Handbolti

Guðjón Valur í liði umferðinnar í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Mynd/Heimasíða AG
Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeildinni í handbolta en hann fór á kostum um helgina þegar AG Kaupmannahöfn vann 31-27 útisigur á Nikola Karabatic og félögum í franska liðinu Montpellier Agglomeration.

Guðjón Valur kann greinilega vel við sig með nýju hárgreiðsluna en hann litaði hárið sitt svart eftir að hafa tapað veðmáli innan liðsins.

Guðjón Valur skoraði átta mörk í leiknum og hefur þar með skorað 49 mörk í Meistaradeildinni í vetur sem skilar honum upp í 10. sæti yfir markahæstu menn.

Guðjón Valur hefur farið illa með Frakkana því hann hefur skorað 17 mörk í leikjunum tveimur á móti Montpellier í Meistaradeildinni í vetur.

Guðjón Valur var ekki eini leikmaður AGK í liði umferðarinnar því danska stórskyttan Mikkel Hansen var einnig valinn í liðið að þessu sinni. Það má sjá myndbrot með bestu leikmönnum vikunnar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×