Formúla 1

Leclerc hraðastur í Ástralíu | Verstappen komst ekki í mark

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leclerc fagnar í Ástralíu í morgun.
Leclerc fagnar í Ástralíu í morgun. vísir/getty

Charles Leclerc á Ferrari var fyrstur í mark í Ástralíukappakstrinum í morgun. Hann er kominn með gott forskot í keppni ökuþóra eftir sigurinn.

Leclerc leiddi keppnina frá upphafi til enda og sigur hans aldrei í hættu. Annar sigur hans á tímabilinu. Sergio Perez á Red Bull kom annar í mark.

Mercedes-kapparnir George Russell og Lewis Hamilton urðu svo í þriðja og fjórða sæti.

Heimsmeistarinn Max Verstappen lenti í vélarbilun og varð að hætta keppni þegar tveir þriðju keppninnar voru búnir. Mikil vonbrigði aftur fyrir hann.

Leclerc er nú kominn með 71 stig í keppni ökuþóranna en Russell er annar með 37. Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, er þriðji með 33 stig.

Sergio Perez er með 30 stig en síðan koma Lewis Hamilton með 28 stig og Verstappen með 25.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.