Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2011 13:59 Mynd af www.svfr.is Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn. Í morgun var aftur á móti mikið rólegra. Veðrið hefur haft þar mikil áhrif en aðeins 1 lax kom á land í morgun og var það í Kerlingaflúðunum. Það er mikið af laxi í öllum helstu veiðistöðum frá stíflu og upp að Höfuðhyl. Kisturnar, Hraun, hundasteinar, Fljót og Mjóddir voru pakkaðar af laxi en hann var líka mjög styggur í þessu veðri. Elliðaárnar eru nú komnar í 1.030 laxa. Laxar gengnir í gegnum teljarann eru tæplega 2.000 talsins. Útlit er fyrir að árnar verði í meðaltali sl. áratuga sem er liðlega 1.140 laxar. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Mjög góður ágústdagur var í gær í Elliðaánum, þann 17. þm. Alls komu 19 laxar upp úr ánni og sá stærsti 78 cm. langur - hængur úr Teljarastreng. Nær allir laxarnir veiddust á flugu og flestir á efri svæðum árinnar. 9 laxar komu á morgunvaktinni en 10 seinni partinn. Í morgun var aftur á móti mikið rólegra. Veðrið hefur haft þar mikil áhrif en aðeins 1 lax kom á land í morgun og var það í Kerlingaflúðunum. Það er mikið af laxi í öllum helstu veiðistöðum frá stíflu og upp að Höfuðhyl. Kisturnar, Hraun, hundasteinar, Fljót og Mjóddir voru pakkaðar af laxi en hann var líka mjög styggur í þessu veðri. Elliðaárnar eru nú komnar í 1.030 laxa. Laxar gengnir í gegnum teljarann eru tæplega 2.000 talsins. Útlit er fyrir að árnar verði í meðaltali sl. áratuga sem er liðlega 1.140 laxar.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði