Golf

Nítján ára vann yfirburðasigur á Akureyri - Tvö gull til GKG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslandsmeistarar 2021.
Íslandsmeistarar 2021. golf.is

Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari í golfi eftir frábæra frammistöðu á Jaðarsvelli á Akureyri undanfarna daga.

Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri.

Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag.

Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag.

Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari.

Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn

Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni.

Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari.

Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.