Fleiri fréttir

Fyrsti leikur Margrétar Láru með Turbine Potsdam er í dag

Margrét Lára Viðarsdóttir og nýju félagar hennar í Turbine Potsdam spila í dag sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí þegar liðið sækir Hamburger SV heim. Turbine Potsdam er á toppi deildarinnar en Hamburger SV er í næstneðsta sæti.

Lavezzi hjá Napoli: Ekki kalla mig Maradona

Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi var stjarna kvöldsins í 3-1 sigri Napoli á Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Aron Pálmarsson aðalgesturinn í Boltanum á X-inu 977

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður og leikmaður þýska stórliðsins Kiel, verður aðalgesturinn í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Kiel og RN Löwen mætast í stórleik þýska handboltans í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Sport 4 klukkan 18.25.

Rúnar Már á leiðinni til Aserbaídsjan

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur gert breytingu á hópnum sínum fyrir leik á móti Aserbaídsjan í undankeppni EM en leikurinn fer fram í Aserbaídsjan 29. febrúar næstkomandi.

NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.

Ross Brawn: Draumurinn að Schumacher sigri aftur

Ross Brawn liðstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir það vera draum sinn að Michael Schumacher standi aftur á efsta þrepi verðlaunapallsins í mótum ársins. Brawn stýrði líka Ferrari í sigurtíð Schumachers þar.

34 titlar á tuttugu árum

Sigurður Ingimundarson gerði Keflavík að bikarmeisturum um helgina og bætti enn einum bikarnum í safnið. "Búinn að vera heppinn að vera með besta þjálfarann,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson.

Ótrúleg tilþrif hjá Shaquille Johnson | tröllatroðsla

Shaquille Johnson, leikmaður Auburn háskólaliðsins í körfubolta, er skemmtikraftur þegar hann fær pláss til þess að athafna sig í vítateignum. Johnson, sem er rétt um 1.95 m á hæð, er með gríðarlegan stökkkraft og kann að troða boltanum með tilþrifum í körfuna.

Villas-Boas: Hefðum átt að verjast betur

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir tap sinna manna fyrir Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld að varnarleikur liðsins hefði verið slakur.

Tevez bað City afsökunar

Carlos Tevez hefur nú beðið Manchester City afsökunar á framferði sínu í tengslum við leik liðsins í Meistaradeild Evrópu í lok september síðastliðnum.

West Ham aftur á toppinn

West Ham kom sér aftur á topp ensku B-deildarinnar með 4-1 sigri á Blackpool í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni.

Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli

Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1.

Stórt tap hjá Team Tvis í Danmörku

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir komust báðar á blað þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, tapaði nokkuð stórt fyrir FC Mitdjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Helena og félagar töpuðu í Rússlandi

Good Angels Kosice tapaði fyrsta leik sínum í 32-liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í körfubolta er liðið mætti UMMC Ekaterinburg í Rússlandi. Leiknum lauk með sex stiga sigri Rússanna, 61-55.

30 stig frá Loga ekki nóg

Logi Gunnarsson fór mikinn fyrir lið sitt, Solna Vikings, gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skoraði hann 30 stig í leiknum sem LF Basket vann þó á endanum, 82-80.

Íslenska landsliðið fimmta besta í Evrópu

Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni EM 2014 í handbolta. Ísland er í fimmta sæti á styrkleikalista Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

John Terry þarf að fara í aðgerð á hné | Frá í tvo mánuði

John Terry, fyrirliði Chelsea, þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna sem hafa haldið honum frá keppni síðustu þrjár vikur. Terry glímir við meiðsli á hægra hné en forráðamenn Chelsea höfðu vonast til þess að hann gæti spilað á móti Napoli í Meistaradeildinni í kvöld.

Xavi býst við því að Guardiola verði áfram hjá Barcelona

Xavi, leikstjórnandi Barcelona-liðsins, er viss um að þjálfarinn Pep Guardiola skrifi undir nýjan samning við félagið. Guardiola hefur ekki gefið neitt út um framhaldið og spænskir fjölmiðlar fjalla flestir um málið á hverjum degi.

Eigendur West Ham reyndu að fá bæði Torres og Tevez

David Gold og David Sullivan, eigendur enska félagsins West Ham, ætluðu sér stóra hluti í janúarglugganum því þeir hafa viðurkennt að hafa reynt að fá bæði Fernando Torres og Carlos Tevez til liðsins.

Eusebio aftur inn á sjúkrahús

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Eusebio hefur verið lagður inn á sjúkrahús í þriðja sinn á tveimur mánuðum nú vegna þess að hann er með of háan blóðþrýsting. Eusebio liggur inn á Hospital da Luz í Lissabon.

4.320 umsóknir um leyfi á hreindýr

Umhverfisstofnun hefur borist 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða. Endanlegur fjöldi er ekki enn ljós þar sem einhverjar umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti. Heimilt verður að veiða 1009 dýr. Þegar allar umsóknir verða komnar í hús verður farið yfir þær með tilliti til hvort allir sem sækja um leyfi hafi tilskilin réttindi. Dregið verður úr gildum umsóknum í lok febrúar.

Manchester United lánar Kuszczak til Watford

Tomasz Kuszczak, markvörður Manchester United, hefur verið lánaður til enska b-deildarliðsins Watford til loka þessa tímabils en pólski markvörðurinn hefur verið út í kuldanum hjá Sir Alex Ferguson.

Theódór Elmar með slitið krossband | Frá í 6 til 8 mánuði

Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason getur ekki spilað fótbolta næstu sex til átta mánuði eftir að í ljós kom að hann sleit bæði krossband og innra liðband í hnénu í æfingaleik á móti OB um síðustu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu Randers.

Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real

Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Guðjón Valur í liði umferðinnar í Meistaradeildinni

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni í handbolta en hann fór á kostum um helgina þegar AG Kaupmannahöfn vann 31-27 útisigur á Nikola Karabatic og félögum í franska liðinu Montpellier Agglomeration.

Allt í tómu tjóni hjá Rangers | vafasöm viðskiptaflétta

Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Fjárhagur liðsins er í rúst og svo virðist sem að Whyte hafi átt stóran þátt í því. Whyte þarf nú að svara ýmsum spurningum og það lítur út fyrir að hann hafi eignast félagið með mjög vafasamri viðskiptafléttu.

Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.

Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið.

Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas

Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins.

NBA: Jeremy Lin stigahæstur í tapleik | San Antonio á siglingu

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Jeremy Lin og New York Knicks töpuðu á heimavelli í grannaslagnum gegn New Jersey, 100-92. Nýliðinn Lin, sem hefur gert allt vitlaust í deildinni að undanförnu var stigahæstur í liði New York með 21 stig en Deron Williams skoraði 38.

Systurnar eru eins og svart og hvítt

Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi.

Skytturnar þrjár eru nú í Napólí

André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni.

Sparar Sigurður Ragnar lykilleikmenn á Algarve?

Forráðamenn Potsdam og Malmö hafa farið fram á það að Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýri álaginu á leikmenn liðsins í hóf á æfingamóti A-landsliða kvenna á Algarve í Portúgal.

Tryggvi Guðmundsson gestur hjá Mána í Boltanum á X-inu 977

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins og þar verður farið yfir helstu fréttapunkta dagsins. Meistaradeildin kemur þar við sögu en tveir leikir fara fram í dag og kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir