Fleiri fréttir

Frá Barcelona til Leeds United

Enska knattspyrnufélagið hefur fest kaup á Junior Firpo, 24 ára gömlum vinstri bakverði, frá Barcelona. Skrifar hann undir fjögurra ára samning.

Hakimi genginn til liðs við PSG

Achraf Hakimi, 22 ára bakvörður, er genginn til liðs við Paris Saint-Germain frá Ítalíumeisturum Inter. Hakimi skrifaði undir fimm ára samning við frönsku risana.

Gri­ezmann til sölu ef Messi verður á­fram

Spænska knattspyrnuliðið Barcelona mun setja Antoine Griezmann á sölulista ef Lionel Messi ákveður að vera áfram í Katalóníu og semur við félagið á nýjan leik.

Írarnir Greal­ish og Rice í aðal­hlut­verki hjá enska lands­liðinu

Tveir af aðalmönnum enska landsliðsins voru hársbreidd frá því að velja Írland fram yfir England. Þeir Declan Rice og Jack Grealish spiluðu báðir fyrir yngri landslið Írlands og stefndu á að spila fyrir þá grænklæddu áður en enska knattspyrnusambandið hafði samband.

Leirvogsá er komin í gang

Leirvogsá er ein af þremur laxveiðiperlum höfuðborgarsvæðisins og nú eru þær góðu fréttir að berast að hún sé loksins komin í gang.

Reynslu­boltinn Beitir og ný­liðinn Árni Marinó magnaðir

Reynsluboltinn Beitir Ólafsson var frábær er KR ríghélt í 2-1 forystu manni færri gegn KA á Dalvíkurvelli í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Þá var nýliðinn Árni Marinó Einarsson grátlega nálægt því að tryggja ÍA stig í Fossvogi. Víkingur tryggði 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Spinazzola fór í aðgerð í Finnlandi

Ítalski landsliðsmaðurinn Leonardo Spinazzola verður ekki með liði sínu á móti Spáni í undanúrslitaleik EM á Wembley í kvöld. Hann gekkst undir aðgerð í gær.

Vill skrifa söguna: „Þýðir ekki að vera lítill í sér“

Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikinn hug í Valsmönnum fyrir komandi leiki liðsins við Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikur liðanna fer fram á miðvikudagskvöld.

Sá stærsti í sumar

Jökla hefur verið að koma sterk inn síðustu sumur og er að margra mati sú veiðiá sem á hvað mest inni á landinu.

Fyrirliði Barcelona til Manchester City

Vicky Losada, fyrirliði kvennaliðs Barcelona í fótbolta, hefur skrifað undir hjá Manchester City sem rétt missti af enska meistaratitlinum í vor. Hún snýr nú aftur til Englands eftir að hafa leikið áður með Arsenal.

Rúnar: Snérist um að verja markið

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur.

Ætla að opna hliðin upp á gátt

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag tilætlanir sínar um að opna fyrir ótakmarkaða aðgöngu áhorfenda á íþróttaviðburði frá og með 19. júlí. Búast má því við fullum völlum í ensku úrvalsdeildinni þegar nýtt tímabil hefst í ágúst.

Áfram í starfi þrátt fyrir vonbrigðin

Roberto Martínez, þjálfari belgíska karlalandsliðsins í fótbolta, mun halda starfinu þrátt fyrir vonbrigðin á yfirstandandi Evrópumóti þar sem Belgía féll úr keppni fyrir Ítalíu í 8-liða úrslitum um helgina.

Svekkjandi jafntefli hjá Davíð og félögum

Davíð Kristján Ólafsson og félagar hans í Álasundi gerðu markalaust jafntefli við Sandnes Ulf í norsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Liðið berst á meðal þeirra efstu í deildinni fyrir endurkomu í efstu deild.

Dramatískur sigur Eyjamanna

Tveimur leikjum er lokið í 10. umferð Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. ÍBV vann nauman sigur sem kemur sér vel fyrir þá í toppbaráttunni.

Kolbeinn brjálaður út í markvörðinn sem hafði af honum dauðafæri

Hvorki gengur né rekur hjá Gautaborg, liði íslenska landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Liðið þurfti að þola 1-0 tap fyrir Elfsborg á heimavelli í kvöld þar sem Kolbeinn fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn í lokin en markvörður Gautaborgar hafði það af honum.

Sagður á leið til Tyrklands

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er sagður á leið frá enska liðinu Arsenal til tyrkneska félagsins Altay Spor. Óvíst sé hvort um lánssamning eða kaup á Rúnari sé að ræða.

Seiglusigur liðs Brynjólfs

Kristiansund, lið Brynjólfs Andersen Willumssonar, vann góðan sigur 3-2 sigur á Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Stefna á Íslandsför þrátt fyrir smit

Kórónuveirusmit greindist í röðum írska liðsins Sligo Rovers sem mætir FH í evrópsku Sambandsdeildinni á fimmtudag. Aðrir leikmenn liðsins bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.

Leggja allt kapp á að halda Harry Kane

Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, segir félagið leggja allt kapp á að helda enska landsliðsframherjanum Harry Kane innan sinna raða.

Mark­vörður Lett­lands látinn að­eins 24 ára að aldri

Matiss Kivlenieks, markvörður Lettlands og Columbus Blue Jackets í NHL-deildinni í íshokkí, er látinn aðeins 24 ára að aldri. Aðeins rúmur mánuður er síðan Kivlenieks stóð í markinu er Lettland vann frækinn 2-0 sigur á Kanada á HM í íshokkí.

Sjá næstu 50 fréttir