Fleiri fréttir

Upphitun: Úrslitaleikur í skugga skandals

Manchester City og Tottenham Hotspur eigast við í úrslitaleik enska deildabikarsins klukkan 15:30 í dag. Þessi áhugaverða viðureign verður í beinni á Stöð 2 Sport 2, en það hefur töluvert gengið á hjá báðum félögum í vikunni.

Real varð af mikilvægum stigum

Real Madrid náði einungis í stig á heimavelli gegn Real Betis er liðin mættust í La Liga á Spáni í kvöld.

Salah í sögubækurnar

Mohamed Salah, framherji Liverpool, skrifaði í sögubækur liðsins með marki sínu í 1-1 jafnteflinu gegn Newcastle.

Kórdrengir lögðu Selfoss og Ólsarar skoruðu 18

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. Hæst ber að Kórdrengir unnu Selfoss í Lengjudeildarslag og Víkingur frá Ólafsvík skoraði 18 mörk gegn Gullfálkanum.

Watford upp í úrvalsdeildina eftir stutt stopp

Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að ári með 1-0 sigri á Millwall, félagi Jóns Daða Böðvarssonar. Watford fer því upp eftir aðeins eina leiktíð í Championship-deildinni.

Berglind hélt hreinu en Hallbera í tapliði

Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebrö sem vann 1-0 sigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta síðdegis. AIK, lið Hallberu Gísladóttur, þurfti að þola tap.

Bjarni og félagar í úrslit eftir Íslendingaslag

Skövde, félag Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, sópaði Íslendingaliði Kristianstad í undanúrslitum úrslitakeppninnar í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Sävehof bíður þeirra í úrslitum.

Bayern mistókst að tryggja sér titilinn

Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum.

Ekki frammistaða sem verðskuldar Meistaradeildarsæti

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ósáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um er að ræða annan leikinn í röð þar sem Liverpool fær á sig jöfnunarmark undir lok leiks.

Rúnar skoraði eitt í tapi

Ribe-Esbjerg þurfti að þola tveggja marka tap, 31-29, fyrir Frederica í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Rúnar Kárason og Daníel Þór Ingason eru í liði Ribe-Esbjerg.

Sveindís hetjan er Sif sneri aftur

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sigurmark Kristianstad í 2-1 sigri á Djurgården í 2. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Þrjár íslenskar landsliðskonur voru í eldlínunni.

Ævintýralegar lokamínútur á Anfield

Joe Willock tryggði Newcastle stig með marki í uppbótartíma gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 1-1 urðu úrslit leiksins eftir dramatískan lokakafla.

„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni.

90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt

Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar.

Kane og De Bruyne í kapphlaupi við tímann

Bæði Kevin De Bruyne og Sergio Agüero gætu verið með Manchester City er liðið mætir Tottenham Hotspur í úrslitaleik enska deildabikarsins á morgun. Þá vonast Tottenham-menn til að fyrirliði liðsins Harry Kane verði með.

Tiger kominn á fætur með traustan vin sér við hlið

Kylfingurinn Tiger Woods var aftur mættur á golfvöllinn í gær eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi í febrúar. Woods var þó ekki að slá, enda á hækjum eftir að hafa fótbrotnað illa í slysinu.

Westbrook hrellti gömlu félagana

Leikstjórnandinn Russell Westbrook heimsótti gamlan heimavöll og náði í 28. þreföldu tvennu sína á leiktíðinni er hann fór fyrir Washington Wizards í 129-109 sigri á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. Sjö leikir fóru fram vestanhafs.

Hörð mót­mæli fyrir utan Emira­tes-völlinn í kvöld

Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni.

Val­geir leikur með HK í sumar

HK hefur heldur betur fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Pepsi Max-deild karla. Valgeir Valgeirsson, besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, mun leika með uppeldisfélagi sínu í sumar. HK greindi frá þessu í kvöld.

Slysa­legt sjálfs­mark Leno tryggði E­ver­ton sigur

Everton vann 1-0 útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þökk sé einkar skrautlegu sjálfsmarki þýska markvarðarins Bernd Leno. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn í liði Everton.

Sjá næstu 50 fréttir