Fleiri fréttir

Real í úrslit í fyrsta sinn í tólf ár

Tólf ára bið Real Madríd eftir tíunda Evrópumeistaratitlinum gæti senn verið á enda en liðið komst auðveldlega í úrslitaleikinn með 4-0 sigri gegn ríkjandi meisturum Bayern München í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum

Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti.

KR mun spila gegn Val á gervigrasinu í Laugardal

"KR-völlurinn hefur ekki verið svona slæmur í mörg ár," segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Vísi en það virðist ekki vera nokkur von til þess að leikið verði á KR-velli á sunnudag.

Kiel dróst gegn Veszprem

Í morgun var dregið í undanúrslit í Meistaradeildinni í handbolta. Þýsk lið gætu mæst í úrslitaleiknum.

Spennandi starf gæti lokkað Kristján út

FH skreið inn í úrslitakeppni Olís-deildar karla en er nú aðeins einum sigri frá því að senda deildarmeistara Hauka í sumarfrí. Það hefur orðið stökkbreyting á leik FH-liðsins síðan Kristján Arason kom til þess að aðstoða þjálfarateymið.

Bale klár í slaginn gegn Bayern

Bayern þarf að skora tvö gegn Real Madrid til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað árið í röð en stórliðin mætast á Allianz-vellinum í kvöld.

Kærður veiðimaður segist brenna á altari sértrúarsafnaðar

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum kærði rangan mann vegna dráps á urriða. Maðurinn sem veiddi fiskinn segist hafa keypt leyfi á Kárastöðum og hafnar því að þjóðgarðurinn geti sett veiðireglur fyrir landi jarðarinnar. Gott verði að skera úr um málið.

Vífilstaðavatn hrekkur í gang

Vífilstaðavatn er líklega ásamt Elliðavatni vinsælasta veiðivatn höfuðborgarbúa enda liggur vatnið í túnjaðrinum hjá Garðbæingum.

Spá FBL og Vísis: Valur hafnar í 5. sæti

Valsmenn sigldu lygnan sjó í Pepsi-deildinni á síðasta ári og samkvæmt spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis verður niðurstaðan sú sama hjá Valsmönnum í haust.

75 ára afmælisfagnaður SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður 75 ára laugardaginn 17. maí nk. og af því tilefni verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði næstu vikur.

Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld.

Ragnar samdi við Sundsvall Dragons

Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld.

Red Bull gæti ógnað Mercedes fljótlega

Spænski kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn snúast meira um að hafa mikið niðurtog en hraða. Öfugt við fyrstu fjórar keppnir tímabilsins, þar sem Mercedes liðið hefur haft algjöra yfirburði.

Phillips leggur skóna á hilluna

Markamaskínan Kevin Phillips hjálpaði Leicester City að komast upp í ensku úrvalsdeildina í vetur en hann mun ekki spila með þeim þar.

Guardiola vill sjá Ribery reiðan á vellinum

Það verða eflaust mikil læti á Allianz-vellinum í München á morgun þegar Bayern tekur á móti Real Madrid í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Markaþættir eftir allar umferðir Borgunarbikarsins

Í dag skrifuðu Borgun, KSÍ og Stöð 2 Sport undir nýjan samstarfssamning varðandi bikarkeppni KSÍ. Það verður því keppt um Borgunarbikarinn til ársins 2015. Stöð 2 Sport ætlar sér að sinna keppninni af fullum krafti.

Del Piero hættur hjá Sydney

Glæsilegum ferli Ítalans Alessandro del Piero gæti verið lokið. Það hefur nú verið staðfest að hann spili ekki áfram með Sydney FC í ástralska boltanum.

Magic vill kaupa LA Clippers

Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.

Gera stólpagrín að Gerrard á netinu

Hrikaleg mistök Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, í leiknum gegn Chelsea í gær glöddu marga netverja sem hafa farið mikinn í að stríða Gerrard og Liverpool-mönnum á netinu.

Neymar: Við erum öll apar

Það vakti heimsathygli í gær þegar Dani Alves, leikmaður Barcelona, tók bita af banana sem var hent að honum í leik Barcelona í gær.

Sjá næstu 50 fréttir