
Fleiri fréttir

Lengjudeild kvenna: Botnliðin töpuðu bæði
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og voru liðin sem verma botnsætin í eldlínunni. Skemmst er frá því að segja að þau töpuðu bæði og syrtir enn í álinn hjá þeim.

Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu.

Eru Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson að taka við FH?
Heimildir Vísis herma að Eiður Smári Guðjohnsen muni taka við þjálfarastöðunni hjá FH eftir að Ólafur Jóhannesson lét af störfum í síðustu viku. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson.

„Eigum heima í þessari deild“
Guðmunda Brynja, framherji KR var að vonum mjög glöð eftir góðan 1-3 sigur í Keflavík í rigningu og roki.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Þróttur - Valur 1-2| Fjórði sigur Vals í röð
Valur fór í Laugardalinn og vann 1-2 sigur á Þrótti. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn en tæplega tveimur mínútum síðar gerði Cyera Makenzie Hintzen annað mark Vals sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Pétur Pétursson: Cyera átti frábæran leik
Valur vann 1-2 útisigur á Þrótti. Þetta var fjórði sigur Vals í röð og var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með frammistöðu Cyeru Makenzie Hintzen eftir leik.

Botnliðið sótti stigin þrjú á Selfossi
Afturelding gerði sér lítið og sigraði Selfoss á þeirra eigin heimavelli, 0-1, í 10. umferð Bestu-deildarinnar.

Landin tryggði Kiel brons í vítakastkeppni
Kiel lagði Veszprém, 37-35, í Lanxess höllinni í Köln í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

Berglind í byrjunarliðinu í sigri en Hallbera ekki í hóp
Berglin Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro í 1-2 útisigri liðsins á Vittsjo í sænsku úrvalsdeildinni en á sama tíma var Hallbera Guðný Gísladóttir ekki í leikmannahóp Kalmar sem tapaði á heimavelli gegn Djurgarden, 0-1.

Real Madrid að undirbúa tilboð í Haaland
Spænska félagið Real Madrid er að undirbúa tilboð í Erling Haaland, einungis nokkrum dögum eftir að hann gekk til liðs við Manchester City.

Liverpool staðfestir komu Ramsay
Enska liðið Liverpool tilkynnti í dag komu Calvin Ramsay til liðsins á 6,5 milljónir punda frá Aberdeen í Skotlandi.

Guðrún og stöllur styrkja stöðu sína á toppnum | Kristianstad vann Íslendingaslaginn
Guðrún Arnarsdóttir og liðsfélgar hennar í Rosengård tóku botnlið AIK í kennslustund með 0-6 stórsigri í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Kristianstad Íslendingaslagin gegn Piteå með einu marki gegn engu.

Róbert fær liðsstyrk til Gróttu
Elvar Otri Hjálmarsson hefur gengið til liðs við Gróttu frá Fjölni. Elvar skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu.

Haukur ekki með í úrslitaleiknum
Haukur Þrastarson er ekki í 16 manna leikmannahóp Vive Kielce fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona seinna í dag.

Netflix stefnir á óhefðbundna heimildarmynd á HM í Katar 2022
Bresku blöðin greindu frá því í vikunni að Netflix hygðist gera heimildarmynd um enska landsliðið á heimsmeistaramótinu í Katar í desember, frá sjónarhorni eiginkonum og kærustum leikmanna.

Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið
„Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld.

Barcelona náði samkomulagi við Raphinha í febrúar
Spænska liðið Barcelona náði samkomulagi um kaup og kjör við Deco, umboðsmann Raphinha, í febrúar síðastliðnum. Fimm ára samningur bíður eftir að vera undirritaður. Barcelona er þó ekki tilbúið að borga Leeds það sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn.

Sex laxa opnun í Hítará
Veiði er hafin í Hítará á Mýrum og fyrstu tölur af opnun gefa góð fyrirheit inní sumarið.

Þýskur landsliðsmaður í sigtinu hjá Man.Utd
Manchester United hefur áhuga í því að tryggja sér þjónustu David Raum, leikmanns Hoffenheim og þýska karlalandsliðsins í fótbolta.

Man. City mögulega að skipta um vinstri bakvörð
Manchester City hefur borið víurnar í spænska landsliðsbakvörðinn Marc Cucurella sem sló í gegn með Brighton á síðasta keppnistímabili.

Dagskráin í dag: Fjórir leikir í Bestu-deild kvenna
Kvennafótbolti verður í fyrirrúmi á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag. Þar á meðal verður sýnt frá fjórum leikjum í Bestu-deildinni.

Rigning setti strik í reikninginn í tímatökunni í Montreal
Það var mikil dramatík í tímatökunni fyrir Formúlu-kappaksturinn í Montreal í Kanada sem fram fór í kvöld.

Segir Lewandowski ekki vilja spila á Englandi vegna vætutíðar
Pólski landsliðsframherjinn Robert Lewandowski hefur ekki áhuga á að leika á enskri grundu þar sem það rignir of mikið á Bretlandseyjum ef marka má orð fyrrverandi umboðsmanns hans, Cezary Kucharski.

Osaka dregur sig úr keppni á Wimbledon-mótinu
Tenniskonan Naomi Osaka, sem unnið hefur fjögur risamót á ferli sínum, getur ekki tekið þátt í Wimbledon-mótinu sem hefst 27. júní næstkomandi vegna meiðsla.

Haukur mætir Barcelona í úrslitum
Barcelona vann nokkuð sannfærandi 34-30 sigur þegar liðið atti kappi við Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í Lanxess-höllinni í Köln í dag.

Alfons hafði betur gegn Brynjólfi - Erfiður dagur hjá Ara og liðsfélögum hans
Alfons Sampsted var á sínum stað í hægri bakvarðarstöðunni hjá Bodø/Glimt þegar liðið lagði Brynjólf Andersen Willumsson og liðsfélaga hans hjá Kristiansund að velli með tveimur mörkum engu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag.

Jesus þrýstir á Pep | Vill fara til Arsenal
Gabriel Jesus er orðinn spenntur fyrir þeirri hugmynd að ganga til liðs við Arsenal í sumar.

Selma Sól skoraði í toppslag gegn Ingibjörgu
Selma Sól Magnúsdóttir skoraði seinna mark Rosenborgar þegar liðið sigraði Vålerenga 2-0 í leik liðanna í öðru og þriðja sæti norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag.

Gunnar Heiðar og lærisveinar í Vestra sóttu sigur í Grafarvoginum
Vestri gerði góða ferð í sólina í Grafarvogi í dag þar sem þeir sóttu öll stigin með 1-2 endurkomusigri gegn Fjölni.

Umfjöllun: Þór/KA 0-4 Breiðablik | Blikar einu stigi á eftir Íslandsmeisturunum
Breiðablik vann 0-4 sigur á Þór/KA í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag.

Haukur skoraði eitt er Kielce fór áfarm í úrslit Meistaradeildarinnar
Haukur Þrastarson, Sigvaldi Guðjónsson og félagar í pólska liðinu Vive Kielce eru komnir áfram í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka sigur á Veszprém í Köln í dag, 35-37.

Barcelona fær fyrrum besta leikmann heims á frjálsri sölu
Spænska liðið Barcelona hefur staðfest komu Lucy Bronze til liðsins frá Manchester City.

Rice sakaði dómara um spillingu | Fær tveggja leikja bann
Declan Rice, leikmaður West Ham, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann frá Evrópuleikjum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu
Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt.

Langar að spila fyrir Manchester United
Inigbjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga, verður samningslaus eftir næsta tímabil. Henni langar að fá nýja áskorun utan Noregs og dreymir um að spila fyrir Manchester United.

Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal
Það eru líklega ekki margir sem hafa heyrt um miðsvæðið í Laxá í Aðaldal en þeir sem þekkja það láta vel af því.

Bale á leið til Englands
Velski framherjinn Gareth Bale er að leita af nýju félagi eftir að samningur hans við Real Madrid rann út.

LaLiga í hart | Samningar Mbappe og Messi í hættu
Spænska úrvalsdeildin, LaLiga, ætlar að höfða mál fyrir franska dómstóla vegna samnings Kylian Mbappe við Paris Saint-Germain.

Veðbankar loka á veðmál um félagaskipti Kalvin Phillips
Sky Bet og Betfair eru hætt að taka við veðmálum um möguleg félagaskipti Kalvin Phillips, leikmann Leeds, til Manchester City.

Anton tíu sekúndubrotum frá því að komast áfram
Anton Sveinn McKee var grátlega nærri því að komast í undanúrslit í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest í morgun. Anton verður varamaður fyrir undanúrslitin, skyldi einhver forfallast.

Özil ætlar að vera atvinnumaður í rafíþróttum
Eftir að samningur Mesut Özil við Fenerbache rennur sitt skeið mun þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid snúa sér að rafíþróttum samkvæmt umboðsmanni hans, Erkut Sogut.

Flott opnun í Grímsá
Veiði er hafin í Grímsá í Borgarfirði og það verður ekki annað sagt en að opnunin hafi gengið vonum framar.

Krefst þess að Liverpool bjóði Eriksen samning
Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, biðlar til félagsins að gera Dananum Christian Eriksen samningstilboð.

Laxinn mættur í Stóru Laxá
Stóra Laxá er ein af þessum ám sem nær á veiðimönnum þvílíkum heljartökum að hún sækir á drauma þegar veiðitímabilið er að byrja.

Leeds staðfestir komu Marc Roca
Spænski miðjumaðurinn Marc Roca hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leeds United. Roca kemur til félagsins frá Bayern Münich.