„Það er ekki hægt að fá nóg af þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. apríl 2022 20:05 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var kampakátur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sigurreifur eftir öruggan tólf marka sigur sinna manna gegn Selfyssingum í kvöld. Snorri gat leyft sér að brosa sínu breiðasta, enda tryggði sigurinn liðinu deildarmeistaratitilinn. „Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Ég er bara mjög stoltur og ánægður með drenginga,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Þetta var erfiður titill eins og þeir allir en þessi gefur okkur rosalega mikið.“ Valsmenn unnu seinustu fjóra leiki sína í deildinni eftir slæmt tap gegn FH-ingum í lok mars. Snorri segir að leikur liðsins gegn FH hafi einfaldlega verið slæmur, en að deildarmeistaratitillinn gefi liðinu sjálfstraust fyrir úrslitakeppnina. „FH leikurinn var bara mjög lélegur og við fórum bara vel yfir það saman. Við ásökuðum okkur sjálfa af því að við vorum búnir að vera frábærir fram að því. Við unnum bikarinn bara á undan þeim leik og ég veit ekki alveg hvað veldur. Við erum bara í góðu standi og á góðum stað. Þetta gefur okkur sjálfstraust, ekkert meira en það. En nú tekur alvaran við í úrslitakeppninni.“ Fyrir leik bjuggust flestir við því að Valsmenn væru líklegri til sigurs en Selfyssingar þar sem heimamenn höfðu ekki að neinu að keppa. Fæstir bjuggust þó við því að sigur Valsara væri svo gott sem tryggður í hálfleik. „Nei, ég bjóst ekki við þessu. Þeir náttúrulega eru laskaðir og vantar nokkra menn og ég sagði hérna í viðtali fyrir leik að ég átti von á því að það yrði öðruvísi nálgun á þennan leik hjá þeim en hjá okkur. En við einbeittum okkur bara að okkur sjálfum og náðum upp okkar leik.“ Valsmenn eru nú handhafar allra stóru titlanna sem í boði eru í íslenskum handbolta. Aðspurður að því hvort að Valsmenn væru saddir svaraði Snorri einfaldlega: „Það er ekki hægt að fá nóg af þessu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss 26 - 38 Valur | Valur er deildarmeistari Valur er deildarmeistari eftir stórsigur á Selfossi í lokaumferð Olís-deildar karla, 26-38. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. apríl 2022 19:28