Svo gæti farið að fyrsti leikur Íslandsmeistara KR verði ekki spilaður á heimavelli þeirra í Frostaskjóli en KR-völlurinn kemur illa undan vetri eins og flestir aðrir vellir á höfuðborgarsvæðinu.
Ástand valla í höfuðborginni er ekki gott og tilkynnti ÞórirHákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, á blaðamannafundi í síðustu viku að undanþágur verði gerðar hvað varðar vallarmál í fyrstu umferðum Pepsi-deildarinnar.
„Við erum ekki alveg búnir að loka á það að spila í Frostaskjólinu en við ætlum aðeins að bíða og sjá. Ég hallast samt frekar að því að við færum leikinn. Völlurinn er allur að koma til en hann verður að vera leikhæfur,“ segir JónasKristinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, við Fréttablaðið.
Jónas vildi ekki staðfesta að KR hefði rætt við KSÍ um að færa leikinn á gervigrasið í Laugardal þar sem liðið mætti Fram í Meistarakeppni KSÍ á sunnudaginn. Hann sagði þó að KR-ingar væru hrifnari af því að spila utandyra.
Fram spilar fyrstu heimaleiki sína á gervigrasinu en sá fyrsti á móti ÍBV fer fram á sunnudaginn klukkan 16.00. Svo gæti farið að Pepsi-deildartvíhöfði fari fram þar á sunnudaginn ef KR færir leikinn þangað en KR mætir Val klukkan 19.15 á sunnudag.
Tvíhöfði í Pepsi-deildinni á gervigrasinu í Laugardal í fyrstu umferð?

Tengdar fréttir

Laugardalsvöllur lítur illa út
Ólíkegt er að Fram spili á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 4. maí næstkomandi.

Dúkur yfir Dalnum | Áfram reynt að endurlífga völlinn
Hvítur dúkur liggur yfir Laugardalsvelli sem er í hræðilegu ástandi en vallarstarfsmenn í Dalnum vinna nú hörðum höndum að því að koma honum í stand eins fljótt og hægt er.

Þarf að lífga grasið í Laugardalnum við
Þjóðarleikvangurinn mjög illa farinn eftir erfiðan vetur en unnið er í honum.Óvíst hvort Framarar fái að spila heimaleik á Laugardalsvelli í maímánuði.