Fleiri fréttir

Alexandra alsæl að koma heim: Þurfti að pressa smá á þá

Alexandra Jóhannsdóttir kynnti sig til leiks í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld með marki eftir aðeins fimm mínútna leik í 4-0 sigri Breiðabliks á KR í Frostaskjóli. Alexandra hafði aðeins mætt á tvær æfingar með liðinu fyrir leik kvöldsins.

Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko

Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk.

Luton og Huddersfield hófu umspilið á jafntefli

Luton tók á móti Huddersfield í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin fara jöfn í seinni leikinn, en leikur kvöldsins endaði með 1-1 jafntefli.

Dagný og stöllur fá nýjan aðalþjálfara

Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham eru komnar með nýjan aðalþjálfara í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Paul Konchesky, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur tekið við stjórnartaumunum.

Rosengård og Kristianstad skildu jöfn í Íslendingaslag

Íslendingaliðin Rosengård og Kristianstad skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lokatölur 1-1, en Delaney Baie Pridham, fyrrum leikmaður ÍBV, jafnaði metin fyrir Kristianstad á lokamínútunum.

„Erum að fara að keppa um titla“

Hilmar Smári Henningsson segir að hann sé ekki kominn aftur í Hauka til að vera í einhverri meðalmennsku. Hann segir að Hafnfirðingar ætli sér að berjast um titla.

City fékk Haaland á mesta afslætti sögunnar samkvæmt úttekt

Það voru mörg stórlið á eftir norska framherjanum Erling Braut Haaland en á endanum voru það verðandi Englandsmeistarar Manchester City sem höfðu betur í því kapphlaupi eins og þeir eru að gera væntanlega í kapphlaupinu um enska titilinn í ár.

Oddaleikur í Phoenix en Butler sendi Miami áfram

Miami Heat varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sig inn í fjögurra liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns og Dallas Mavericks mætast hins vegar í oddaleik.

Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira

Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin.

Grindavík og HK unnu örugga sigra

Grindavík og HK unnu örugga sigra í leikjum sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Grindvíkingar unnu 3-0 sigur gegn Þrótti Vogum og HK-ingar fóru á Auto-völlinn og unnu 3-1 sigur gegn KV.

Haukur og félagar fara með forystu í heimaleikinn

Selfyssingurinn Haukur Þrastarson var í leikmannahópi Vive Kielce er liðið vann góðan þriggja marka útisigur gegn Montpellier í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 28-31.

Sjá næstu 50 fréttir