Handbolti

Gunnar: Súrsætur sigur fyrir mig

Stefán Árni Pálsson á Seltjarnarnesi skrifar
„Þetta var nauðsynlegur sigur uppá framhaldið að gera. Það er virkilega erfitt að kveðja þessa stráka, en góður maður tekur við liðinu og útlitið er bjart  í Mosfellsbænum,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn í dag en hann lætur af störfum eftir leikinn í dag.

Reynir Þór Reynirsson mun taka við liðinu eftir leikinn í dag, en Gunnar telur að hann fái frábæran hóp til að vinna með.

„Ég hef fulla trú á þessu liði og óska þeim góðs gengis í næstu leikjum. Ég gat ekki sinnt þessu starfi nægilega vel vegna anna bæði í vinnu og hjá fjölskyldunni og ég get ekki boðið strákunum upp á það. Reynir að taka við yndislegum hóp og það er frábært að vinna með þessum strákum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×