Körfubolti

Sinisa Bilic til liðs við nýliða Breiðabliks

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sinisa Bilic í leik með Val gegn KR á seinasta tímabili.
Sinisa Bilic í leik með Val gegn KR á seinasta tímabili. Vísir/Bára

Slóveninn Sinisa Bilic mun leika með nýliðum Breiðabliks á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá Val, en hann hefur einnig leikið með Tindastól í efstu deild á Íslandi.

Breiðablik tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni í dag, en þar kemur einnig fram að liðið hafi samið við þá Danero Thomas og Everage Richardson frá ÍR fyrr í sumar.

Bilic skilaði 13 stigum, fimm fráköstum og þrem stoðsendingum að meðaltali í leik á seinasta tímabili með Val.

Það er ljóst að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Breiðablik sem vann 1. deildina á seinasta tímabili og vann sér þannig inn sæti í Domino's deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.