Fleiri fréttir

Lionel Messi afgreiddi Brassana - skoraði þrjú í 4-3 sigri

Lionel Messi skoraði þrennu og þar á meðal sigurmarkið þegar Argentína vann 4-3 í mögnuðum leik á móti Brasilíu í kvöld en leikurinn íor fram í New Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. Sjö mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í þessum "vináttulandsleik" nágrannanna.

Bert van Marwijk: Þetta var augljós vítaspyrna

Bert van Marwijk, þjálfari Hollands og Mark van Bommel, fyrirliði hollenska liðsins, voru allt annað en sáttir eftir tapið á móti Dönum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins en Danir skoruðu eina markið og tóku þar með öll þrjú stigin.

Morten Olsen: Við höfðum hugrekki til að spila fótbolta

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins, var náttúrulega í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Danir skoruðu eina mark leiskins á 24. mínútu en Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins.

Hrafnhildur náði 3. sætinu í 100 metra bringu í Mónakó

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði besta árangri íslenska sundfólksins á fyrri degi sundmóts í Mónakó en mótið er hluti af Mare Nostum mótaröðinni og eru íslenska sundfólkið að reyna að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í London. Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í þriðja sæti í 100 metra bringusundi en Eygló Ósk Gústafsdóttir setti stúlknamet í 100 metra flusundi í undanrásunum.

Vettel á ráspól í Kanada

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull-bíl verður enn á ný á ráspól í Kanada kappakstrinum á morgun. Hann var þó nokkuð fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, þremur tíundu úr sekúndu.

Einar Daði í þriðja sæti eftir fyrri dag í Kladno

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er að standa sig vel á geysisterku alþjóðlegu tugþrautarmóti í Kladnó í Tékklandi. Hann fékk 4130 stig fyrir fyrstu fimm greinarnar sem er 143 stigum meira en í þraut hans á Ítalíu fyrr í vor. Einar Daði er í 3. sæti eftir fyrri daginn. Dmitriy Karpov frá Kazastan leiðir með 4248 stig en í öðru sæti er Adam Sebastian Helcelet með 4159 stig.

Signý og Guðrún Brá spiluðu best á fyrsta hring

Keiliskonurnar Signý Arnórsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru efstar og jafnar eftir fyrsta hringinn á Egils Gull mótinu í Eyjum en þetta er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár.

Júlían Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt.

Willems sló metið hans Scifo - yngstur til að spila á EM

Jetro Willems, vinstri bakvörður Hollendinga setti nýtt met í dag þegar hann var í byrjunarliði Hollands á móti Danmörku í fyrsta leik liðanna í B-riðli EM í fótbolta. Willems er nú yngsti leikmaðurinn til að spila í úrslitakeppni EM frá upphafi.

Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins

Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum.

Maria Sharapova vann úrslitaleikinn létt - risamótafernan í húsi

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova tryggði sér sigur á opna franska meistaramótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á Sara Errani frá Ítalíu í tveimur hrinum í úrslitaleiknum, 6-3 og 6-2. Það tók Sharapovu aðeins 89 mínútur að tryggja sér sigur í úrslitaleiknum.

Morten Olsen öfundar hollenska þjálfarann

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segist vera örlítið öfundsjúkur út í leikmannahóp Hollands en Danmörk mætir í dag silfurliði síðustu Heimsmeistarakeppni í fyrsta leik sínum á EM 2012.

KR-ingar unnu sinn hundraðasta bikarsigur á Skaganum í gær

KR-ingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær með því að vinna 2-0 sigur á ÍA upp á Akranesi. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR og komu þau bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Gomez með sigurmark Þjóðverja á móti Portúgal

Mario Gomez tryggði Þjóðverjum 1-0 sigur á Portúgal á EM í kvöld með frábærum skalla 18 mínútum fyrir leikslok en þetta var fyrsta leikur liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Þjóðverjar eru á toppi riðilsins ásamt Dönum sem unnu Hollendinga óvænt fyrr í dag.

Danir unnu mjög óvæntan sigur á Hollendingum

Michael Krohn-Dehli tryggði Dönum óvæntan 1-0 sigur á Hollendingum í dag í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Danir lifðu af stórskotahríð Hollendinga sem margir voru búnir að spá góðu gengi á þessu móti.

Sharapova getur komist í fámennan hóp í dag

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova á möguleika að komast í í fámennan hóp vinni hún opna franska mótið í kvöld. Með sigri hefur henni tekist að vinna öll fjögur risamótin og það hefur aðeins níu öðrum tenniskonum tekist í sögunni.

Þjálfari Indriða er hættur

Åge Hareide er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking en hann og félagið gáfu í dag frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Hareide verði ekki áfram með liðið. Norska deildin er í fríi á meðan EM stendur en næsti leikur Viking er á móti Rosenborg í lok júní.

Lewandowski vill ekkert tala um Manchester United

Robert Lewandowski, framherji pólska landsliðsins, neitaði að svara spurningum blaðamanna um Manchester United eftir leik Pólverja og Grikkja á EM í fótbolta í gær. Lewandowski skoraði fyrsta mark EM í ár en hann hefur verið margoft orðaður við enska stórliðið.

Papadopoulos sleit krossband í fyrsta leik EM

Avraam Papadopoulos mun ekki spila meira með Grikkjum á EM eða meiri fótbolta á þessu ári eftir að ljós kom að hnémeiðsli hans eru alvarleg. Papadopoulos sleit krossband á vinstra hné í fyrsta leik EM og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 37 mínútur í 1-1 jafntefli Grikkja og Pólverja.

Að birta til hjá McIlroy - efstur eftir 2 daga í Memphis

Rory McIlroy er efstur á St Jude Classic golfmótinu í Memphis þegar keppni er hálfnuð sem er mikil breyting frá gengi Norður-Írans að undanförnu. Fyrir þetta mót hafi McIlroy ekki komist í gegnum niðurskurðinn á þremur mótum í röð.

Rio búinn að afskrifa 100. landsleikinn

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, fékk ekki að fara með enska landsliðinu á EM og þessi 33 ára gamli leikmaður viðurkenndi það í viðtali við The Sun að landsliðsferillinn væri líklega á enda. Ferdinand hefur spilað 81 landsleik frá árinu 1997 og lét sig dreyma um að spila hundrað landsleiki.

Eintóm þvæla að ég eigi að vera jóker

Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik á Evrópumótinu í Serbíu í janúar og hafnaði í 10. sæti. Liðið var gagnrýnt og meðal annars lét Sigurður Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og þáverandi sérfræðingur RÚV í EM-stofunni, í ljós þá skoðun sína að ábyrgð Arons í liðinu væri of mikil. Að hans mati ætti Aron að vera í hlutverki jókers. Aron segist hafa heyrt gagnrýni Sigurðar en vera langt frá því að vera sammála.

Aron Pálmars: Það pirrar mig að sitja á bekknum

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, er klár í slaginn en Ísland mætir Hollandi í undankeppni HM annað kvöld. Aron segist vera kominn niður á jörðina eftir ótrúlegt tímabil með þýska stórliðinu THW Kiel.

Dauðariðillinn á EM af stað í dag

Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals.

Real Madrid reis upp frá dauðum og jafnaði einvígið við Barcelona

Ótrúlegur endasprettur tryggði Real Madrid 75-69 sigur á Barcelona í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um spænska meistaratitilinn í körfubolta í gærkvöldi en Real vann níu stigum undir þegar sex mínútur voru eftir. Real vann hinsvegar lokakafla leiksins 19-4 og jafnaði einvígið.

Fyrsti dagurinn á EM í myndum

Rússar eru á toppi A-riðils Evrópumótsins í fótbolta eftir frábæran 4-1 sigur á Tékkum í kvöld en Evrópukeppnin hófst með tveimur leikjum í dag og fóru þeir báðir fram í Póllandi. Pólverjar og Grikkir höfðu áður gert 1-1 jafntefli í dramatískum opnunarleik.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 1-2

Bikarmeistarar KR eru komnir áfram í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. KR-ingar hefndu þar með fyrir tapið í Pepsi-deildinni á sama stað í síðasta mánuði.

Íslenskur kylfingur varð mús að bana

Sjöunda holan á golfvellinum á Blönduósi er væntanlega með þeim eftirminnilegri sem kylfingurinn Guðmundur Ingvi Einarsson hefur spilað. Guðmundur fékk fugl á holunni auk þess að verða mús að bana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Kylfingur.is.

Hamilton fljótastur á æfingum í Kanada

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton var fljótastur á báðum æfingum dagins í Kanada í dag. McLaren-bíll hans virkaði fínt en liðsfélagi hans, Jenson Button, ók aðeins fáeina hringi vegna bilunar í gírkassa.

Nýsjálendingar töpuðu óvænt fyrir Nýju-Kaldóníu

Nýja-Kaledónía er kominn í úrslitaleikinn í Eyjaálfukeppninni eftir óvæntan 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi í undanúrslitum keppninnar í dag. Nýja-Kaldónía er í 155. sæti á heimslista FIFA, 55 sætum neðar en Nýsjálendingar sem komust meðal annars inn á síðustu HM.

Bikarinn á loft hjá Arnóri og félögum

Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Fredericia 1-0 á útivelli í lokaumferð b-deildar danska fótboltans í kvöld. Leikmenn Esbjerg gátu fagnað frábæru tímabili í leikslok og bikarinn fór á loft.

Robertson: Breska Ólympíuliðinu til skammar

Breska Taekwondosambandið sætir mikilli gagnrýni þessa dagana. Ástæðan er ákvörðun sambandsins að senda Lutalo Muhammad sem fulltrúa þjóðarinnar á Ólympíuleikana í London í stað Aaron Cook, efsta manns heimslistans.

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Sandra inn fyrir Guðbjörgu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu í undankeppni EM.

LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain

LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan.

Djokovic mætir Nadal í úrslitum opna franska - vann Federer

Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitin á opna franska meistaramótinu í tennis í fyrsta sinn á ferlinum eftir 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitunum í dag. Djokovic mætir Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir