Fleiri fréttir

Orkuverið gekk Chelsea úr greipum

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea þarf að leita að nýrri staðsetningu fyrir nýjan leikvang sinn. Malasískt fyrirtæki hafði betur í baráttunni við Lundúnarliðið í útboði Battersea-orkuversins þar sem nýi leikvangurinn átti að rísa.

Einar Þorvarðarson: Höfum ekki sótt um að halda keppnina

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri Handknattleikssambands Íslands, segir það túlkun Evrópska handknattleikssambandsins að HSÍ hafi sótt um að halda EM kvenna í desember. HSÍ hafi hins vegar aðeins sent tvær fyrirspurnir til EHF.

Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá

"Rétt fyrir klukkan tíu hlýnaði verulega allt í einu. Þá fór einfaldlega allt af stað, og með ólíkindum að fylgjast með náttúrunni. Laxinn helltist einfaldlega inn á Eyrina og laxinn stökk og djöflaðist."

21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun"

Fjórir laxar veiddust fyrir hádegi í Blöndu í dag og lauk opnunarhollið því veiðinni með því að landa 21 laxi. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-Á, er himinlifandi með opnunina.

Elín Metta í landsliðshópi Sigurðar Ragnars

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt 22 manna hóp fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM 2013.

Fanndís og Sandra María verðlaunaðar

Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki og Sandra María Jessen í Þór/KA hlutu viðurkenningar Félags áhugafólks um kvennaknattspyrnu fyrir frammistöðu sína á tímablinu.

Ólympíufarar Ástrala teknir á teppið

Áströlsku sundkapparnir Nick D'Arcy and Kenrick Monk hafa verið kallaðir á teppið hjá Sundsambandi Ástralíu eftir myndir sem þeir birtu á Fésbókinni.

Stefán Már og Þórður Rafn í gegnum niðurskurðinn

Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, eru komnir í gegnum niðurskurðinn á Land Fleesensee Classic-mótinu í Þýskalandi. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

Nadal í undanúrslit í París

Spánverjinn Rafael Nadal lagði landa sinn Nicolas Almagro nokkuð örugglega að velli í fjórðungsúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis í gær.

Oklahoma í úrslit eftir fjórða sigurinn í röð

Oklahoma City Thunder tryggði sér í nótt sigur í vesturdeild NBA-körfuboltans og um leið sæti í úrslitaeinvíginu með 107-99 heimasigri á San Antonio Spurs. Oklahoma vann einvígið gegn San Antonio 4-2.

Róbert farinn frá Löwen: Ég felldi ekki mörg tár

Eftir mikla bekkjarasetu hjá Rhein Neckar-Löwen í Þýskalandi hefur Róbert Gunnarsson gengið til liðs við franska félagið Paris Handball. Minnstu munaði að Parísarliðið félli úr efstu deild en það ætlar sér stóra hluti næsta vetur.

Kári: Gæti vel hugsað mér að spila í Kína

Kári Árnason veltir fyrir sér næsta áfangastað en samningur landsliðsmannsins við skoska félagið Aberdeen rann út um mánaðamótin. Kára var vel tekið í Skotlandi og þótti standa sig afar vel. Stuðningsmenn Aberdeen vildu ólmir halda Kára en félagið hafði ekki fjárráð til þess.

Kubica fer í enn eina aðgerðina

Pólski ökuþórinn Robert Kubica hefur nú farið í enn eina aðgerðina vegna meiðslana sem hann hlaut í rallýslysi í byrjun árs 2011.

Kristianstad og Malmö áfram í bikarnum

Sjö leikir fóru fram í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í sænska boltanum í gær. Íslendingaliðin Kristianstad og LdB Malmö komust áfram í átta liða úrslit keppninnar. Kif Örebro og Djurgården féllu hins vegar úr leik.

Fram skreið áfram í bikarnum - myndir

Pepsi-deildarlið Fram komst heldur betur í hann krappann í kvöld er 1. deildarlið Hauka kom í heimsókn. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Fram hafði betur.

Úrslit kvöldsins í Borgunar-bikarnum

Sjö leikir fóru fram í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, Borgunar-bikarsins, í kvöld og voru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskránni.

Snjallsímar orðnir plága á golfmótum

Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína.

Coulthard segir Schumacher geta unnið í Montréal

Kanadíski kappaksturinn fer fram um næstu helgi í Montréal. Brautin liggur á manngerðri eyju sem byggð var í tengslum við Ólympíuleikana þar 1976. Árið 1978 var fyrsti kanadíski kappaksturinn haldinn á brautinni því Mosport-brautin, þar sem kappaksturinn hafði áður verið haldinn, var talin of hættuleg.

Prandelli íhugar að nota De Rossi í þriggja manna varnarlínu

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Ítalíu í knattspyrnu, veltir alvarlega fyrir sér að stilla Daniele De Rossi upp í þriggja manna varnarlínu liðsins. Prandelli er mikill vandi á höndum en vandræðagangur landsliðsins undanfarnar vikur hefur verið með ólíkindum.

Íslenska karlalandsliðið stendur í stað

Engin breyting hefur orðið á stöðu karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu á styrkleikalista FIFA en nýr listur var birtur í morgun. Ísland situr sem fyrr í 131. sæti listans.

Sharapova í undanúrslit

Maria Sharapova frá Rússlandi tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis. Sharapova lagði hina eistnesku Kaiu Kanepi í tveimur settum, 6-2 og 6-3.

Andri Þór og Baldock í banni í bikarnum

George Baldock, miðjumaður ÍBV, og Andri Þór Jónsson, varnarmaður Fylkis, verða fjarri góðu gamni í bikarleikjum liðanna í vikunni. Kapparnir taka út leikbann í leikjum liða sinna.

Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld

Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinn í Blöndu í dag og hafa nú veiðst 18 laxar í ánni. Mjög kalt var í veðri og aðstæður því ekki beint ákjósanlegar til veiða.

Chris Hughton fær leyfi til að ræða við Norwich

Birmingham City hefur gefið stjóra sínum Chris Hughton leyfi til þess að ganga til viðræðna við Norwich City. Kanarífuglarnir eru í leit að nýjum stjóra eftir að Paul Lambert tók við stjórastöðunni hjá Aston Villa.

Sjá næstu 50 fréttir