Handbolti

Füchse Berlin komst upp í annað sætið - Alexander með 6 mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson var góður í kvöld.
Alexander Petersson var góður í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu sannfærandi tíu marka útisigur á Hüttenberg, 30-20, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Alexander Petersson skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur í liði Füchse Berlin.

Füchse Berlin komst þar með upp í annað sæti deildarinnar en liðið er nú sjö stigum á eftir Kiel og með sigi meira en HSV Hamburg og SG Flensburg-Handewitt. HSV Hamburg á leik inni alveg eins og Rhein-Neckar Löwen sem er tveimur stigum á eftir Füchse.

Alexander Petersson var í miklu stuði framan af leik og skoraði sex sinnum á fyrstu 34 mínútum leiksins og hjálpaði Füchse að komast í 17-11. Alexander skoraði meðal annars þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins en Füchse var 14-11 yfir í hálfleik.

Alexander skoraði úr sex fyrstu skotum sínum en klikkaði síðan á tveimur lokaskotum sínum. Bartlomiej Jaszka og Markus Richwien komu næstir Alexander í markaskorun en þeir skoruðu báðir fimm mörk í þessum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×