðrum ráspól í Breska kappakstrinum sem fram fer í dag. Í viðtali eftir tímatökuna í gær var mikið baulað á kappann af áhorfendum en hann og Lewis Hamilton, uppáhald heimamanna, tókust harkalega á um heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrra.

Modric: Héldum að Mbappe myndi koma til Real Madrid

Luka Modric hélt að hann myndi fá rosalegan liðstyrk í sumar en eins og frægt er orðið þá voru líkur á því að Kylian Mbappe myndi ganga til liðs við Real Madrid þegar samningur hans við Paris St. Germain rann út. Mbappe hætti við að söðla um og samdi aftur við PSG til ársins 2025. 

Amanda og Cecilía á lista Goal yfir stjörnur framtíðarinnar

Landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru báðar á lista vefmiðilsins Goal yfir stjörnur framtíðarinnar, en miðillinn tók saman lista yfir stjörnur framtíðarinnar sem vert er að fylgjast með á EM í sumar.

Nýliðarnir fá markvörð United

Dean Henderson, varamarkvörður Manchester United, hefur skrifað undir eins árs lánssamning við nýliða Nottingham Forest.

Dagskráin í dag: Besta-deildin og golf

Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þrjár af þeim eru úr heimi golfsins og þá er einn leikur á dagskrá í Bestu-deild karla í fótbolta.

McLagan missir af leikjunum við Malmö

Stórt skarð hefur verið hoggið í lið Víkings fyrir viðureign þeirra við Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Varnarmaðurinn Kyle McLagan mun missa af leikjunum við Malmö sem og tveimur leikjum í Bestu deild karla. 

Tarkowski semur við Everton

Miðvörðurinn enski James Tarkowski hefur komist að samkomulagi um að leika með Everton í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi tímabil. Leikmaðurinn var samningslaus og þarf Everton því ekki að greiða fyrir Burnley fyrir hann.

Ronaldo vill fara frá United

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa herbúðir Manchester United í sumar þar sem hann telur liðið ekki geta keppt um stærstu bikara heims.

Evrópumeistararnir unnu lokaleikinn fyrir EM

Evrópumeistarar Hollands fara með sigur í farteskinu á EM í fótbolta sem hefst í næstu viku. Hollendingar unnu 2-0 sigur gegn Finnum í vináttulandsleik í kvöld.

Ólík hlutskipti gestgjafanna á HM í handbolta

Í dag var dregið í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Það má með sanni segja að hlutskipti gestgjafanna séu mjög ólík en Svíar eiga sigur í sínum riðli næsta vísan.

Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta

Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn.

Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum

Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun.

Rudy Gobert skipt til Minnesota

Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves.

Semple frá ÍR í KR

KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.

Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta

Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023.

Skipulagði stórt rafíþróttamót fyrir samnemendur í vinnuskólanum

Tómas Breki Steingrímsson, 17 ára nemandi í vinnuskólanum í Kópavogi, hefur nýtt sumarið í að skipuleggja stórt rafíþróttamót fyrir samnemendur sína í vinnuskólanum. Mótið kláraðist í gær, en Tómas vann verkefnið með hjálp Rafíþróttasamtaka Íslands.

Óttar Magnús lék allan leikinn í tapi

Oakland Roots, sem Óttar Magnús Karlsson leikur með, heimsótti LA Galaxy II í USL deildinni í knattspyrnu í nótt. Roots laut í gras 3-1 og þurfti að leika seinni hálfleikinn manni færri.

Rapin­oe og Biles fá Frelsis­orðu Banda­ríkja­for­seta

Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni.

Sjá næstu 50 fréttir