Fleiri fréttir

Berbatov: Sir Alex kann að tala við leikmenn

Búlgarinn Dimitar Berbatov talar vel um Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri með liði United þessa dagana.

Jón Arnór með 13 stig á 20 mínútum

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 67-59 sigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sex leikjum.

Guardiola: Mourinho er líklega besti þjálfari heims

Pep Guardiola, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona, var sigursæll leikmaður áður en hann gerðist þjálfari en hann er ekki sammála því að þjálfarar þurfi helst að hafa spilað leikinn sjálfir.

Capello hrósaði ungu strákunum eftir sigurinn á Spáni í gær

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, var óhræddur við að kasta ungu leikmönnunum út í djúpu laugina á móti Heims- og Evrópumeisturum Spánar í vináttulandsleiknum á Wembley í gær en enska landsliðið vann leikinn 1-0 þökk sé sigurmarki Frank Lampard.

Ragna vann Iceland International í fimmta sinn

Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér áðan sigur í einliðaleik kvenna á Iceland International mótinu í badminton sem stendur yfir í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Sigur Rögnu á þessu móti gefur henni mikilvæg stig í baráttunni við að komast inn á Ólympíuleikana í London á næsta ári.

Casillas um tapið á Wembley í gær: Vitlaus úrslit

Iker Casillas, fyrirliði og markvörður Heims- og Evrópumeistara Spánar, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í gær en Casillas jafnaði þarna leikjamet Andoni Zubizarreta með því að spila sinn 126 landsleik.

Tiger í þriðja sæti á opna ástralska - Chalmers vann

Greg Chalmers tryggði sér sigur á opna ástralska mótinu í goli í nótt þegar hann lék lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Chalmers var að vinna þetta mót í annað sinn því hann vann það líka árið 1998. Hann kláraði mótið á þrettán höggum undir pari.

Messi: Sárt að þurfa að hlusta á baulið

Það skilja fáir í döpru gengi argentínska landsliðsins enda hefur liðið heimsklassaleikmenn innanborðs eins og Lionel Messi, Javier Mascherano, Javier Pastore, Angel di Maria og Sergio Aguero.

Rommedahl nálgast óðum metið hans Schmeichel

Dennis Rommedahl lék sinn 113. landsleik fyrir Dani í sigrinum á Svíum í vináttulandsleiknum á Parken á föstudagskvöldið og er núna orðin sá útileikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir danska A-landsliðið.

Griðungar urðu Íslandsmeistarar í andspyrnu

Griðungar tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í andspyrnu sem er íslenska heitið yfir ástralskan fótbolta. Griðungar unnu 85-80 sigur á Gömmum í lokaleiknum um titilinn.

Sami Khedira: Jose Mourinho er fullkominn þjálfari

Sami Khedira, miðjuleikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, sparar ekki hrósið til Jose Mourinho þjálfara síns hjá spænska liðinu og segist ekki getað ímyndað sér betri þjálfara en Portúgalann.

Messi: Við megum ekki klikka í næsta leik

Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu hafa ekki verið að gera góða hluti í byrjun undankeppni HM 2014 en liðið hefur aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum eftir 1-1 jafntefli við Bólivíu í nótt.

Trapattoni: Ég er ekki guð

Írar eru í skýjunum eftir 4-0 útisigur á Eistum í gær í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Úkraínu og Póllandi sem fer fram næsta sumar. Írland er svo gott sem búið að tryggja sér sæti á EM.

Vettel: Mjög ánægður með að ná besta tíma

Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu.

Füchse Berlin komst upp í annað sætið - Alexander með 6 mörk

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu sannfærandi tíu marka útisigur á Hüttenberg, 30-20, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Alexander Petersson skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur í liði Füchse Berlin.

Tólf sigrar í röð hjá strákunum hans Alfreðs

Íslendingaliðin Kiel og Hannover-Burgdorf unnu bæði flotta sigra í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Alfreð Gíslason er þar með búinn að stýra Kiel til sigurs í fyrstu tólf deildarleikjum tímabilsins.

AG vann öruggan útisigur á Mors-Thy

Dönsku meistararnir í AG Kaupmannahöfn eru áfram með þriggja stiga forystu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 29-21 útisigur á Mors-Thy Håndbold í dag.

Helgi Jónas með 35 stig í sigri á Blikum

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari toppliðs Grindavíkur í Iceland Express deild karla, skoraði 35 stig í dag fyrir ÍG þegar liðið vann 95-90 sigur á Breiðabliki í 1. deild karla í körfubolta.

Lampard: Það er frábært að vinna besta lið í heimi

Frank Lampard, fyrirliði enska landsliðsins, var að sjálfsögðu ánægður eftir 1-0 sigur á Heims- og Evrópumeisturum Spánar í vináttulandsleik á Wembley í kvöld en það var einmitt Lampard sem skoraði sigurmarkið í leiknum með skalla af stuttu færi á 49. mínútu.

Englendingar unnu Heims- og Evrópumeistarana á Wembley

Vængbrotið enskt landslið vann óvæntan 1-0 sigur á Heims- og Evrópumeisturum Spánar í vináttulandsleik á Wembley í kvöld. Frank Lampard bar fyrirliðabandið í leiknum og skoraði sigurmarkið á 49. mínútu leiksins.

Ánægjulegur dagur fyrir íslenska fimleika - eitt gull og tvö brons

Íslenskt fimleikafólk var að gera góða hluti í dag. Gerplukonur urðu Norðurlandameistarar í hópfimleikum og íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum lenti í þriðja sæti á Norður – Evrópumótinu. Þá vann sameiginlegt lið Stjörnunnar og Ármanns einnig brons hjá blönduðu liðum á Norðurlandamótinu í hópfimleikum.

Stjörnukonur sóttu tvö stig norður - jafntefli í botnslagnum

Stjarnan vann 26-24 sigur á KA/Þór í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. Þetta var annað nauma heimatap norðanstúlkna í röð en þær töpuðu 28-29 fyrir Haukum í síðustu umferð.

Ragna fór af öryggi í úrslitaleikinn

Ragna Ingólfsdóttir spilar til úrslita í einliðaleik kvenna á Iceland International badmintonmótinu sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Ragna á því möguleika á því að vinna mótið í fimmta sinn en úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Wales-liðið í stuði í 4-1 sigri á Noregi

Gary Speed er að gera góða hluti með landslið Wales því liðið fylgdi eftir sigri í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppni EM með því að vinna 4-1 sigur á Noregi í vináttulandsleik á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff í dag.

Walcott: Barcelona-treyjan fer Fabregas vel

Theo Walcott er á því að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá Cesc Fabregas að fara heim til Barcelona. Þessir fyrrum liðsfélagar hjá Arsenal munu mætast í kvöld þegar enska landsliðið tekur á móti því spænska í vináttulandsleik á Wembley.

Stefán: Við megum ekki hlusta á fólkið í kringum okkur

Stefán Arnarson, þjálfari Vals, var óhress með margt þrátt fyrir 32-25 sigur Vals á HK í toppslag í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Stefán skilur ekkert í umræðunni um Valsliðið og segir það heldur ekki boðlegt hvað liðin eru að spila fáa leiki í deildini í vetur.

Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum

Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni.

Vettel fljótastur í tímatökunni í Abú Dabí og jafnaði met Mansell

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abu Dabí í dag. Hann var 0.141 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren og Jenson Button á McLaren náði þriðja besta tíma og var 0.150 úr sekúndu á eftir Vettel. Vettel hefur fjórtán sinnum náð besta tíma í tímatöku á árinu.

Gerplustelpur Norðurlandameistarar í hópfimleikum

Gerpla tryggði sér rétt áðan sigur í keppni kvenna á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem haldið er í Larvik í Noregi. Gerplustelpur urðu einmitt Evrópumeistarar fyrir ári síðan og náðu að vinna í Noregi þrátt fyrir að það væru nokkur forföll í liðinu.

Ragna er komin í undanúrslit - strákarnir úr leik

Ragna Ingólfsdóttir er komin í undanúrslit í einliðaleik kvenna á Iceland International badmintonmótinu sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Ragna sló út enska stúlku í átta manna úrslitunum og mætir Louise Hansen frá Danmörku í undanúrslitunum.

Sjá næstu 50 fréttir