Körfubolti

Jón Axel fékk ekki að koma inn á í fyrsta leiknum í Sumardeild NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats og er að reyna að komast að í NBA-deildinni.
Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats og er að reyna að komast að í NBA-deildinni. Getty/Tony Quinn

Íslenski körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson er staddur í Las Vegas þessa dagana þar sem hann spilar með Phoenix Suns í Sumardeild NBA.

Fyrsti leikurinn var í nótt þar sem Phoenix Suns tapaði með einu stigi á móti Los Angeles Lakers, 73-72, eftir að hafa tapað lokaleikhlutanum með átta stigumn, 24-16.

Austin Reaves skoraði sigurkörfuna þegar hann náði sóknarfrákasti af þriggja stiga skoti og skilaði boltanum í körfuna 2,5 sekúndum fyrir leikslok.

Jón Axel fékk því miður ekkert að koma inn á í leiknum en hann var einn af fjórum ónotuðum varamönnum Suns liðsins. Jón fékk treyju númer sextán.

Jalen Smith var atkvæðamestur í liði Phoenix með 13 stig en Ty-Shon Alexander kom síðan með 11 stig inn af bekknum.

Smith lék með Phoenix á síðustu leiktíð en Alexander er að koma úr háskóla og var ekki valinn í nýliðavalinu.

Það er stutt á milli leikja hjá Phoenix Suns í þessar Sumardeild NBA í Las Vegas og Jón Axel fær vonandi að spila í nótt þegar liðið mætir Utah Jazz í öðrum leik sínum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×