„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 22:41 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma Vísir/Hulda Margrét Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga var ekki á því að útkoman hefði verið sanngjörn í lokin. „Alls ekki. Við gleymum okkur á veiku hliðinni og erum að einbeita okkur að einhverju öðru. Vel gert hjá Keflavík, bara hrós á þá.“ Hann var þó á því að hans menn hefðu alls ekki gert nóg til að vinna leikinn í kvöld og sagði sóknarleikinn hafa verið slakan í kvöld og hann þurfi að finna lausnir á því. „Við vorum slakir. Sóknarleikurinn hjá okkur er mjög einhæfur og við erum að lifa bara á stórum skotum. Við erum ekki að fara í gegnum þessa seríu þannig. Við setjum ekki „skrín“, við erum staðir. Þetta er í fyrsta skipti í vetur, allavega eftir áramót, sem við rekum okkur á vegg sóknarlega. Nú er bara ærið verkefni. Nú reynir á okkur að sýna úr hverju við erum gerðir og mæta aftur á miðvikudaginn og kvitta fyrir þetta.“ Andri Már Eggertsson spurði Jóhann hvort það væri áhyggjuefni fyrir hann að sóknarleikurinn væri að bregðast nú, á ögurstundu, en Jóhann var pollrólegur yfir stöðunni. „Ég hef engar áhyggjur af þessu, alls ekki. Ég er með það gott lið og það góða einstaklinga inni í mínu liði. Við þurfum bara að finna lausnir og ég hef svo sem ekki áhyggjur af því.“ Keflvíkingar mættu til leiks án Remy Martin sem er meiddur en Jóhann sagði að það hefði fátt komið honum á óvart í þeirra leik, nema kannski hversu fast þeir spiluðu. „Þeir voru kannski aðeins fastari fyrir, komust upp með það og gengu á lagið. Það var kannski það eina sem kom á óvart svona heilt yfir.“ Staðan í U- og tæknivillum var 4-1, aðeins ein slík dæmd á Keflavík. Jóhann vildi ekki meina að þau stig sem komu út úr þeim vítum hefðu ráðið úrslitum og bakkaði sína menn upp í þeirra kvörtunum en þeir DeAndre Kane og Dedrick Basile kvörtuðu umtalsvert í dómurunum í kvöld. „Alls ekki, alls ekki. Að mínu viti, eins og með Basile, hann á fullan rétt á sínu og líka þetta atvik hérna í seinni hálfleik [þegar dæmd var tæknivilla á Jóhann eftir að Kane var keyrður í gólfið beint fyrir framan hann]. Mér finnst þetta bara fullkomlega eðlilega viðbrögð miðað það sem gekk á á undan.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira