Fleiri fréttir

Varnarorð til veiðimanna við Fnjóská

Varað er við hruni úr björgum á neðasta veiðisvæði Fnjóskár. Í gær hrundi stórt stykki úr berginu neðan Bjarghorns, og eru veiðimenn beðnir að fara varlega.

Wenger braut reglur UEFA í gær: Mátti ekki koma skilaboðum á bekkinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti verið í vandræðum hjá UEFA þar sem að hann skipti sér af leik sinna manna á móti Udinese í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Wenger tók út leikbann í leiknum og var upp í stúku en Frakkinn sást senda skilaboð niður til Pat Rice á bekknum.

Valskonur ekki í vandræðum

Valur vann í gær 4-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna en liðið er engu að síður sjö stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.

Umfjöllun: ÍA aftur í deild þeirra bestu

ÍA komst í kvöld aftur í efstu deild karla eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við ÍR í 1. deildinni í kvöld. Stigið dugði Skagamönnum til að komast upp í Pepsi-deildina.

Ramsey: Getum unnið án Cesc

Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, segir að félagið geti vel náð árangri í vetur þó svo að Cesc Fabregas sé farinn frá félaginu til Barcelona á Spáni.

Diego Forlan: Ég er með tilboð frá Inter

Diego Forlan, framherji Atletico Madrid og landliðs Úrúgvæ, segist vera með tilboð frá ítalska félaginu Inter og talar jafnframt um það að hann sé spenntur fyrir því að fá að spreyta sig í ítalska boltanum.

Hjörtur: Aldrei að vita nema maður spili á næsta ári

"Við vissum það svona nokkurn veginn fyrir þennan lokasprett að sætið í efstu deild væri svo gott sem tryggt, en við þurftum að klára dæmið og það gekk í kvöld,“ sagði Hjörtur Júlíus Hjartarson, markaskorari ÍA, eftir leikinn í kvöld.

Nýjar reglur: NBA-leikmenn geta ekki stungið af í Kína

NBA-körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er með tilboð frá kínversku liði sem hljóðar upp á 1,5 milljónir dollara í mánaðarlaun eða 171 milljón íslenskra króna. Það eru samt ekki peningarnir sem standa í vegi fyrir því að Bryant spili í Kína á meðan á verkfallinu stendur.

Wenger: Bendtner er ekkert farinn frá okkur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki búinn að útiloka það að danski framherjinn Nicklas Bendtner spili áfram með liðinu en Bendtner var búinn að tilkynna það að hann væri að leita sér að nýju félagi.

Sölvi skoraði í bæði mörkin

Sölvi Geir Ottesen skoraði eina mark sinna manna í FC Kaupmannahöfn sem tapaði fyrir tékkneska liðinu Viktoria Plzen í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Pétur í tveggja leikja bann

Pétur Viðarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í viðureign Víkings og FH í gær.

Úrslitin í Meistaradeildinni

Fimm leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en fylgst var með þeim öllum á Miðstöð Boltavaktar Vísis.

Kristján Andrésson kemur með lið sitt Guif á Hafnarfjarðarmótið

Hið árlega Hafnarfjarðarmót fer fram 18. ágúst til 20. ágúst. Fjögur lið taka þátt í mótinu eins og undanfarin ár og eru þau: FH, Haukar, Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Einnig leikur bróðir Kristjáns, miðjumaðurinn Haukar Andrésson með liðinu.

Gunnar vettvangsstjóri UEFA hjá Rúrik og félögum

Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, verður vettvangsstjóri UEFA (UEFA Venue Director) á leik danska liðsins OB og Villareal frá Spáni en íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason leikur einmitt með danska liðinu.

Arsenal búið að selja Emmanuel Eboué til Galatasaray

Arsenal og tyrkneska félagið Galatasaray hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboué. Arsenal tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag en það er talið að Tyrkirnir borgi um 3,5 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Bild: Blackburn búið að gera Schalke tilboð í Raul

Þýska blaðið Bild segir að enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn sé búið að gera tilboð í Raul Gonzalez, fyrrum framherja Real Madrid og núverandi leikmann Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.

Wenger: Við seldum Fabregas á útsöluverði

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkennir að Barcelona hafi fengið Cesc Fabregas alltof ódýrt af því að leikmaðurinn hafi ekki viljað fara til neins annars félags. 35 þúsund manns tóku á móti Fabregas á Camp Nou í gær.

Kristinn Jakobsson dæmir í París

Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í undankeppni Evrópudeildarinnar en hann mun dæma leik Paris Saint-Germain og FC Differdange 03 frá Lúxemborg sem fram fer á Parc des Princes í París 25. ágúst næstkomandi.

Robin van Persie tekinn formlega við fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Arsenal hefur nú staðfest það að það verði Hollendingurinn Robin van Persie sem taki við fyrirliðabandinu af Cesc Fabregas sem var seldur til Barcelona í gær. Þetta kemur ekki á óvart enda hefur van Persie borið fyrirliðabandið undanfarið þegar Fabregas hefur ekki notið við.

Laus veiðileyfi á næstunni

Þeir sem eru ekki búnir að veiða nóg í sumar og eru að skoða í kringum sig eftir veiðileyfum ættu ekki að örvænta strax því það eru dagar lausir á stangli hér og þar og víða má ennþá gera frábæra veiði fyrir sanngjarnt verð á leyfum.

Mancini: Sergio Aguero er eins og ljósrit af Romario

Sergio Aguero byrjaði frábærlega með Manchester City í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Swansea en Aguero skoraði tvö mörk og lagði upp eitt á fyrsta hálftíma sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri City, keypti hann frá Atletico Madrid fyroir 38 milljónir punda á dögunum, og líkti honum við brasilísku goðsögnina Romario eftir leikinn í gær.

Song og Gervinho fengu báðir þriggja leikja bann

Alex Song, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, fékk þriggja leikja bann eftir að enska knattspyrnusambandið skoðaði atvik úr leik liðsins gegn Newcastle um s.l. helgi. Song steig harkalega á Joey Barton leikmann Newcastle og var myndbandsupptaka frá leiknum notuð þegar leikbannið var ákveðið. Gervinho, sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir Arsenal fékk einnig þriggja leikja bann.

Styttist í endurkomu Steven Gerrard hjá Liverpool

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á ný eftir að hann varð lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar í nára. Enski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann fór í aðger á nára í mars á þessu ári en hann fékk sýkingu á það svæði rétt áður en að keppnistímabilið hófst.

Pepsimörkin: Eru KR-ingar með dómarana í vasanum?

Rætt var um KR-liðið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort dómarar séu einfaldlega hræddir að taka stórar ákvarðanir gegn KR-liðinu.

Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum

Hér er smá veiðisaga sem við fengum senda ásamt mynd af þremur ættliðum í veiði. Við erum búnir að fá mikið af skemmtilegum myndum og viljum endilega hvetja ykkur til að deila með okkur ykkar skemmtilegustu veiðistundum í sumar. Við fögnum líka myndum þar sem verið er að planka við bakkann. Erum að skoða möguleikann að vera með "plank" myndakeppni, meira um það síðar.

Ofurparið Wozniacki og McIlroy eru í kastljósinu

Caroline Wozniacki frá Danmörku hefur á undanförnum árum verið ein þekktasta tenniskona veraldar og áhugi fjölmiðla á íþróttakonunni mun ekki minnka mikið þar sem hún hefur sést mikið með einum þekktasta atvinnukylfingi heims. Það bendir því allt til þess að nýtt "ofurpar" sé í uppsiglingu enda eru þau á meðal þekktustu í íþróttaheiminum.

Góður morgun í Víðidalnum í gær

Eftir rólegt sumar á norðvesturlandinu kom gott skot í morgun í Víðidalsá en 16 laxar veiddust vaktinni og voru veiðimenn einnig að missa eitthvað af laxi. Mest hefur veiðst á neðstu svæðunum og þá helsta á gárutúbur og smáar flugur. Það hefur vantað rigningu á svæðinu en það rigndi í gærkvöldi og má það þakka góðri veiði í morgun.

Besti tíminn framundan í Stóru Laxá

Við heyrðum í veiðimönnum sem voru í Stóru Laxá svæði I og II í morgun. Þeir settu í 16 laxa og náðu 11 af þeim á land. Allt fékkst þetta á micro flugur og sögðu þeir nóg af laxi vera í áni. Fyrir þetta heyrðu við af níu löxum á sama svæði um helgina og sáu þeir veiðimenn lax ganga upp á efri svæði. Þetta eru góðar fréttir frá Stóru Laxá en hún er þekkt fyrir góða veiði seinnipart sumars.

Pepsimörkin: Öll tilþrifin úr leikjum gærkvöldsins á Vísi

Alls voru 18 mörk skoruð í gær þegar 15. umferðin í Pepsideild karla í fótbolta hófst með fimm leikjum. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn þegar Þórsarar taka á móti KR-ingum á Akureyri. Að venju var farið yfir gang mála úr öllum leikjum gærkvöldsins í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þar var þessi markasyrpa frumsýnd.

Sjá næstu 50 fréttir