Fleiri fréttir

Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta

Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn.

Sainz á ráspól í Breska kappakstrinum

Silverstone brautin var blaut þegar tímatakan fyrir Breska kappaksturinn fór fram fyrr í dag. Það hafði vissulega áhrif en það var Carlos Sainz á Ferrari bílnum sem náði ráspólnum í kappakstrinum sem fram fer á morgun.

Rudy Gobert skipt til Minnesota

Félagaskiptagluggi NBA deildarinnar heldur áfram og hver leikmannaskiptin á eftir öðrum eiga sér stað þessa dagana. Í gær var tilkynnt um leikmannaskipti sem geta haft talsverð áhrif á landslagið en einn af betri varnarmönnum deildarinnar, Rudy Gobert, var þá skipt frá Utah Jazz yfir til Minnesota Timberwolves.

Semple frá ÍR í KR

KR hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Subway deild karla næsta vetur. Jordan Semple hefur samþykkt að leika með liðinu en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð og þótti standa sig með prýði.

Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta

Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023.

Skipulagði stórt rafíþróttamót fyrir samnemendur í vinnuskólanum

Tómas Breki Steingrímsson, 17 ára nemandi í vinnuskólanum í Kópavogi, hefur nýtt sumarið í að skipuleggja stórt rafíþróttamót fyrir samnemendur sína í vinnuskólanum. Mótið kláraðist í gær, en Tómas vann verkefnið með hjálp Rafíþróttasamtaka Íslands.

Óttar Magnús lék allan leikinn í tapi

Oakland Roots, sem Óttar Magnús Karlsson leikur með, heimsótti LA Galaxy II í USL deildinni í knattspyrnu í nótt. Roots laut í gras 3-1 og þurfti að leika seinni hálfleikinn manni færri.

Rapin­oe og Biles fá Frelsis­orðu Banda­ríkja­for­seta

Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni.

Ten Hag lætur til sín taka á æfingasvæðinu

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United mættu hófu undirbúningstímabil sitt á mánudaginn. Þeir hafa nú fengið eina viku með nýjum þjálfara liðsins og virðist sem hann hugi að hverju smáatriði ásamt því að bjóða upp á virkilega þungar æfingar.

„Það hefði verið auð­velt að gefast upp“

Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans. 

Len­g­let á leið til Totten­ham

Franski miðvörðurinn Clément Lenglet, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið til Tottenham Hotspur. Félögin eiga eftir að semja um kaupverðið en leikmaðurinn hefur samið um kaup og kjör við Lundúnaliðið.

Stutt gaman hjá Hans og Hosine

Þeir Hans Kamta Mpongo og Hosine Bility hafa yfirgefið lið ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta. Munu þeir ekki leika meira með liðunum á leiktíðinni.

Ítalía og Spánn skildu jöfn í síðasta leik fyrir EM

Ítalía og Spánn gerður 1-1 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik á Teofilo Patini-vellinum á Ítalíu í dag. Um var að ræða síðasta leik liðanna áður en Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst þann 6. júlí næstkomandi.

Salah framlengir við Liverpool

Stuðningsmenn Liverpool hafa ærið tilefni til að gleðjast í dag því Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

Þessir tólf mæta Hollendingum í kvöld

Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks með íslenska landsliðinu í körfubolta þegar liðið tekur á móti Hollendingum í mikilvægum leik á Ásvöllum í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.