Handbolti

AG vann öruggan útisigur á Mors-Thy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Heimasíða AGK
Dönsku meistararnir í AG Kaupmannahöfn eru áfram með þriggja stiga forystu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 29-21 útisigur á Mors-Thy Håndbold í dag.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Arnór Atlason var með 3 mörk fyrir AG Kaupmannahöfn en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði eitt mark. Ólafur Stefánsson er enn frá vegna meiðsla og Einar Ingi Hrafnsson gat ekki spilað með Mors-Thy þar sem hann handarbrotnaði á landsliðsæfingu á dögunum.  

Mads Mensah Lassen var markahæstur hjá AG-liðinu með átta mörk en Mikkel Hansen lét sér nægja að skora bara tvö mörk í þessum leik.

Ólafur Guðmundsson skoraði 3 mörk og Gísli Kristjánsson var með eitt mark þegar Nordsjælland gerði 22-22 jafntefli við Viborg.

AG Kaupmannahöfn mætir einmitt Nordsjælland-liðinu í næstu umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×