Fleiri fréttir

Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell

Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið.

Patrekur stýrði Austurríki til sigurs á móti Rússum

Íslenska handboltalandsliðið má tapa með fjórum mörkum á móti Þjóðverjum á eftir og samt vinna æfingamótið í Þýskalandi. Þetta varð ljóst eftir að Austurríki vann eins marks sigur á Rússum, 31-30, í fyrri leik dagsins.

Bony skaut Swansea áfram á Old Trafford

Wilfried Bony skoraði sigurmark Swansea gegn Manchester United í uppbótartíma á Old Trafford í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Fabio, vinstri bakvörður Manchester United fékk rautt spjald þegar stutt var til leiksloka og náðu gestirnir að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins.

Norðmenn töpuðu líka fyrir Katar

Það gengur ekki vel hjá norska handboltalandsliðinu á æfingamótinu í Frakklandi. Liðið tapaði stórt á móti Dönum í gær og í dag töpuðu Norðmenn með sjö mörkum á móti Katar.

Gylfi langlaunahæsti íslenski íþróttamaðurinn

Gylfi Þór Sigurðsson, nýkrýndur Íþróttamaður ársins og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, er annað árið í röð launahæsti íslenski íþróttamaðurinn en Viðskiptablaðið hefur tekið þetta saman.

Mourinho skorar á enska þjálfara

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að enskir knattspyrnustjórar myndu læra mikið af reynslunni að prófa að þjálfa í öðrum löndum.

Fyrsta þrenna Alexis Sánchez fyrir Barcelona

Barcelona er komið aftur á toppinn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-0 heimasigur á Elche í dag. Sílemaðurinn Alexis Sánchez skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Barcelona en hann hefur verið hjá félaginu í þrjú ár.

Stórliðin sluppu við hvort annað

Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar rétt í þessu og sluppu öll stórliðin vel. Chelsea gæti mætt Stoke á heimavelli í eina úrvalsdeildarslag umferðarinnar nái þeir að leggja Derby á iPro stadium en leikurinn var að hefjast rétt í þessu.

Obi Mikel skoraði með fyrirliðabandið

John Obi Mikel sem fékk fyrirliðabandið í seinni hálfleik skoraði í sínum þrjú hundruðasta leik fyrir Chelsea í 2-0 sigri gegn Derby í ensku bikarkeppninni í dag. Með sigrinum tryggði Chelsea sæti sitt í fjórðu umferð bikarkeppninnar þar sem þeir mæta Stoke á heimavelli.

Mikil óvissa um þátttöku Anders Eggert á EM

Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar í aðdraganda EM karla í handbolta. Vinstri hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Anders Eggert eru báðir meiddir á kálfa og óvíst hvort þeir geti spilað á Evrópumótinu sem hefst eftir eina viku.

Aron á óskalista Mark Hughes

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke City, er á höttunum eftir Aroni Jóhannessyni, framherja AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins samkvæmt Sunday People.

Fótboltaheimurinn minnist Eusébio sem lést í nótt

Eusébio, einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og stærsta fótboltastjarna Portúgals fyrir komu Cristiano Ronaldo, er látinn 71 árs að aldri. Eusébio fékk hjartaáfall samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum.

NFL: Dýrlingarnir sigruðu á dramatískan hátt

Indianapolis Colts og New Orleans Saints sigruðu leiki sína í Wildcard umferðinni í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Sigur Saints var fyrsti sigur liðsins á útivelli í sögunni í úrslitakeppninni.

NBA: Auðvelt í San Antonio

San Antonio Spurs fór hamförum gegn Los Angeles Clippers í öruggum sigri liðsins í NBA-deildinni í nótt. Sigurinn var síst of stór en Spurs leiddi með 35 stigum í hálfleik. Gestirnir frá Los Angeles reyndu nokkur áhlaup í seinni hálfleik en komust aldrei nálægt forskoti Spurs.

Haukur valinn í úrvalslið desembermánaðar

Haukur Helgi Pálsson er að standa sig vel með Breogán í spænsku b-deildinni í körfubolta og íslenski landsliðsmaðurinn var á dögunum valinn í úrvalslið desembermánaðar í deildinni.

Á svellið stelpur! - nýtt átak fyrir norðan

Krulludeild Skautafélags Akureyrar vill fá fleiri konur í íþróttina og menn þar á bæ ætlar líka að gera eitthvað í því. Krulludeildin stendur nú fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.

Aspas opnaði markareikning sinn í sigri

Iago Aspas opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool í 2-0 sigri á Oldham í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Aspas skoraði þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og var óheppinn að bæta ekki við stuttu seinna þegar skalli hans hafnaði í stönginni.

Nottingham Forest slátraði West Ham

Nottingham Forest slátraði úrvalsdeildarliði West Ham United 5-0 í ensku bikarkeppninni á The City Ground í Nottingham í dag. Jamie Paterson átti stórleik í liði Forest, ásamt því að skora þrjú mörk krækti hann í víti á upphafsmínútum leiksins.

Adam Scott fékk fimm fleiri atkvæði en Tiger

Ástralski kylfingurinn Adam Scott og Inbee Park frá Suður-Kóreu voru valin karl- og kvenkylfingur ársins 2013 af Golf Writers Association of America, Samtökum golffréttamanna í Bandaríkjunum.

Danir fóru illa með Norðmenn í kvöld

Danir eru greinilega komnir í EM-gírinn því þeir slátruðu Norðmönnum á æfingamóti í Frakklandi í kvöld. Danska liðið vann þá tólf marka sigur á Norðmönnum, 34-22, eftir að hafa farið illa með norska liðið í seinni hálfleik.

Algjört hrun í lokaleikhlutanum

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í CB Valladolid töpuðu stórt á heimavelli á móti Gipuzkoa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Gipuzkoa vann þarna 19 stiga sigur, 83-64.

Ásdís færði ÍSÍ áritaða mynd af sér

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir kom í heimsókn á Skrifstofu Íþróttasambands Íslands í gær og færði sambandinu gjöf en þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ.

Solskjær: Fullkomin byrjun

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Cardiff City til sigurs í dag í fyrsta leiknum sínum sem knattspyrnustjóri Arons Einars Gunnarssonar og félaga. Cardiff vann þá 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti Newcastle í 3. umferð enska bikarsins.

Jón Arnór missti af sjötta leiknum í röð

Jón Arnór Stefánsson gat ekki spilað með CAI Zaragoza í kvöld þegar liðið tapaði með sjö stigum á heimavelli á móti Real Madrid, 68-75, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór er enn að ná sér að meiðslum og var sárt saknað í spennuleik.

Walcott brosti á sjúkrabörunum og sýndi stöðuna

Theo Walcott var borinn af velli þegar Arsenal komst áfram í 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í kvöld eftir sannfærandi 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham. Walcott leyfði sér samt að brosa á börunum þegar hann var borinn af velli.

Lewandowski skrifaði undir fimm ára samning við Bayern

Pólski landsliðsframherjinn Robert Lewandowski hefur gengið frá fimm ára samningi við þýsku meistarana í Bayern Munchen og mun því fara til liðsins í sumar. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins í kvöld.

Björninn burstaði SR í Reykjavíkurslagnum

Björninn byrjar árið vel í íshokkíinu því liðið vann 11-1 stórsigur á Skautafélagi Reykjavíkur í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal. Björninn er með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Snorri Steinn þurfti að fara í markið

Það hefur vakið athygli á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi að Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, lætur útileikmenn spila í "hlutverki" markmanns þegar íslenska liðið lendir manni færri.

Koke skaut Atlético upp fyrir Barcelona

Atlético Madrid er komið með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Málaga í kvöld. Barcelona getur náð toppsætinu á ný með sigri á Elche á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir