Körfubolti

Yngvi rekinn frá Val - Ágústi boðið starfið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yngvi Gunnlaugsson.
Yngvi Gunnlaugsson. Mynd/Daníel

Yngvi Gunnlaugsson hefur verið rekinn frá karlaliði Val í körfuboltanum þótt að tímabilið sé ekki byrjað. Yngvi staðfesti þetta í samtali við karfan.is og segir að Ágústi Björgvinssyni hafi verið boðið að taka við karlaliði Vals en hann þjálfar kvennalið félagsins.

Yngvi hefur þjálfað Valsmenn undanfarin tvö tímabil og kom þeim upp í Iceland Express deildina síðasta vor.

„Ég hef verið að vinna við mjög erfiðar aðstæður í sumar. Stjórnin hefur verið óvirk í allt sumar og kom ekki saman fyrr en síðasta þriðjudag, þeirra fyrsta verk var að reka mig,“ sagði Yngvi í samtali við Karfan.is.

„Daginn sem ég var rekinn hafði ég spurnir af því að öðrum manni hefði verið boðið að þjálfa liðið, ég er látinn fara á þriðjudegi en honum boðið starfið laugardaginn þar á undan,“ sagði Yngvi og staðfesti við blaðamann karfan.is að Ágústi Björgvinssyni hafi verið boðið að taka við karlaliði Vals.

„Framkvæmdastjóri félagsin mætir svo á fund aðalstjórnar á mánudag og tilkynnir að ég sé hættur með liðið, mér óafvitandi, ég sagði aldrei upp störfum,“ segir Yngvi en það má sjá allt viðtalið við hann með því að smella hér.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.