Fleiri fréttir

Tevez er klár í að spila með City á nýjan leik

Sambandið á milli Roberto Mancini, stjóra Man. City, og Carlos Tevez, leikmanns Man. City, er að þiðna og ekki loku fyrir það skotið að Tevez muni klæðast búningi félagsins á nýjan leik fljótlega.

Mickelson valtaði yfir Tiger | Tiger dregur fram það besta í mér

Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur.

McCarthy rekinn frá Wolves

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves fá nýjan stjóra í vikunni því Wolves er búið að reka Mick McCarthy, stjóra félagsins. McCarthy er búinn að stýra Wolves frá árinu 2006. Wolves lá gegn WBA um helgina, 5-1, og féll um leið niður í fallsæti. Það sætti stjórn félagsins sig ekki við og rak því stjórann í morgun.

King vill ekki missa Redknapp

Ledley King, varnarmaður Tottenham, hefur beðið stjórann sinn, Harry Redknapp, um að gefa enska landsliðið upp á bátinn og halda áfram með sitt frábæra starf hjá Tottenham.

Aníta vann besta afrekið á Meistaramótinu

Aníta Hinriksdóttir, sextán ára hlaupari úr ÍR, náði besta árangri allra keppenda á Meistaramóti Íslands um helgina þegar hún fagnaði sigri í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:07,86 mínútum og hafði mikla yfirburði í greininni.

Öskubuskusigur Sambíu eftir vítaspyrnukeppni

Sambía er Afríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fílabeinsströndinni í vítaspyrnukeppni að loknu markalausu jafntefli í úrslitaleiknum í Gabon. Gervinho og Kolo Toure tókst ekki að skora úr sínum spyrnum.

Redknapp vill fá Scholes aftur í landsliðið

Harry Redknapp segir að það væri best fyrir enska landsliðið að fá Paul Scholes í liðið á nýjan leik. Hann segir að Steven Gerrard og Scott Parker gætu báðir tekið að sér fyrirliðahlutverk landsliðsins.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Þór Þ 80-88

Þór frá Þorlákshöfn vann átta stiga sigur, 88-80, á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Gestirnir náðu undirtökunum strax í fyrsta leikhluta og létu forystuna aldrei af hendi.

Auðvelt hjá Keflvíkingum

Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni, 93-69, í Iceland Express-deild kvenna í dag. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér.

Afar mikilvægur sigur hjá Degi og félögum

Füchse Berlin vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Liðið hafði þá betur gegn rússneska félaginu Chekovskie Medvedi, 31-28.

Þriðja tap Inter í fjórum leikjum

Allt gengur á afturfótunum hjá Inter á Ítalíu um þessar mundir en í þetta sinn mátti liðið sætta sig við tap fyrir nýliðum Novara á heimavelli, 1-0.

Suarez blekkti forráðamenn Liverpool

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að Luis Suarez hafi blekkt félagið með því að segja að hann myndi taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Fimmta gullið hjá Hafdísi

Hafdís Sigurðardóttir átti ótrúlega helgi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum en hún vann allar þær fimm greinar sem hún tók þátt í.

Hafdís: Ég er í skýjunum | Frábær afmælisdagur

"Afmælisdagurinn í fyrra var líka mjög góður. Þá var ég að keppa í Svíþjóð og bætti mig í 60 metra hlaupinu. Svo hittir þetta aftur á afmæli og var alveg frábært,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir úr UFA eftir að hafa tryggt sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á Meistaramóti Íslands.

Kristinn náði ekki lágmarkinu

Kristinn Torfason, FH, bar sigur úr býtum í langstökki karla á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag en náði þó ekki lágmarkinu fyrir HM innanhúss.

Suarez baðst afsökunar

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur beðist afsökunar fyrir að taka ekki í hönd Patrice Evra, fyrirliða Manchester United, fyrir leik liðanna í gær.

Aníta sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi

Aníta Hinriksdóttir, ung hlaupakona úr ÍR, sigraði með miklum yfirburðum í 800 m hlaupi kvenna á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í Laugardalshöllinni.

Jón Arnór stigahæstur í sigri CAI Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson skoraði sextán stig og tók sex fráköst þegar að lið hans, CAI Zaragoza, hafði sigur gegn Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 75-72.

Hafdís með fjórða gullið

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna.

Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið

Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna.

Lescott skaut City aftur á toppinn

Joleon Lescott tryggði Manchester City 1-0 sigur á Aston Villa í lokaleik 25. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. City endurheimti um leið topppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

West Brom tók Wolves í kennslustund

West Brom vann yfirburðasigur gegn Wolves í grannaslagnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag, 5-1. Peter Odemwingie skoraði þrennu.

Mancini opnar dyrnar fyrir Tevez á ný

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að ef Carlos Tevez hafi áhuga á því þá gæti hann vel spilað með liðinu á nýjan leik. Tevez hefur ekkert spilað síðan í lok september.

NBA í nótt: Lin hetja New York á ný

Jeremy Lin var enn og aftur lykilmaður í liði New York Knicks sem vann sinn fimmta leik í röð, í þetta sinn gegn Minnesota Timberwolves, 100-98.

Arnar Darri vill vera áfram í SönderjyskE

Arnar Darri Pétursson segist í samtali við danska fjölmiðla vera ánægður í herbúðum SönderjyskE og vonast til að framlengja samning sinn við félagið en hann rennur út í sumar.

Gísli tók sæti Jóns í stjórn KSÍ

Ársþing KSÍ fór fram í gær og var kosið um fjögur sæti í stjórn. Skagamaðurinn Gísli Gíslason er sá eini sem kemur nýr inn í hana.

Bramble neitar kæru um kynferðislega áreitni

Titus Bramble, leikmaður Sunderland, kom fyrir rétt í Englandi í gær þar sem hann svaraði fyrir kæru um kynferðislega áreitni. Lýsti hann yfir sakleysi sínu fyrir dómara.

Ferdinand: Ég missti alla virðingu fyrir Suarez

Rio Ferdinand segir að hann hafi neitað að taka í hönd Luis Suarez vegna þess að hann hafi misst alla virðingu fyrir honum. Manchester United vann Liverpool, 2-1, í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

AZ gefur ekkert eftir

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, AZ, vann 2-0 sigur á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir