Golf

Tiger kominn á fætur með traustan vin sér við hlið

Valur Páll Eiríksson skrifar
Woods segir hundinn Bugs reynast sér vel í endurhæfingunni.
Woods segir hundinn Bugs reynast sér vel í endurhæfingunni. Getty Images/Mike Ehrmann

Kylfingurinn Tiger Woods var aftur mættur á golfvöllinn í gær eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi í febrúar. Woods var þó ekki að slá, enda á hækjum eftir að hafa fótbrotnað illa í slysinu.

Woods missti stjórn á bíl sínum á hraðbraut í Kaliforníu þann 23. febrúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði illa og þurfti vegna þess að fara í aðgerð. Hann birti fyrstu myndina af sér eftir slysið í gærkvöld þar sem hann sést á hækjum ásamt hundi sínum, Bugs.

„Golfbrautin mín er á betri leið en ég. En það er gott að hafa traustan endurhæfingarfélaga sér við hlið, besti vinur mannsins.“ segir Woods við myndina sem hann deildi á Instagram í gærkvöld.

Woods er á meðal sigursælustu kylfinga sögunnar. Hann hefur unnið 15 risatitla, síðast Masters-mótið árið 2019, og deilir meti Sam Snead yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni, 82 talsins.


Tengdar fréttir

Tiger þakkaði þeim sem mættu fyrst á slysstað

Tiger Woods sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að hraðakstur væri meginorsök bílslyssins sem hann slasaðist alvarlega í, 23. febrúar síðastliðinn.

Woods var á tvö­földum há­marks­hraða þegar hann ók út af

Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×