Fleiri fréttir

Skyndiákvörðun að koma heim

„Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný.

Atli: Ég er alls ekki markagráðugur

„Það er ekki oft sem maður vinnur svona stórt í efstu deild. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Þetta er sérstakt," segir Atli um stórsigurinn gegn Fylki, 8-0, sem vakti mikla athygli.

Svona var baráttan við fyrsta lax sumarsins

Barátta Bjarna Júlíussonar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, við fyrsta lax sumarsins var eftirminnileg þeim sem fylgdust með. Myndband af viðureigninni fylgir fréttinni.

Bosh gæti spilað með Miami í nótt

Það er ansi mikið undir í nótt þegar leikur fimm hjá Miami Heat og Boston Celtics fer fram. Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2. Miami vann fyrstu tvo leikina en Boston vann tvo næstu sem ekki margir áttu von á.

Fjölmiðlar munu ekki eyðilegga vinskap okkar Ronaldo

Brasilíumaðurinn Marcelo hjá Real Madrid vill greinilega ekki komast í ónáð hjá liðsfélaga sínum Cristiano Ronaldo því hann hefur haft fyrir því að láta leiðrétta orð sem hann á að hafa sagt um Lionel Messi.

Tap fyrir Aserum á KR-velli - myndir

Íslenska U-21 árs liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í undankeppni EM 2013. Liðið tapaði öðru sinni fyrir Aserum í kvöld.

Björn: Við erum með langbesta liðið í þessum riðli

"Það er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir tapið gegn Aserbaídsjan í kvöld. Ísland er í langneðsta sæti riðilsins og hefur tapað í tvígang fyrir Aserum.

Frakkar léku sér að Eistunum

Frakkar voru í mun meira stuði í kvöld en þegar þeir tóku á móti Íslendingum um daginn. Að þessu sinni tóku þeir á móti Eistum og völtuðu yfir þá, 4-0.

Montreal hætt við Ballack og snýr sér að Seedorf

Montreal Impact, sem leikur í MLS-deildinni, segir litlar líkur á því að Þjóðverjinn Michael Ballack gangi til liðs við félagið. Montreal, sem er á sínu fyrsta ári í deildinni, reynir nú eftir fremsta megni að styrkja lið sitt.

Dave Whelan er grínisti

Ian Ayre, framkvæmdastjóri Liverpool, er allt annað en ánægður með Dave Whelan, stjórnarformann Wigan, og er byrjaður að kalla hann grínista vegna hegðunar sinnar í stjóraleit Liverpool.

Byrjunarlið U-21 árs liðsins í kvöld

Eyjólfur Sverrisson,landsliðsþjálfari íslenska U-21 árs liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Aserbaidsjan sem fram fer á KR-velli klukkan 19.15.

Stosur í undanúrslit eftir sigur á Cibulkovu

Samantha Stosur frá Ástralíu tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í tveimur settum, 6-4 og 6-1.

U21 árs liðið spilar leikkerfið 4-4-2

Íslenska U21 árs landslið karla mætir Aserum í undankeppni Evrópumótsins á KR-velli í kvöld. Íslenska liðið mun spila leikkerfið 4-4-2 líkt og A-landslið karla.

PSG með risatilboð í Zlatan

Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að franska knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain hafi gert 40 milljóna evru boð eða sem nemur sex og hálfum milljarði íslenskra króna í sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan.

Paul Pogba mættur til Tórínó

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er mættur Tórínó og bendir flest til þess að hann gangi frá samningi við Juventus.

Helga Margrét segir skilið við Agne Bergvall

Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vésteini Hafsteinssyni umboðsmanni hennar.

Oklahoma í kjörstöðu eftir sigur í San Antonio

Oklahoma City Thunder vann 108-103 sigur á San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Oklahoma leiðir í einvíginu 3-2 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.

Þórunn Helga: Fríða dritaði á mig tölvupóstum

Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu.

Manchester United landar Kagawa

Fátt getur komið í veg fyrir að Shinji Kagawa gangi til liðs við Manchester United frá Borussia Dortmund. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið auk þess sem kaup og kjör Kagawa hjá enska félaginu eru frágengin.

Fyrsti dagurinn gaf 26 laxa!

Opnunardagurinn var gjöfull, bæði í Borgarfirðinum og fyrir norðan. Þegar veiðimenn komu í hús eftir veiðar í Blöndu var afraksturinn 10 laxar, sá stærsti 17 pund. Í Norðurá gaf seinni vaktin fimm laxa en ellefu komu á land í morgun.

Sex laxar komnir á land í Blöndu

Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund.

Fyrsti laxinn kom í Norðurá

Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, landaði fyrsta laxi sumarsins í Norðurá klukkan 7.22 í morgun. Þetta var um 10 punda hrygna og tók hún rauða Black Eyed Prawn, sem er eins og rauður Frances með svörtum augum.

Þrír laxar á land í Blöndu í morgun

Tveir nýgengnir laxar og einn hoplax að auki hafa fengist í morgun við opnun svæðis 1 í Blöndu. Þetta kemur fram á agn.is. Hermann Svendsen veiddi fyrsta laxinn.

Eden Hazard: Hvers vegna ekki Chelsea?

Knattspyrnumaðurinn Eden Hazard, nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að eftir sigur Chelsea í Meistaradeild Evrópu hafi hann hugsað með sér: "Hvers vegna ekki Chelsea?“

Eyðir ekki tímanum í aðrar skepnur

"Ég held að það verði nú ekki mikil aflabrögð ef það verða óvanir menn við veiðar þarna," segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem í fyrsta skipti í háa herrans tíð er ekki við veiðar við opnun Blöndu í dag.

Besti grasvöllur í Noregi eyðilagður

Matthías Vilhjálmsson hefur farið á kostum það sem af er tímabili með Start í Noregi. Matthías, sem er í láni hjá norska liðinu frá FH, hefur skorað sjö mörk í tíu leikjum Start sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar fjögurra vikna frí er farið í hönd.

Valssigur í Vesturbænum - myndir

KR-stúlkur eru enn án sigurs í Pepsi-deild kvenna eftir 1-2 tap gegn Val á heimavelli í kvöld. Valur aftur á móti í fimmta sæti deildarinnar.

Sigrar hjá Stjörnunni og Selfossi

Íslandsmeistarar Stjörnunnar komust upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna og Selfoss komst upp í fimmta sætið með sigri á Aftureldingu. Stjarnan lagði FH af velli í Garðabæ.

Sjá næstu 50 fréttir