Fleiri fréttir

„Það hefði verið auðvelt að gefast upp“
Elvar Már Friðriksson átti frábærar lokamínútur í sigri Íslands gegn Hollandi í kvöld og skoraði nánast að vild og körfur í öllum regnbogans litum þar sem hann sprengdi vörn Hollendinga ítrekað upp með hraða sínum. Elvar setti 12 af 20 stigum sínum í 4. leikhlutanum og áttu Hollendingar fá svör við tilþrifum hans.

Katrín Tanja komst ekki á áttundu heimsleikana í röð
Katrín Tanja Davíðsdóttir mun ekki taka þátt á heimsleikunum í CrossFit í ár. Katrín Tanja hefur tekið þátt á síðustu sjö heimsleikum en mun ekki bæta þeim áttundu við í safnið.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir unnu öruggan sigur í Vesturbænum
Íslandsmeistarar Víkings unnu einkar öruggan 3-0 sigur á KR er liðin mættust vestur í bæ í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Halldór Smári Sigurðsson skoraði þriðja mark Víkings en þetta var hans fyrsta mark í efstu deild.

Nóg um að vera í Lengjudeildinni: KV vann á Ísafirði
Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. KV vann magnaðan 4-2 sigur á Vestra á Ísafirði, Kórdrengir lögðu Gróttu 1-0 en hinum tveimur leikjunum lauk með 2-2 jafntefli.

Frakkar hita upp fyrir EM með stórsigri
Frakkland mætti Víetnam í síðasta leik liðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Englandi þann 6. júlí. Lauk leiknum með 7-0 sigri Frakklands.

England Evrópumeistari U-19 ára landsliða
Enska U-19 ára landslið karla í knattspyrnu varð í kvöld Evrópumeistari eftir 3-1 sigur á Ísrael í framlengdum leik. Stigu tveir leikmenn Aston Villa upp þegar mest á reyndi.

Ensk stórlið mokgræða á undirbúningstímabilinu: Gætu fengið 485 milljónir fyrir leik
Stórlið ensku úrvalsdeildarinnar eru loks á leið í það sem mætti kalla eðlilegt undirbúningstímabil eftir að kórónufaraldurinn lék heiminn grátt. Fagna gjaldkerar liðanna eflaust hvað mest ef marka má tölur sem birtust á The Athletic.

Malmö tapaði óvænt gegn Sundsvall: Mæta Víkingum næst
Sænska meistaraliðið Malmö tapaði nokkuð óvænt gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Lenglet á leið til Tottenham
Franski miðvörðurinn Clément Lenglet, leikmaður Barcelona, virðist vera á leið til Tottenham Hotspur. Félögin eiga eftir að semja um kaupverðið en leikmaðurinn hefur samið um kaup og kjör við Lundúnaliðið.

Stutt gaman hjá Hans og Hosine
Þeir Hans Kamta Mpongo og Hosine Bility hafa yfirgefið lið ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta. Munu þeir ekki leika meira með liðunum á leiktíðinni.

Ítalía og Spánn skildu jöfn í síðasta leik fyrir EM
Ítalía og Spánn gerður 1-1 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik á Teofilo Patini-vellinum á Ítalíu í dag. Um var að ræða síðasta leik liðanna áður en Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst þann 6. júlí næstkomandi.

Evrópumótaröðin afturkallar ekki refsingar þeirra sem gengu til liðs við LIV
Forráðamenn Evrópumótaraðarinnar í golfi, DP World Tour, ætla sér ekki að afturkalla refsingar þeirra kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti sádí-arabísku LIV-mótaraðarinnar á dögunum.

United að kaupa Malacia en nýr umboðsmaður hefur aukið flækjustigið
Manchester United hefur komist að samkomulagi við Feyenoord um kaupin á bakverðinum Tyrell Malacia. Leikmaðurinn skipti þó um umboðsmann og flækjustig samningaviðræðnanna hefur því aukist.

Sextán ára strákur opnaði markareikninginn sinn í MLS með sigurmarki
Serge Ngoma var í nótt yngsti leikmaðurinn til að skora mark í MLS-deildinni á tímabilinu.

Salah framlengir við Liverpool
Stuðningsmenn Liverpool hafa ærið tilefni til að gleðjast í dag því Mohamed Salah hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.

Verstappen segir tengdaföður sinn ekki vera rasista en fordæmir ummælin
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, segir að faðir kærustu sinnar, Nelson Piquet, sé ekki rasisti, en fordæmir ummæli hans um Lewis Hamilton og segir þau hafi verið mjög móðgandi.

Þessir tólf mæta Hollendingum í kvöld
Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks með íslenska landsliðinu í körfubolta þegar liðið tekur á móti Hollendingum í mikilvægum leik á Ásvöllum í kvöld.

Kylfingar sem gengu til liðs við LIV hóta að höfða mál gegn Evrópumótaröðinni
Sextán kylfingar sem tóku þátt á fyrsta móti sádí-arabísku LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa hótað því að höfða mál gegn Evrópumótaröðinni, DP World Tour, ef refsingar þeirra fyrir að taka þátt í móti á vegum LIV verða ekki afturkallaðar fyrir klukkan 17 í dag.

ÓL-meistarinn sýndi heiminum fótinn sem hún var búin að fela í öll þessi ár
Sænska skíðakonan Ebba Årsjö hefur átt frábært ár en hún vann tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Á dögunum tók hún risaákvörðun um að sýna þann hluta af sér sem hún hefur reynt að fela svo lengi.

Ein af meistarahetjum Golden State Warriors samdi við Portland Trail Blazers
Gary Payton ll verður ekki áfram hjá NBA meisturum Golden State Warriors því hann hefur samið við Portland Trail Blazers.

Hedin kom bandaríska handboltalandsliðinu á HM
Bandaríska handboltalandsliðið tryggði sér sæti á HM í handbolta í gær en því hafði liðið ekki afrekað í tvo áratugi.

Jessica að gera það sem konur hafa ekki náð áður í umboðsmannaheimi NBA
Jessica Holtz skrifaði söguna fyrir konur í umboðsmannaheimi NBA-deildarinnar í körfubolta þegar hún landaði tveimur risasamningum fyrir skjólstæðinga sína.

Birti myndir af áverkunum sem Bridges veitti henni: „Get ekki þagað lengur“
Eiginkona bandaríska körfuboltamannsins Miles Bridges hefur stigið fram og greint frá ofbeldi sem hann beitti hana.

Níu dagar í EM: Fiskur frá mömmu í uppáhaldi og fjögur ár í læknisfræði að baki
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst í röðinni er markaskorarinn Elín Metta Jensen.

Íslendingaslagir í B-riðli og Magdeburg berst við PSG og Veszprém
Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta í morgun og framundar eru margar áhugaverðar viðureignir.

Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum
Nú er hafinn sá mánuður sem skilar oftar en ekki flestum löxum á land enda er þetta aðaltíminn í laxveiðiánum.

Sjáðu Orkumótið í Eyjum: FH-ingar stóðu við stóru orðin
Vestmannaeyjar hafa iðað af lífi að undanförnu enda tvö stærstu barnamót ársins farið þar fram. Fyrst TM-mót 5. flokks kvenna og svo Orkumót 6. flokks karla. Guðjón Guðmundsson var á sínum stað á Orkumótinu og fjallaði um það af sinni alkunnu snilld.

Gervigreind mun hjálpa dómurum á HM í fótbolta í ár
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að nýta sér tæknina enn betur þegar kemur að því að aðstoða dómara á heimsmeistaramótinu í Katar sem er fram í lok ársins.

Martin áfram hjá Valencia
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Valencia.

Margrét Lára: Vildu ekki uppljóstra öllum sínum leyndarmálum
Stelpurnar okkar fara inn á Evrópumótið í fótbolta með flottan sigur í farteskinu eftir 3-1 sigur á Póllandi í generalprufu sinni fyrir EM í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum, segir að það geti verið vandasamt að mæta í svona æfingarleik rétt fyrir mót.

Tottenham staðfestir að kaupin á Richarlison séu gengin í gegn
Brasilíski framherjinn Richarlison er kominn til Tottenham frá Everton.

Katrín Tanja á fullu í baráttunni eftir fyrri daginn en útlitið svart hjá Söru
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrri daginn á Last-Chance Qualifier en þar liggur síðasti möguleiki hennar að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár.

„Elgtanaður, helmassaður og tilbúinn í þetta“
Kraftlyftingarmaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson er í lokaundirbúningi sínum fyrir heimsleikana í kraftlyftingum. Júlían á heimsmetið í réttstöðulyftu og sagði hann það met vera í hættu í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur.

Samþykkti stærsta NBA-samning sögunnar: Fjörutíu milljarðar á leiðinni
Nikola Jokić hefur skrifað undir nýjan samning við Denver Nuggets og enginn leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta hefur fengið annan eins samning.

Fyrrverandi samherji Dagnýjar og Berglindar braut blað í sögunni
Carson Pickett skráði sig í sögubækurnar er hún spilaði í 2-0 sigri bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta á Kólumbíu.

Dagskráin í dag: Stórleikur á Meistaravöllum og nóg af golfi
Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild karla á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Þá er nóg um að vera í heimi golfsins.