Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 31-27

Valur vann kærkominn sigur á HK á heimavelli sínum í kvöld í spennandi og skemmtilegum leik. Valur náði frumkvæðinu á síðustu mínútum fyrir hálfleiks og hélt því út leikinn þó litlu hafi munað að HK kæmist yfir þegar skammt var eftir. Frábær lokasprettur Vals í lok beggja hálfleika lagði grunninn að sigrinum.

Voru drukknir og mættu of seint á hótelið

Fimm leikmenn hafa verið reknir úr landsliði Síle fyrir að mæta bæði drukknir og of seint á hótel landsliðsins sem undirbýr sig nú fyrir leiki í undankeppni HM 2014.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92

Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin.

Hafnaboltamanni rænt í Venesúela

Ekkert er vitað um afdrif Wilson Ramos, leikmanns Washington Nationals í hafnabolta, eftir að honum var rænt af heimili sínu í Venesúela.

Coquelin vill fara frá Arsenal

Hinn tvítugi Francis Coquelin vill komast frá Arsenal svo hann geti fengið að spila meira. Hann hefur fá tækifæri fengið síðustu vikurnar eftir að hafa spilað nokkuð í upphafi tímabilsins.

Capello vill að Jagielka spili tábrotinn

Samkvæmt enska dagblaðinu The Guardian er Fabio Capello, landslisðþjálfara Englands, svo mikið í mun að láta Phil Jagielka spila gegn Spánverjum á laugardaginn að hann íhugar nú að láta kappann spila tábrotinn.

Rosberg framlengdi samning sinn við Mercedes liðið

Nico Rosberg hefur framlengt samning sinn við Mercedes Formúlu 1 liðið og í frétt á autosport.com segir að umræða hafi verið um það síðustu mánuði að hann færi til Ferrari í framtíðinni, en nú er ljóst að hann hefur framlengt samning sinn við Mercedes til loka 2013 í það minnsta. En í fréttatilkynningu frá Mercedes er rætt um samning sem nær til loka 2013 og framyfir þann tíma, sem gæti þýtt að hann eigi val á að vinna lengur með Mercedes samkvæmt frétt autosport.com.

Balotelli: Ég er ekki klikkaður

Mario Balotelli segir að hann fái oft ósanngjarna meðhöndlun í enskum fjölmiðlum og hann sé í raun ekki „klikkaður“.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 30-26

Fram vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 30-26, í N1 deild kvenna í handbolta í Safamýrinni í kvöld en þetta var fimmti sigur Framliðsins í röð eftir að hafa tapað fyrir HK í fyrstu umferðinni. Sigurinn kom Fram upp í efsta sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Vals eiga reyndar tvö leiki inni.

Fundað aftur í NBA-deilunni í dag

Svo virðist sem að vonarglæta hafi kviknað um að verkbann NBA-deildarinnar verði senn á enda en aðilar funduðu lengi í gær og munu aftur hittast í dag. Tilboði David Stern, framkvæmdarstjóra deildarinnar, var þó hafnað af leikmönnum.

Vidic til Real og Villa til Liverpool?

Slúðurpressan á Englandi tekur sér sjaldan frí en í dag voru tveir af þekktustu knattspyrnumönnum heimsins sagðir á leið frá sínum félögum.

Kean fékk nýjan samning hjá Blackburn

Samkvæmt enska dagblaðinu The Mirror í dag hefur Steve Kean skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn, þrátt fyrir að hann sé gríðarlega óvinsæll hjá stuðninigsmönnum félagsins.

City mun líklega sekta Tevez aftur

Carlos Tevez er aftur búinn að koma sér í vandræði hjá Manchester City eftir að hann fór heim til Argentínu í leyfisleysi.

Veiðin í Reykjadalsá 2011

Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta.

Lokatölur úr ánum og vangaveltur

Eins og fram hefur komið þá var laxasumarið 2011 það sjötta besta frá upphafi skráninga skv bráðabirgðatölum frá VMSt. VoV hefur tekið saman allar þær lokatölur sem komist hefur verið yfir. Ekki tæmandi listi, en hér kennir margra grasa.

Nýtt framboð til stjórnar SVFR

Í gærkveldi barst skrifstofu SVFR framboð frá Herði Birgi Hafsteinssyni félaga nr. 2127 til stjórnar á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember.

Arnór í Kaupmannahöfn í þrjú ár til viðbótar

Arnór Atlason, fyrirliði AG Kaupmannahafnar, verður áfram í herbúðum liðsins í þrjú ár til viðbótar eftir að núverandi tímabili lýkur. Hann skrifaði undir samning í gær sem gildir til 2015.

Flestir hefðu ekki getað keppt

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einu besta íþróttafreki ársins þegar hún lenti í þrettánda sæti á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Hún hefur aldrei kastað lengra á stórmóti og þessu náði hún þrátt fyrir að vera búin að keppa meidd í sex mánuði.

Sóknarleikurinn heillandi

Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn öflugi úr KR, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann var samningslaus eftir fjögurra ára dvöl hjá KR, sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar.

Stjörnumenn hafa hækkað sig um heilt Íslandsmót

Stjörnumenn komu mikið á óvart í sumar þegar litið er á spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara fyrir mót. Stjörnuliðinu var spáð 10. sætinu en var síðan aðeins hárbreidd frá því að ná þriðja sætinu, sem hefði gefið sæti í Evrópukeppni.

Ingimundur: Get verið fljótur að bæta aftur á mig kílóum

Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi.

Smá mistök hjá starfsmönnum Old Trafford

Man. Utd sýndi Sir Alex Ferguson mikinn virðingarvott um síðustu helgi þegar félagið nefndi norðurstúkuna á Old Trafford í höfuðið á Sir Alex Ferguson.

Leikmenn Aston Villa í herþjálfun

Það er mikið lagt upp úr því í herbúðum Aston Villa að leikmenn liðsins séu í formi. Því fengu leikmenn að kennast þegar hermenn tóku leikmenn liðsins í almennilega Boot Camp-æfingu.

Arshavin hótar að yfirgefa Arsenal

Þó svo Rússinn Andrei Arshavin hafi viðurkennt að spilamennskan sé ekki upp á það besta hjá sér þá er hann samt ósáttur við að vera á bekknum. Rússinn hefur hótað því að yfirgefa Arsenal ef hann verður áfram límdur á bekknum.

Sjá næstu 50 fréttir