Opna fyrir veiði í ósasvæði Laxá í Ásum Af Vötn og Veiði skrifar 20. mars 2012 10:17 Mynd af www.votnogveidi.is Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159 Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159
Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði