Payton gerði þriggja ára samning við Portland og fær fyrir þau 28 milljónir dollara eða 3,7 milljarða íslenska króna.
Payton annar er sonur NBA-goðsagnarinnar Gary Payton sem gekk á sínum tíma undir gælunafninu „Hanskinn“.
Payton vann sig inn í lið Golden State á síðasta tímabili eftir að hafa gengið frekar illa að finna sig í byrjun ferilsins.
Hann fékk mikilvægt varnarhlutverk hjá Golden State liðinu og var meðal annars sá sem stal flestum boltum í deildinni á hverjar 36 mínútur spilaðar.
Payton var með 7,1 stig, 3,5 fráköst og 1,4 stolna bolta í leik í deildarkeppninni.
Payton missti af mánuði af úrslitakeppninni eftir að hann braut bein í olnboga þegar hann lenti illa eftir ljótt brot en snéri til baka í lokaúrslitunum.