Tvær í forystu þegar keppni er hálfnuð - þeirri bestu fataðist flugið Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 08:00 Toppkona heimslistans og Ólympíumeistarinn Nelly Korda vill eflaust bæta upp fyrir strembinn hring gærdagsins. Kevin C. Cox/Getty Images Spennan er mikil á toppnum á Opna breska mótinu í golfi sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þriðji hringur mótsins hefst í dag. Hin bandaríska Mina Harigae var á meðal þeirra sem lék best á öðrum hring mótsins í gær, á 67 höggum eða fimm höggum undir pari vallar, sem kom henni í forystu ásamt hinni ensku Georgiu Hall. Báðar eru þær á sjö höggum undir pari í heildina en Hall lék á 69 höggum í gær. Who should win shot of the day for Friday?Have your say in our poll below!#WorldClass pic.twitter.com/Y99WEsLC35— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, deildi forystunni eftir fyrsta hringinn en átti strembinn annan hring. Henni gekk bölvanlega á flötunum þar sem púttinn vildu hreinlega ekki niður og lauk hún hringnum á höggi yfir pari. Korda hefur farið mikinn í ár þar sem hún vann PGA-meistaramótið í júní og hlaut Ólympíugull í Japan á dögunum. Hún er á fjórum undir pari í heildina, jöfn fimm öðrum kylfingum í 12.-17. sæti, þar á meðal hinni sænsku Madelene Sagström sem hlaut sama skor og Korda á báðum hringjum. How we stand at the halfway stage of the AIG Women's Open!https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/6DFM1e30Um— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Sei-Young Kim frá Suður-Kóreu var jöfn þeim tveimur á toppnum eftir fyrsta hringinn en henni gekk betur en þeim Korda og Sagström í gær. Hún fór hringinn á höggi undir pari, og er því önnur á sex undir parinu í heildina, höggi á eftir efstu konum. Lizette Salas frá Bandaríkjunum er henni jöfn í 3.-4. sæti. Þar á eftir koma sjö kylfingar á fimm höggum undir pari, aðeins tveimur frá toppnum, og því ljóst að keppnin verður hörð á toppnum er þriðji hringur mótsins verður leikinn í dag. Keppni á Opna breska hefst klukkan 10:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Opna breska Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Hin bandaríska Mina Harigae var á meðal þeirra sem lék best á öðrum hring mótsins í gær, á 67 höggum eða fimm höggum undir pari vallar, sem kom henni í forystu ásamt hinni ensku Georgiu Hall. Báðar eru þær á sjö höggum undir pari í heildina en Hall lék á 69 höggum í gær. Who should win shot of the day for Friday?Have your say in our poll below!#WorldClass pic.twitter.com/Y99WEsLC35— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Nelly Korda, sem er efst á heimslistanum, deildi forystunni eftir fyrsta hringinn en átti strembinn annan hring. Henni gekk bölvanlega á flötunum þar sem púttinn vildu hreinlega ekki niður og lauk hún hringnum á höggi yfir pari. Korda hefur farið mikinn í ár þar sem hún vann PGA-meistaramótið í júní og hlaut Ólympíugull í Japan á dögunum. Hún er á fjórum undir pari í heildina, jöfn fimm öðrum kylfingum í 12.-17. sæti, þar á meðal hinni sænsku Madelene Sagström sem hlaut sama skor og Korda á báðum hringjum. How we stand at the halfway stage of the AIG Women's Open!https://t.co/X6tq4f6GW1#WorldClass pic.twitter.com/6DFM1e30Um— AIG Women s Open (@AIGWomensOpen) August 20, 2021 Sei-Young Kim frá Suður-Kóreu var jöfn þeim tveimur á toppnum eftir fyrsta hringinn en henni gekk betur en þeim Korda og Sagström í gær. Hún fór hringinn á höggi undir pari, og er því önnur á sex undir parinu í heildina, höggi á eftir efstu konum. Lizette Salas frá Bandaríkjunum er henni jöfn í 3.-4. sæti. Þar á eftir koma sjö kylfingar á fimm höggum undir pari, aðeins tveimur frá toppnum, og því ljóst að keppnin verður hörð á toppnum er þriðji hringur mótsins verður leikinn í dag. Keppni á Opna breska hefst klukkan 10:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Opna breska Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira