Fleiri fréttir

Ytri Rangá í góðum gír

Ytri Rangá heldur áfram að gefa vel. Morgunvaktin í gær gaf 48 laxa en aflatölur dagsins enduðu í 72 lönduðum. Svæði eitt, fjögur, sex og sjö eru öll að gefa vel en annars er að veiðast á öllum svæðum þó þessi séu að gefa mest. Sem fyrr eru Sunray shadow, Collie dog, Bizmo og Snældur að gefa vel en það er nú oft þannig að menn nota það sem stendur fyrir í veiðibókinni. Mikið af laxinum var ný gengin því en lax að ganga í Ytri Rangá.

Pique: Mourinho er að eyðileggja spænska fótboltann

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, sakaði Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, um að vera að reyna að eyðileggja spænska fótboltann eftir 3-2 sigur Barcelona á Real Madrid í spænska Ofurbikarnum í gær.

Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun

Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn.

Sky Sports: QPR búið að bjóða fjórar milljónir í Parker

Tony Fernandes er orðinn meirihlutaeignandi í Queens Park Rangers og hann er fljótur að láta til síns taka því Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Queens Park Rangers er búið að bjóða fjórar milljónir punda í Scott Parker hjá West ham.

Eggert Gunnþór leikfær gegn Tottenham - í beinni á Stöð 2 Sport

Eggert Gunnþór Jónsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir á móti Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina og verður íslenski landsliðsmaðurinn því með þegar Hearts tekur á móti Tottenham í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Ólafur Björn má ekki taka við verðlaunafénu

Áhugamaður hefur ekki sigrað á PGA-mótaröðinni í tvo áratugi. Phil Mickelson var sá síðasti sem afrekaði það, árið 1991. Ólafur Björn Loftsson getur ekki tekið við hundrað milljónum ef hann sigrar á PGA-mótinu í Norður-Karólínu.

Utan vallar: Krabbamein fótboltans

Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem svindla á vellinum eru að verða stærsta vandamál íþróttarinnar. Leikaraskapur er orðinn eðlilegur hluti af leiknum og það sem meira er – svindlurunum er aldrei refsað.

Arnór Sveinn fer til Hönefoss - kvaddi Blika á twitter

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili, því hann heldur til Noregs í dag til þess að skrifa undir samning við Hönefoss. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Hjörtur Júlíus Hjartarson: Þrisvar upp á fjórum árum

Skagamaðurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson þekkir þá tilfinningu vel að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Hjörtur tryggði Skagaliðinu sæti í Pepsi-deildinni næsta sumar með því að skora jöfnunarmark liðsins á móti ÍR í fyrrakvöld.

Bara töluð portúgalska í úrslitaleik HM 20 ára landsliða

Portúgal og Brasilía mætast í úrslitaleik HM 20 ára sem fram fer í Kólumbíu þessa dagana en undanúrslitaleikirnir kláruðust í nótt. Brasilía er fyrrum nýlenda Portúgala og það verður væntanlega bara töluð portúgalska í úrslitaleiknum sem fram fer á laugardaginn kemur.

Hækkaði sig um 300 sæti

Keegan Bradley, bandaríski kylfingurinn sem sigraði í PGA-meistaramótinu um helgina, hækkaði sig um 300 sæti á heimslistanum í golfi með sigrinum, eins og greint er frá á kylfingur.is.

Sara Björk: Ég hef það mjög gott

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu þegar lið hennar, Malmö, vann 5-0 sigur á Jitex í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Sara Björk skorar þrjú mörk í einum og sama leiknum.

Yngvi rekinn frá Val - Ágústi boðið starfið

Yngvi Gunnlaugsson hefur verið rekinn frá karlaliði Val í körfuboltanum þótt að tímabilið sé ekki byrjað. Yngvi staðfesti þetta í samtali við karfan.is og segir að Ágústi Björgvinssyni hafi verið boðið að taka við karlaliði Vals en hann þjálfar kvennalið félagsins.

Redknapp: Salan á Modric gæti styrkt Tottenham

Það er komið annað hljóð í Harry Redknapp, stjóra Tottenham, sem er nú tilbúinn að horfa á eftir Luka Modric til Chelsea eftir allt saman því hann segir að Tottenham gæti fengið þrjá til fjóra góða leikmenn í staðinn.

Blysmönnum mögulega refsað

Þór frá Akureyri var í gær sektað um 35 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á bikarúrslitaleiknum gegn KR um helgina en kveikt var á blysum í stúkunni.

Bjarte Myrhol með krabbamein í eista

Bjarte Myrhol, einn besti línumaður heims og lykilmaður hjá bæði Rhein-Neckar Löwen og norska landsliðinu, greindist með krabbamein í eista fyrir viku síðan og er búinn að fara í aðgerð.

Fréttir úr Djúpinu

Langadalsá er kominn uppí 184 laxa. Við heyrðum í Sigga veiðiverði og voru veiðimenn sem kláruðu í morgun að setja í lúsuga laxa og var mikið af nýjum laxi undir neðstu brúnni. Af nágranna hennar Laugardalsá er það að frétta að hún er kominn uppí 165 laxa það sem af er sumri.

Barcelona tók fyrsta titil tímabilsins

Lionel Messi var enn og aftur hetja Barcelona en hann skoraði tvívegis í kvöld er Börsungar unnu Real Madrid í síðari leik liðanna um spænska ofurbikarinn.

Eto'o við það að semja við Anzhi

Rússneska félagið Anzhi hefur staðfest að það sé við það að ganga frá samningum við sóknarmanninn Samuel Eto'o frá Kamerún.

Gary Martin á leið til Danmerkur

Gary Martin, leikmaður ÍA, mun vera á leið til danska B-deildarfélagsins Hjörring þar sem hann leika á lánssamningi til áramóta.

Redknapp: Ekkert sem bendir til að Modric fari

Þrátt fyrir þrálátar sögusagnir þess efnis að Luka Modric sé á leið til Chelsea segir stjóri hans hjá Tottenham, Harry Redknapp, að það sé ekkert sem bendir til þess að kappinn sé á förum.

Jan Koller búinn að leggja skóna á hilluna

Tékkinn Jan Koller tilkynnti það í dag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna vegna þráðlátra meiðsla. Koller er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað í Belgíu, Þýskalandi, Rússlandi og Frakklandi á löngum ferli sem hófst þó ekki fyrr en hann varð orðin 21 árs gamall.

Cardiff tapaði fyrir nýliðunum

Cardiff City tapaði í kvöld fyrir nýliðum Brighton í ensku B-deildinni, 3-1, á heimavelli. Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla.

Ecclestone að selja QPR

Samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla er Bernie Ecclestone að selja sinn hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Queens Park Rangers. Nýi eigandinn, Tony Fernandes, er sagður hafa lagt fram fjögurra milljóna punda í Scott Parker, leikmann West Ham.

Edda fór í markið fyrir Maríu Björgu

Edda Garðarsdóttir gerði sér lítið fyrir og leysti Maríu Björgu Ágústsdóttur af í marki Örebro í leik liðsins gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dortmund mun bara selja Götze til liðs utan Þýskalands

Borussia Dortmund ætlar ekki að selja undrabarnið sitt Mario Götze til annars félags í Þýskalandi en þetta ítrekaði framkvæmdastjórinn Hans-Joachim Watzke í dag. Mario Götze hefur vakið mikla athygli að undanförnu en þessi 19 ára strákur átti mikinn þátt í því að Dortmund varð þýskur meistari á síðustu leiktíð.

Bæjarar í góðum málum í Meistaradeildinni

Bayern München vann í kvöld 2-0 sigur á FC Zürich í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben skoruðu mörk liðsins í kvöld.

Spænskir leikmenn á leiðinni í verkfall - engir leikir um helgina

Það hefur allt siglt í strand í samningaviðræðum spænsku deildarinnar og leikmannasamtakana á Spáni og það lítur því út fyrir að spænskir leikmenn verði komnir í verkfall þegar fyrsta umferðin í spænsku deildinni á að fara fram um helgina.

Enska bikarkeppnin í beinni á fésbókinni

Ensku utandeildarliðin Ascot United og Wembley FC munu spila tímamótaleik í forkeppni ensku bikarkeppninnar á föstudagkvöldið því leikurinn verður sendur út í beinni á fésbókinni.

Laxá í Dölum að hrökkva í gang

Í gær veiddust 22 laxar í Dölunum en gott vatn er í ánni og lax tekinn að ganga. Þetta er með seinna móti, en kemur þó Dalamönnum ekki á óvart.

Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra

Þann 11. águst var búið að fella 164 dýr eða um 16% af kvótanum en á sama mánaðardegi á seinasta tímabili var búið að fella 250 dýr eða 20% af kvótanum. Menn verða að herða sóknina ef ekki eiga að skapast vandamál vegna margra veiðmanna á veiðislóði á seinni hluta tímabilsins.

Skagamenn jöfnuðu afrek Valsmanna og FH-inga í gær

Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla sumarið 2012 eftir að hafa náð í stig á móti ÍR á ÍR-vellinum í gær. Skagamenn þurftu aðeins að ná í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum í 1.deildinni og náðu í það í annarri tilraun eftir tap á móti BÍ/Bolungarvík á föstudaginn var.

Loksins fréttir úr Setbergsá

Við fengum loks fréttir af gangi mála í Setbergsá. Fram til þessa hafa veiðst 35 laxar í ánni þrátt fyrir að vatnsleysi hafi plagað veiðimenn.

Maxi Rodriguez hjá Liverpool: Samkeppni er af hinu góða

Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez fagnar nýju leikmönnunum sem komu til Liverpool í sumar þrátt fyrir að þýði mun harðari samkeppni fyrir hann sjálfan. Rodriguez skoraði sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Liverpool á síðustu leiktíð en var ekki í leikmannahópnum á móti Sunderland um helgina.

Guardiola: Real Madrid er ennþá betra en Barcelona

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að Real Madrid sé á undan sínu liði í undirbúningi fyrir tímabilið og sé því sigurstranglegra í kvöld þegar liðin mætast Camp Nou í seinni leik þeirra í Ofurbikarnum á Spáni.

Raul fór ekki með Schalke til Helsinki - hafnaði Blackburn

Spánverjinn Raul verður ekki í leikmannahópi þýska liðsins Schalke 04 þegar liðið sækir finnska liðið HJK Helsinki heim í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun. Forráðamenn segjast ætla að hlífa Raul við gervigrasvellinum í Finnlandi en um leið halda því þeir opnu að Raul geti spilað með öðru liði í Evrópukeppnunum í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir