Körfubolti

Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins

Leikmenn Clippers í æfingatreyjunum öfugum svo það sæist ekki í merki félagsins.
Leikmenn Clippers í æfingatreyjunum öfugum svo það sæist ekki í merki félagsins. vísir/ap
Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði.

Hinn áttræði Sterling náðist á upptöku þar sem hann gagnrýndi konu fyrir að láta mynda sig með svörtu fólki og setja myndirnar á Instagram.

"Það truflar mig mjög mikið að þú sért að auglýsa svona þinn vinskap við svertingja. Er það alveg nauðsynlegt?" er meðal þess sem Sterling sagði við konuna.

Hún tók meðal annars mynd af sér með Magic Johnson og birti á Instagram. Johnson sagði að það ætti að taka félagið af Sterling.

Fjölmargir hafa stigið fram og gagnrýnt Sterling harkalega. Þar á meðal Barack Obama Bandaríkjaforseti.

Leikmenn liðsins gagnrýndu eiganda sinn síðan á táknrænan hátt er þeir hituðu upp í æfingatreyjunum öfugum svo það sæist ekki í merki félagsins. Þeir eru flestir dökkir á hörund rétt eins og meirihluti leikmanna NBA-deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×