Sport

Ólympíufarar Ástrala teknir á teppið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin umtalaða.
Myndin umtalaða.
Áströlsku sundkapparnir Nick D'Arcy and Kenrick Monk hafa verið kallaðir á teppið hjá Sundsambandi Ástralíu eftir myndir sem þeir birtu á Fésbókinni.

Á myndinni sjást kapparnir, sem verða fulltrúar Ástrala á Ólympíuleikunum í London, stilla sér upp með skotvopn.

„Þessar færslur sem birtust í dag en kjánalegar og óviðeigandi hjá liðsmönnum ástralska Ólympíuliðsins," segir í yfirlýsingu frá Sundsambandi Ástrala.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagarnir sem eru 24 ára hafa komið sér á forsíður blaðanna vegna vafasams athæfis.

D'Arcy var vísað úr Ólympíuhópi Ástrala á leikunum í Peking árið 2008 fyrir að ráðast á landa sinn, þrístökkvarann Simon Cowley.

Monk tjáði lögreglu á síðasta ári að ráðist hefði verið á hann en viðurkenndi síðar að hafa fallið af hjólabretti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×