Körfubolti

Magic vill kaupa LA Clippers

Magic Johnson.
Magic Johnson. vísir/getty
Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.

Sterling var ekki hrifinn af því að kona skyldi auglýsa vinskap sinn við svertingja með því að setja myndir af þeim á Instagram. Þar af var mynd af henni með Magic sem fór fyrir brjóstið á Sterling.

Magic, Michael Jordan og Obama Bandaríkjaforseti hafa allir sent Sterling tóninn og Magic sagði hreinlega að það ætti að taka félagið af honum.

Svo gæti farið að Magic afgreiði það mál sjálfur. Hann er nefnilega til í að kaupa Clippers af Sterling samkvæmt heimildum Yahoo.

Körfuboltagoðsögnin er nefnilega vel studd af milljarðamæringunum í Guggenheim Partners-fjárfestingahópnum.

Magic er aftur á móti goðsögn hjá LA Lakers og átti í félaginu um tíma. Margir aðdáendur hans þar yrðu líklega ekki hrifnir ef hann keypti nágrannaliðið.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×