„Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 4. maí 2024 23:16 Pétur fer yfir málin með sínum mönnum Vísir/Hulda Margrét Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var mjög stóískur í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir sigur hans manna í ansi dramatískum leik en Keflavík lagði Grindavík 83-84 með flautukörfu í kvöld. „Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“ Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Sjá meira
„Við vorum yfir meirihlutann af leiknum og ég hef oft sagt það áður. Þetta er 40 mínútna leikur og það skiptir eiginlega ekkert máli hver eru með forystuna á einhverjum tímapunkti, bara hverjir enda með hana.“ Pétur gat ekki tekið undir þá greiningu að Grindavík hefði náð að loka á Keflavík á hálfum velli. „Eiginlega þvert á móti. Við bara settum ekki skot ofan í þegar þeir settu hérna í fjórða. Þeir settu niður nokkra þrista og náðu að byggja upp smá forskot en við komum til baka og sýndum gríðarlegan karakter og náðum að landa þessu.“ Undir lok leiksins, sem var mjög harður heilt yfir, var aðeins búið að dæma tvær villur á hvort lið og það tók Keflvíkinga langan tíma að koma Grindvíkingum á línuna. Þar klikkaði Basile úr öðru vítinu sem gerði það að verkum að aðeins munaði tveimur stigum á liðunum fyrir lokasóknina. „Ef við hefðum tapað þá hefði það verið það já en mér sýnist þetta hafa verið hárrétt ákvörðun sem við tókum. Að brjóta á hárréttum tíma. Það er ómögulegt að segja hvað hefði verið ef maður hefði gert eitthvað öðruvísi.“ Pétur viðurkenndi að það hefði verið bölvað bras að koma síðustu sókninni í framkvæmd en planið hefði um það bil gengið upp. „Nei, ég tók nú leikhlé og við náðum örugglega einhverjum fjórum eða fimm innköstum því þeir brutu alltaf en í grunninn var þetta að við ætluðum að ráðast á teiginn og „kick-a“ honum út í þriggja.“ Pétur var lítið að stressa sig á stöðunni framan af leik og gat ekki bent á einhvern punkt þar sem leikurinn snérist, enda skipust liðin á forystu fram til loka. „Ég hef svo sem engar voðalegar áhyggjur þó maður sé undir þegar það eru einhverjar 32 eða 34 mínútur búnar af leiknum. Ég hef meiri áhyggjur ef við erum undir þegar það eru 40 mínútur búnar. Við höldum bara áfram þangað til að leikurinn er búinn og það gekk í dag.“ Hann vildi heldur ekki meina að þessi sigur væri nein sérstök yfirlýsing frá Keflvíkingum. „Ég held að það sé engin yfirlýsing eitt né neitt. Þetta eru bara tvö hörkulið og þetta er okkar heimavöllur og við reynum að verja hann. Næsta skref er að fara inn í Smára og spila við öflugt Grindavíkurlið og gríðarlega öfluga áhorfendur þannig að það verður bara verðugt verkefni.“
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Setti tvö og var bestur á vellinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Sjá meira