Fleiri fréttir

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Rodrygo hetja Real

Real Madríd vann mikilvægan 1-0 útisigur á Ítalíumeisturum Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikið var í Mílanó.

Markasúpa á Etihad er heimamenn skoruðu sex

Manchester City og RB Leipzig mættust í einhverjum ótrúlegasta leik síðari tíma í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 6-3 heimamönnum í vil í leik sem vart er hægt að finna lýsingarorð yfir.

Fór til London í skoðun og að­gerð vegna þrá­látra meiðsla

Arnór Borg Guðjohnsen, leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í fótbolta, hefur loks fengið úr því skorið hvað er að hrjá hann. Eftir að hafa verið meira og minna meiddur í nær allt sumar hefur komið í ljós að hann er með nárakviðslit.

Guðni hættur með Stólana

Guðni Þór Einarsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, eftir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild í sögu félagsins.

„Ég er eins og lítill krakki á Þor­láks­messu­kvöldi“

Guðmundur Benediktson og Ólafur Kristjánsson voru staddir á Stamford Bridge í gærkvöldi þar sem að Chelsea tók á móti Zenit frá Sankti Pétursborg í Meistaradeild Evrópu. Eftir leik fóru þeir yfir allt það helsta úr leiknum, og það sem er framundan.

Fékk sitt annað gula spjald áður en hann fékk það fyrsta

Denys Garmash, leikmaður Dynamo Kiev, virtist heldur hissa þegar að dómarinn Anthony Taylor sýndi honum gult og síðan rautt í leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í gær. Ástæðan er líklega sú að þetta var fyrsta gula spjald Garmash í leiknum.

Dagskráin í dag: Meistaradeildin og Mjólkurbikarinn

Hvorki meira né minna en 13 beinar útsendingar eru á dagskrá sportrása Stöðvar 2 í dag. Þar á meðal eru tveir leikir í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla og fjórir leikir í Meistaradeild Evrópu.

Breska boðhlaupssveitin við það að missa Ólympíusilfrið

Fljótlega eftir Ólypíuleikana var greint frá því að CJ Ujah, einn afmeðlimum bresku boðhlaupssveitarinnar, hefði verið settur í bann á meðan að rannsókn á lyfjamisnotkun færi fram. Nú hefur annað sýni greinst jákvætt og því er sveitin við það að missa silfurverðlaun sín ú 4x100 metra spretthlaupi.

Sjá næstu 50 fréttir