Fleiri fréttir

„Þetta var ógeðslega erfiður en frábær sigur“

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var alsæll eftir sigur á Aftureldingu fyrr í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í úrslitakeppninni. Mikið jafnræði var með liðunum en þó var Fram með yfirhöndina stóran hluta leiksins. Lokatölur í Varmá 26-23.

Rúnar: Áttum glimrandi fyrri hálfleik

Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með stórsigur í Dalhúsum 51-72. Úrslit leiksins þýddu að Njarðvík leiðir einvígið 1-2. 

„Það er ekki hægt að fá nóg af þessu“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sigurreifur eftir öruggan tólf marka sigur sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Snorri gat leyft sér að brosa sínu breiðasta, enda tryggði sigurinn liðinu deildarmeistaratitilinn.

Bolta­vaktin | Þetta gerðist í dag

Velkomin í Boltavaktina. Hér að neðan má finna allt það helsta sem gerist í boltanum - bæði hér á landi sem og erlendis - í dag. Þá minnum við á gríðarlegan fjölda leikja í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Alla þá viðburði sem sýndir eru beint má finna Hér.

Viðar tryggði Vålerenga sigur

Allir íslensku leikmenn norsku deildarinnar, að Ara Leifs fráskyldum, fengu mínútur í leikjum sinna liða í dag. Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum.

England: Róðurinn þyngist enn hjá Burnley

Þremur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag og var nokkuð um óvænt úrslit. Norwich City tókst að vinna sigur, West Ham tapaði og Leicester nældi sér í þrjú stig.

Ítalía: Napoli mistókst að komast á toppinn

Fjórum leikjum er lokið í ítölsku úrvalsdeildinni, Serie A, en leikið var í dag. Óvænt úrslit litu dagsins ljós þegar að Fiorentina gerði sér lítið fyrir og vann Napoli á útivelli.

„Þær gætu tekið smá áhættu“

Guðrún Arnardóttir, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, hlakkar til leiksins mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM á þriðjudaginn.

Magdeburg áfram á sigurbraut

SC Magdeburg, lið Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar heldur áfram hraðbyri að þýska deildarmeistartitinum í handbolta. Liðið hefur nú 7 stiga forystu á toppnum eftir sigur á HSG Wetzlar í dag, 26-29.

Seinni bylgjan með alla leiki kvöldsins í beinni

Stefán Árni Pálsson og félagar hans í Seinni bylgjunni munu bjóða upp á svokallaða redzone stemmningu á meðan lokaumferð Olísdeildar karla stendur. Útsendingin hefst klukkan 17:40 og verður á Stöð 2 Sport 4.

„Vonast auðvitað til að fá einhverjar mínútur“

Selma Sól Magnúsdóttir er gíruð fyrir leikinn stóra gegn Tékklandi í undankeppni HM á þriðjudaginn. Með sigri í honum færist íslenska fótboltalandsliðið nær því markmiði sínu að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót.

„Það eru engin leyndarmál í þessu“

Sif Atladóttir, aldursforseti íslenska fótboltalandsliðsins, á von á erfiðum leik gegn Tékkum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Með sigri í honum komast Íslendingar á topp C-riðils undankeppninnar.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík

Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85.

Benedikt: Bæði lið að spila hörkuvörn

„Það er ekki langt síðan að þeir skoruðu 125 stig á okkur“, sagði þjálfari Njarðvíkinga, Benedikt Guðmundsson, meðal annars þegar hann gerði upp leik sinna manna í kvöld. Hann var ánægður með varnarleik sinna manna og var á því að það hafi skila 67-74 sigri Njarðvíkinga á KR fyrr í kvöld. Leikið var í 8-liða úrslitum Subway deildar karla að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur.

Boltavaktin | Þetta gerðist í dag

Velkomin í Boltavaktina. Hér að neðan má finna allt það helsta sem gerist í boltanum - bæði hér á landi sem og erlendis - í dag. Þá minnum við á gríðarlegan fjölda leikja í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Sjá næstu 50 fréttir