Fleiri fréttir

18 ára drengir eigi að hugsa um að spila fótbolta, ekki peninga

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur áhyggjur af stöðu ungstirnisins Ilaix Moriba hjá félaginu. Samningaviðræður milli Börsunga og miðjumannsins unga virðast ganga illa og segir Koeman að Moriba leggi meiri áherslu á peninga en að spila fótbolta.

Klopp býður Fabinho stuðning eftir föðurmissinn

Brasilíumaðurinn Fabinho, miðjumaður Liverpool á Englandi, æfði ekki með liðinu á fimmtudag vegna fráfalls föður hans. Hann verður líklega ekki með liðinu gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikur ÍA og KR fer fram í næstu viku

Frestaður leikur ÍA og KR í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hefur verið dagsettur á miðvikudaginn næsta, 25. ágúst. Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna kórónuveirusmits í röðum KR-inga.

Messi enn fjarverandi er PSG fagnaði sigri

Paris Saint-Germain er með fullt hús stiga á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4-2 útisigur á Brest í kvöld. Liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum.

„Allir eru Framarar inn við beinið“

Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir félagið hafa sett sér það markmið að komast upp í efstu deild áður en gengið yrði frá flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Það tókst í gær er liðið tryggði sæti sitt í Pepsi Max-deild karla að ári.

Tap í fyrsta leik Berglindar í Svíþjóð

Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvalsdóttir þreytti frumraun sína fyrir Hammarby í Svíþjóð er liðið tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Eskiltuna United í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ramsdale genginn í raðir Arsenal

Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor.

Tom Brady með strákinn sinn á æfingum

Tom Brady hélt upp á 44 ára afmælið sitt í byrjun mánaðarins og þessi lifandi goðsögn er nú að fullu að undirbúa sig fyrir sitt 22. tímabil í NFL-deildinni.

„Afreksíþróttamiðstöð ein og sér er ekki bara lausnin“

Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, segir íþróttahreyfinguna þurfa að gera upp við sig hvernig áherslur eigi að vera í afreksíþróttastarfinu, svo sem hvort það sé forgangsverkefni að koma á fót miðlægri afreksíþróttamiðstöð og hversu umfangsmikil hún eigi að vera.

Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum

Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann.

Sinisa Bilic til liðs við nýliða Breiðabliks

Slóveninn Sinisa Bilic mun leika með nýliðum Breiðabliks á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá Val, en hann hefur einnig leikið með Tindastól í efstu deild á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir