Fleiri fréttir

Smá kropp í borgarvötnunum

Það eru þrjú vötn sem veiðimenn sækja mest í við höfuðborgina og á góðviðrisdögum einsog í gær var nokkuð fjölmennt við vötnin þegar líða tók á daginn.

„Áhyggjufullur“ yfir heilsu Mbappe

Óvíst er hvort að Kylian Mbappe, stórstjarna PSG, verði klár í slaginn er liðið mætir Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna

Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. ÍR var mest 17 stigum undir í seinni hálfleik en mest tveimur stigum yfir þegar á þurfti að halda. Lokatölur 97-95 í ótrúlegum leik í 20. umferð Dominos deildar karla.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 87-79 | Gestirnir í vondum málum

Það var fallegt vorkvöld í hlíðunum þar sem heimamenn í Val tóku á móti Haukum. Valsmenn fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og KR og Grindavík. Með sigri myndu þeir færast upp í fjórða sætið. Haukarnir á botninum fyrir leikinn en pakkinn þar er þéttur og allt getur gerst í lokaumferðunum.

Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur

Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik.

Umfjöllun: Stjarnan - ÍR 33-23 | Auðvelt hjá Stjörnunni

Stjarnan vann stóran sigur á fallliði ÍR 33-22 á heimavelli en með sigrinum komust þeir upp í 4. sæti deildarinnar með 21 stig. ÍR féll endanlega úr deildinni á föstudaginn og tekur því grill-66 deildin við á næsta tímabili.

Hugi biður Stojanovic afsökunar

Hugi Halldórsson, þáttarstjórnandi hlaðvarsþáttarins The Mike Show, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í þættinum í gærkvöldi.

Staðan versnar hjá Stóra Sam

Það eru ansi litlar líkur á því að WBA spili í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en WBA gerði 1-1 jafntefli við Wolves í fyrri leik dagsins.

Trúir enn á sigur í La Liga

Joan Laporta, forseti Barcelona, er viss um að Barcelona verði spænskur deildarmeistari vinni þeir þá leiki sem þeir eiga eftir.

Ísland einn fimm fastagesta en er í þriðja styrkleikaflokki

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á meðal þeirra 24 liða sem spila á EM í janúar á næsta ári, sem fram fer í Slóvakíu og Ungverjalandi. Ísland verður í næstneðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.

Meðalaldur markaskorara í 1. umferðinni 32,6 ár

Aðeins sjö mörk voru skoruð í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta og það voru reynsluboltarnir sem sáu um að skora þau. Engum leikmanni 29 ára og yngri tókst að koma boltanum í netið í 1. umferðinni.

Þórsarar þvertaka fyrir veðmálasvindl

Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún vísar ásökunum um veðmálasvindl í leik liðsins gegn Njarðvík í Domino's deild karla í gær á bug.

Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum

Valur verður Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í haust en nýliðarnir í Keflavík og Tindastól falla, ef marka má árlega spá félaganna tíu í deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.