Körfubolti

Erfitt að æfa eins og skepna þegar maður veit ekki fyrir hvað

Andri Már Eggertsson skrifar
Hörður Axel er ánægður með að boltinn sé farinn aftur að rúlla
Hörður Axel er ánægður með að boltinn sé farinn aftur að rúlla Vísir/Bára

Keflavík léku á alls oddi í Blue Höllinni í kvöld þegar Stjarnan mætti í heimsókn og unnu risa sigur 100 - 81. 

Hörður Axel Vilhjálmsson leikstjórnandi Keflavíkur var frábær í kvöld og skilaði tvöfaldri tvennu. Hörður gerði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar. 

„Ég get ekki sagt að við vorum að svara fyrir tapið þegar liðin mættust í Garðabænum en það sat þó í okkur, við horfum á Stjörnuna sem mikla keppinauta og vorum því vel gíraðir í kvöld," sagði Hörður Axel kátur með sigurinn.

Hörður viðurkenndi það að þetta hefur verið sérstakt mót þar sem mótið hefur litast af pásum vegna kórónuveirunnar. 

„Við höfum nú farið í gegnum þrjú undirbúningstímabil og er maður því mjög þakklátur við að vera spila körfubolta. Það er erfitt að vera að æfa líkt og skepna en vita ekki fyrir hvað einusinni."

„Ég var ánægður með leikinn frá upphafi til enda, við höfum verið í vandræðum með að sjóða saman góðan leik frá upphafi til enda og er það sem mér fannst standa upp úr." 

Hörður var ánægður með hvernig liðið mætti í seinni hálfleikinn og lokaði á þá hluti sem Stjarnan var að gera vel í fyrri hálfleik. 


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×