Fleiri fréttir

Cech: Ég mæti undirbúinn ef að það verður vítakeppni

Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, segist hafa unnið heimavinnu sína fyrir leikinn á móti Bayern München fari svo að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar endi í vítakeppni. Cech er viss um að Chelsea geti klárað leikinn í venjulegum leiktíma en hefur samt sem áður skoðað vel upptökur af vítum leikmanna Bayern.

Vaz Te, hetja West Ham: West Ham er úrvalsdeildarklúbbur

Ricardo Vaz Te tryggði West Ham sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að skora sigurmarkið í úrslitaleik umspilsins á Wembley í dag en markið hans kom þremur mínútum fyrir leikslok. Markið hans Vaz Te er 90 milljón punda virði ef allt er tekið með.

Þórir pólskur meistari í handbolta

Þórir Ólafsson og félagar í Vive Targi Kielce urðu nú áðan pólskir meistarar í handbolta eftir 27-25 sigur á Wisla Plock Ssa í þriðja leik lokaúrslitanna. Þórir var markahæstur í liði Kielce með sex mörk en liðið vann úrslitaeinvígið 3-0, fyrstu tvo leikina á heimavelli og svo þriðja leikinn á útivelli í dag.

Stóri Sam: Fyrsta sinn á tímabilinu þar sem við vinnum leik í lokin

Sam Allardyce, stjóri West Ham, er orðinn úrvalsdeildarstjóri á nýjan leik eftir að hans menn unnu 2-1 sigur á Blackpool í úrslitaleik umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni en spilað var á Wembley í dag. Það var Ricardo Vaz Te sem skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Gömlu liðsfélagar Eggerts unnu skoska bikarinn

Hearts tryggði sér skoska bikarinn í dag með ótrúlegum 5-1 sigri á Hibernian í úrslitaleik á Hampden Park en þarna voru tvö Edinborgarliðið að mætast. Eggert Gunnþór Jónsson lék með Hearts til áramóta þegar hann fór til enska liðsins Wolves. Hann náði því ekki að spila neinn bikarleik á tímabilinu.

Grétar skorar áfram fyrir Reyni - KV byrjar afar vel í 2. deildinni

Nýliðar KV, Knattspyrnufélags Vesturbæjar, byrja vel í 2. deild karla í fótbolta því þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 8-1. Reynismenn úr Sandgerði með Grétar Ólaf Hjartarson eru einnig með fullt hús eftir útisigur í Njarðvík í dag.

Þórsarar með fullt hús í 1. deildinni - Hjörtur hetja Víkinga

Þórsarar byrja vel í 1. deildinni en þeir eru með fullt hús eftir tvær umferðir eftir 3-1 sigur á Þrótti á Akureyri í dag. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði Víkingum 1-0 sigur á ÍR með marki á lokamínútu leiksins en þetta var bæði fyrsta mark og fyrsti sigur Víkinga undir stjórn Ólafs Þórðarsonar.

Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið

Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði gerir erfiðara að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta má fræðast um í athyglisverðri grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur, svfr.is.

Miami-liðið að brenna yfir - hættu við æfingu og gáfu engin viðtöl

Miami Heat er komið í slæm mál í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir stórtap á móti Indiana Pacers í þriðja leik einvígis liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Indiana vann 94-75, er komið í 2-1 í einvíginu og á næsta leik á heimavelli á morgun.

Drogba ekki tilbúinn að segja að þetta sé síðasti leikurinn hans

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur ekkert viljað tjá sig um hvort að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í München í kvöld, verði síðasta leikurinn hans með Chelsea. Drogba er orðinn 34 ára gamall, samningur hann við enska félagið rennur út í sumar og Chelsea hefur ekki viljað gera við hann tveggja ára samning eins og Drogba sækist eftir.

Höddi Magg hitti stuðningsmenn Bayern og Chelsea í miðborg München

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann ætlar að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikur Bayern München og Chelsea hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ole Gunnar tekur ekki við liði Aston Villa

Ole Gunnar Solskjær hélt blaðamannafund í Molde í dag þar sem að hann tilkynnti norskum blaðamönnum að hann ætlaði ekki að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa heldur halda áfram sem þjálfari Molde.

Ásdís, Ásgeir, Eygló, Ragna og Þorbjörg fengu öll flottan styrk

Tólf framúrskarandi íþróttamenn fengu í gær úthlutað afreksstyrk úr Samfélagssjóði Landsbankans. Fimm fá styrk að upphæð 400.000 krónur, en þeir eru allir í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og einnig voru veittir sjö styrkir til afreksmanna framtíðarinnar, hver að upphæð 200.000 krónur.

Falur hættir með Keflavíkurkonur - Sigurður þjálfar bæði liðin

Sigurður Ingimundarson mun þjálfa bæði karla- og kvennalið Keflavíkur Iceland Express deildunum í körfubolta á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Falur Harðarson ákvað að hætta þjálfun kvennaliðsins eftir aðeins eitt ár með liðið en hann stígur til hliðar sökum anna.

Swansea þarf væntanlega að tvöfalda félagsmetið til að kaupa Gylfa

Eins og kom fram í gær þá stefnir allt í það að Swansea City sé að ná samningum við þýska liðið Hoffenheim um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Stjórnarmaðurinn Huw Jenkins eyddi síðustu dögum í Þýskalandi við að reyna að semja um kaupverð og velskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að það sé stutt í að samningar náist.

Allardyce: Þessi leikur er stærri en leikurinn í München

Sam Allardyce, stjóri West Ham, segir að úrslitaleikurinn í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í dag sé stærri leikur en leikur kvöldsins þar sem mætast Bayern München og Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Sir Alex fluttur á sjúkrahús

The Sun segir frá því að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi verið fluttur á sjúkrahús í Glasgow í gærkvöldi eftir að hafa fengið svakalegar blóðnasir. Ferguson er orðinn sjötugur en hann var í Glasgow í tilefni af 40 ára afmælis sigurs Rangers í Evrópukeppni bikarhafa árið 1972.

Vaz Te skaut West Ham upp í úrvalsdeildina

Ricardo Vaz Te tryggði West Ham 2-1 sigur á Blackpool í dag í úrslitaleik umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurmarkið kom þremur mínútum fyrir leikslok. Vaz Te kom til West Ham í janúarglugganum og hefur raðað inn mörkum en ekkert þeirra var jafn mikilvægt og markið hans á Wembley í dag.

NBA: Lakers minnkaði muninn og Philadelphia jafnaði

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jókst spennan í báðum einvígum. Philadelphia 76 ers lét ekki slæma byrjun slá sig út af laginu og vann Boston Celtics 92-83 og þá tókst Los Angeles Lakers að enda sex leikja sigurgöngu Oklahoma City og minnka muninn í 2-1.

Ragna: Í besta formi lífs míns

Ragna Ingólfsdóttir stefnir á að sýna sitt rétta andlit á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Árangurinn á leikunum í Peking voru henni vonbrigði en hún vill bæta fyrir það. Breytt keppnisfyrirkomulag er á leikunum í sumar.

Búinn að verja víti sex sumur í röð

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslandsmeistara KR, var hetja sinna manna í 3. umferð Pepsi-deildar karla þegar hann varði víti frá Matt Garner í uppbótartíma og sá til þess að KR vann leikinn 3-2 og þar með sinn fyrsta deildarsigur í sumar.

Dekkin gera leikinn lotterí

Eigandi Red Bull orkudrykkjaframleiðandans, Dietrich Mateschitz, segir frábært upphaf Formúlu 1 vertíðarinnar hafa snúið keppninni upp í lotterí fyrir liðin. Umdeild Pirelli-dekkin eru þar helsti áhrifavaldur.

Kicker: Swansea bauð 1,5 milljarða í Gylfa

Þýska blaðið Kicker greindi frá því í kvöld að Swansea hafi boðið Hoffenheim níu milljónir evra, tæpan einn og hálfan milljarð króna, í Gylfa Þór Sigurðsson.

Ronaldo um sig og Messi: Ekki hægt að bera saman Ferrari og Porsche

Cristiano Ronaldo segir að það sé erfitt að bera tvo ólíka leikmenn saman eins og sig sjálfan og Lionel Messi hjá Barcelona. Þeir skoruðu saman 96 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og eru í flestra huga tveir bestu knattspyrnumenn heims.

Sevilla hefur áhuga á Aroni Einari

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur úrvalsdeildarfélagið Sevilla áhuga á að klófesta íslenska landsliðsmanninn Aron Einar Gunnarsson.

Pepsi-mörkin extra: Kjartan Henry kennir Hjörvari hvernig á að taka víti

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti leikmaður Pepsideildar karla að loknum þremur umferðum. Framherjinn úr KR skoraði þrennu í 3-2 sigri gegn ÍBV í síðustu umferð og öll mörkin skoraði hann úr vítaspyrnum. Hann er sá fyrsti sem nær slíkri þrennu í efstu deild. Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur Stöðvar 2 sport brá sér í Frostaskjólið og fékk Kjartan til þess að fara yfir það hvernig best er að taka vítaspyrnur.

Valur og Stjarnan komust á blað

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals unnu þá fyrstu sigra sína á tímabilinu.

Hamann: Bayern mun ekki ráða við Drogba

Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Bayern München, Liverpool og þýska landsliðsins, spáir því að Chelsea vinni Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun og ástæðan fyrir því sé Didier Drogba.

Nýliðar FH skelltu Eyjastúlkum

Óvænt úrslit áttu sér stað í Pepsi-deild kvenna en þá gerðu FH-ingar sér lítið fyrir og unnu 4-1 sigur á ÍBV.

Mikilvægur sigur hjá Füchse Berlin

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin færðust í kvöld skrefi nær því að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Framtíð Hazard: City og United funda bæði með Lille í næstu viku

Framtíð Eden Hazard ræðst væntanlega í næstu viku eftir að forráðamenn Lille hafa fundað með bæði Manchester City og Manchester United en ensku stórliðin ætla að berjast um þennan efnilega Belga. Lille vill ekki ræða við Manchester-félögin fyrr en eftir lokaleik tímabilsins sem er nú um helgina.

Park: Ég vil klára ferilinn hjá United

Það bendir flest til þess að Ji-Sung Park sé á leiðinni frá Manchester United þótt að hann vilji sjálfur spila áfram með liðinu. Park á eitt ár eftir af samningi sínum en nýjustu sögusagnirnar eru að hann verði skiptimynt í kaupum United á Sjinji Kagawa hjá Dortmund.

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn fer fram á Villa Park

Leikur Englandsmeistara Manchester City og bikarmeistara Chelsea um Samfélagsskjöldinn í haust mun ekki fara fram á Wembley heldur á Villa Park í Birmingham. Leikurinn á að fara fram 12. ágúst eða daginn eftir að úrslitaleikurinn í fótboltakeppni Ólympíuleikanna fer fram á Wembley.

Fyrsti lax ársins kom úr Soginu í morgun

Fyrsti lax veiðisumarsins 2012 var dreginn á land í Bíldsfelli í Soginu í morgun. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur var það Smári Þorvaldsson sem veiddi grálúsuga 78 sentímetra hrygnu.

Meistaradeildin: Geir spáir Bayern sigri

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, er staddur í München í Þýskalandi þar sem hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun á Stöð 2 Sport en þar mætast Bayern München og Chelsea. Hörður hitti Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og ræddi við hann um leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir