Fleiri fréttir

Gunnar kvaddi með sigri - myndir

Gunnar Andrésson stýrði sínum síðasta leik með Aftureldingu á Nesinu í gær. Gunnar kvaddi á jákvæðum nótum því Afturelding vann leikinn.

Ökumaður lést í Indy 300-kappakstrinum

Ökuþórinn Dan Wheldon lét lífið í kvöld þegar fimmtán bílar lentu í árekstri í Las Vegas Indy 300-keppninni. Wheldon var aðeins 33 ára gamall.

Sigurður: Förum í alla leiki til að vinna

"Þetta var flottur sigur, við náðum takmarkinu okkar hér í kvöld," sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur eftir 95-73 sigur á Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld.

Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman

"Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld.

Baldvin: Það spyr enginn hvernig maður kemst áfram

„Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum, en síðan gerist það sama og í útileiknum að menn fara að slaka allt of mikið á og við vorum í raun bara heppnir að fara áfram í kvöld,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld.

Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur

Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili.

Umfjöllun: FH er komið áfram í EHF-keppninni þrátt fyrir tap

FH-ingar komust áfram í EHF keppni karla í handbolta eftir að liðið tapaði með einu marki, 27-28, gegn Inita Hasselt frá Belgíu í Kaplakrika og eru því komnir í 32-liða úrslit keppninnar. FH byrjaði leikinn vel og keyrðu í raun yfir gestina í fyrri hálfleik, en Belgarnir komu gríðarlega sterkir til baka og náðu að innbyrða eins mark sigur sem var ekki nóg. Örn Ingi Bjarkason var atkvæðamestur í liði FH með 5 mörk rétt eins og Baldvin Þorsteinsson.

Gunnar Heiðar á skotskónum

Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði annað marka sænska liðsins Norrköping í dag sem vann góðan sigur.

Gunnar: Súrsætur sigur fyrir mig

„Þetta var nauðsynlegur sigur uppá framhaldið að gera. Það er virkilega erfitt að kveðja þessa stráka, en góður maður tekur við liðinu og útlitið er bjart í Mosfellsbænum,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn í dag en hann lætur af störfum eftir leikinn í dag.

Umfjöllun: Afturelding vann botnslaginn á Nesinu

Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp.

Van Persie ætlar ekki að yfirgefa Arsenal

Hetja Arsenal í dag, Robin van Persie, segir að fréttir í breskum blöðum um að hann sé á förum frá félaginu séu algjörlega úr lausu lofti gripnar.

Füchse Berlin vann í Danmörku

Þýska félagið Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar og Alexanders Peterssonar, vann í dag góðan sigur á danska liðinu Bjerringbro-Silkeborg í Meistaradeildinni.

WBA lagði Úlfana

WBA skaust upp í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er það lagði Wolves, 2-0, á heimavelli sínum. Úlfarnir eru í sextánda sæti eftir leikinn.

Bruce fúll út í blaðamenn

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er orðinn þreyttur á endalausum sögum um að hann verði brátt rekinn sem stjóri félagsins. Hann segir fréttaflutninginn vera fáranlegan.

Wenger gæti opnað veskið í janúar

Hinn hagsýni stjóri Arsenal, Arsene Wenger, hefur ekki útilokað að opna veskið í janúar ef leikur Arsenal verður enn í molum þá.

Ameobi tryggði Newcastle stig

Tottenham og Newcastle gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik á St. James´s Park. Heimamenn voru ekki fjarri því að stela sigri undir lokin.

Robin van Persie sá um Sunderland

Arsenal bar sigur úr býtum gegn Sunderland, 2-1, á Emirates-vellinum í London í dag. Robin van Persie skoraði bæði mörk heimamann í leiknum, en hann hefur verið magnaður fyrir félagið á tímabilinu.

LeBron á Anfield - myndir

Körfuboltastjarnan LeBron James hefur verið á Anfield síðustu daga og var meðal annars viðstaddur leik Liverpool og Man. Utd í gær.

Evra segir að Suarez hafi kallað sig niggara

Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á því hvort Luis Suarez, framherji Liverpool, hafi verið með kynþáttafordóma í garð hins hörundsdökka bakvarðar Man. Utd, Patrice Evra, í leik liðanna á Anfield í dag.

Beckham: Rooney á að fara með á EM

David Beckham hefur bæst í hóp þeirra manna sem segja að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, eigi að taka Wayne Rooney með EM þó svo Rooney verði í banni alla riðlakeppnina.

Mancini: Við þurfum að spila enn betur

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var ánægður með strákana sína í dag sem lögðu Aston Villa, 4-1, og komust með sigrinum á topp ensku úrvalsdeildarinnar.

Eiður Smári er fótbrotinn - frá í fjóra mánuði

Ótti forráðamanna AEK Aþenu var staðfestur áðan er í ljós kom að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði í leiknum gegn Olympiakos sem fram fór fyrr í kvöld. Eiður Smári fer í aðgerð á morgun.

Öruggur sigur hjá AC Milan

AC Milan rétti aðeins úr kútnum í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann sannfærandi 3-0 heimasigur á Palermo í kvöld.

Börsungar í stuði í nýju treyjunum

Viðvera Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar var stutt því Barcelona hrifsaði toppsætið af liðinu á nýjan leik með 3-0 sigri á Racing Santander í kvöld.

Jafnt hjá AZ og Ajax

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar misstu niður góða stöðu í jafntefli er þeir heimsóttu Ajax í dag.

Sjá næstu 50 fréttir