Golf

Scheffler leiðir Masters | Lélegasti hringur Tigers frá upphafi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scheffler með Ted Scott, kylfusveini sínum.
Scheffler með Ted Scott, kylfusveini sínum. vísir/getty

Efsti maður heimslistans í golfi, Scottie Scheffler, er í efsta sæti á Masters-mótinu í golfi eftir þriðja hringinn í gær.

Scheffler spilaði á einu höggi undir pari í gær eða á 71 höggi. Hann er með þriggja högga forskot en það forskot hefði verið mun meira ef Scheffler hefði ekki nælt sér í fjóra skolla á síðustu sjö holunum.

Ástralinn Cameron Smith er annar og líklegastur til að veita Scheffler keppni í kvöld en Scheffler hefur aldrei unnið risamót áður.

Lappirnar á Tiger Woods gáfu eftir í gær en hann kom í hús á 78 höggum. Það er versti hringur Tigers á Masters frá upphafi. Tiger er samtals á sjö höggum yfir pari.

Útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×