Fleiri fréttir Ágætis gangur í Ytri Rangá Við heyrðum í Matthíasi veiðiverði í Ytri Rangá í morgun og sagði hann vera stígandi í veiðinni þessa dagana. Frá opnunardeginum hafa verið að koma 2-3 laxar á dag en í gær tók veiðin kipp og alls veiddust 9 laxar í gær, margir misstir og sáu menn töluvert af fiski. þess má geta að flestir laxanna voru lúsugir. Það er stórstreymi næstu daga og er þá hægt að gera ráð fyrir því að það muni koma töluvert af laxi næstu daga. 1.7.2011 12:22 Tevez og Messi verða í framlínunni hjá Argentínu Carlos Tevez verður í fremstu víglínu með Lionel Messi sér við hlið þegar Argentínumenn mæta Bólivíu í opnunarleik Copa America sem fram fer í kvöld. Sergio Batista þjálfari Argentínu segir að hann hafi tekið þessa ákvörðun til þess að efla Messi enn frekar. Argentína hefur ekki fagnað sigri í þessari keppni frá árinu 1993. 1.7.2011 12:00 Gervinho staðfestir að hann sé á förum til Arsenal Framherjinn Gervinho hjá franska liðinu Lille segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður hann skrifi undir samning við enska liðið Arsenal. Gervinho er 24 ára gamall og landsliðsmaður frá Fílabeinsströndinni. Hann varð franskur meistari og bikarmeistari með Lille á síðustu leiktíð en Tottenham hafði einnig áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. 1.7.2011 11:45 Ummæli Guðjóns kærð til aga - og úrskurðanefndar KSÍ Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sendi inn kæru s.l. þriðjudag til aga – og úrskurðanefndar KSÍ vegna ummæla Guðjóns Þórðarsonar þjálfara BÍ/Bolungarvíkur í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. Guðjón sagði eftir leik BÍ/Bolungarvíkur gegn Þrótti í 1. deildinni að hann vissi ekki hvort dómurum líkaði litarhátturinn á framherja liðsins. 1.7.2011 11:15 Bjarni Magnússon tekur við kvennaliði Hauka Bjarni Magnússon hefur verið ráðinn sem þjálfari meistraflokks liðs Hauka í kvennakörfuboltanum en hann tekur við af Henning Henningssyni sem sagði starfi sínu lausu. Bjarni var aðstoðarþjálfari Fjölnis í úrvalsdeild karla á síðustu leiktíð en hann lék með ÍA, Haukum og Grindavík í úrvalsdeildinni. 1.7.2011 10:45 HM kvenna: Þjóðverjar og Frakkar í 8-liða úrslit Heimsmeistaralið Þjóðverja í kvennafótbolta tryggði sér í gær sæti í 8-liða úrslitum á HM sem fram fer í Þýskalandi með því að vinna Nígeríu 1-0. Frakkar unnu Kanada í sama riðli og eru Frakkar einnig búnir að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum en Nígería og Kanada sitja eftir í þessum riðli. 1.7.2011 10:15 Stabæk þarf að flytja sig um set frá Telenorleikvanginum Veigar Páll Gunnarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason og liðsfélagar þeirra í norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk eru í þeirri stöðu að félagið hefur ekki efni á að spila heimaleikina áfram á hinum glæsilega Telenor leikvangi á gamla Fornebyflugvellinum við Osló. 1.7.2011 09:45 Pardew hefur engar áhyggjur af samningamálum Barton Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur engar áhyggjur af þeim orðrómi að Joey Barton leikmaður liðsins sé á förum frá liðinu. Newcastle og umboðsmaður Bartons hafa á undanförnum vikum rætt um framtíð hans og nýjan samning en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum. Núgildandi samingur hans rennur út í júní á næsta ári. 1.7.2011 09:15 KR-sigur í Þórshöfn - myndir KR-ingar eru svo gott sem komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir 1-3 útisigur gegn færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður. Leikið var í Gundadal í Þórshöfn. 1.7.2011 07:00 Enn vinnur ÍBV á Vodafonevellinum - myndir Eyjamenn kunna afar vel við sig á Vodafonevellinum og það sannaðist enn og aftur í gær er ÍBV lagði írska liðið Saint Patrick´s af velli, 1-0, í Evrópudeild UEFA. 1.7.2011 06:00 Fínn sigur hjá KR í Færeyjum KR er í fínum málum í Evrópudeildinni eftir 1-3 sigur á ÍF Fuglafjörður í Færeyjum í kvöld. Það þarf því mikið til að KR komist ekki áfram í næstu umferð. 30.6.2011 19:50 Umfjöllun: Naum forysta ÍBV fyrir Írlandsferðina Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. 30.6.2011 15:16 Arnar Sveinn: Skrítið að sigurinn hafi ekki orðið stærri Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals sagði allt hafa gengið upp hjá sínum mönnum í 2-0 sigrinum á Keflavík. Arnar átti frábæran leik á hægri kantinum hjá Valsmönnum. 30.6.2011 23:46 Willum: Þeir voru betri á öllum sviðum Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur sagði að sitt lið hefði verið tekið taktískt í bólinu af Valsmönnum. 30.6.2011 23:44 Freyr: Ekkert í þeirra leik kom okkur á óvart Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Valsmanna var afar sáttur við leik sinna manna í Keflavík í kvöld. 30.6.2011 23:42 Messi ætlar sér stóra hluti með Argentínu á heimavelli Flautað verður til leiks í Copa America keppninni í Argentínu á morgun þegar heimamenn í Argentínu mæta Bólivíu í Buenos Aires. Argentína hefur komist í úrslit keppninnar í tvö síðustu skipti en í bæði skiptin beðið lægri hlut fyrir Brasilíu. Lionel Messi og félagar ætla sér að fara alla leið í keppninni í ár enda á heimavelli. 30.6.2011 23:30 Rúnar: Lékum ekki vel Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var alls ekki nógu ánægður með leik sinna manna í Færeyjum í kvöld en sagði engu að síður gott að vinna. 30.6.2011 21:17 Þjálfari St. Pat's: Við fengum færin Peter Mahon, þjálfari írska liðsins St. Patrick's Athletic, á von á allt öðruvísi leik í Írlandi í næstu viku en ÍBV vann leik liðanna á Vodafone-vellinum í kvöld, 1-0. Írarnir voru oft nálægt því að skora í kvöld og segir Mahon að Eyjamenn hafi ekki skapað sér mikið í leiknum. 30.6.2011 21:11 Heimir: Erum með betra fótboltalið ÍBV vann í kvöld 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-0, en þó stóð það oft tæpt hjá Eyjamönnum í leiknum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að nota sína styrkleika betur í seinni leiknum. 30.6.2011 21:10 Finnur: Sterkt að halda hreinu Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það hafi verið fyrir öllu ná sigri gegn St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag og að það hafi ekki skemmt fyrir að ÍBV hélt einnig hreinu. 30.6.2011 21:06 John Terry verður áfram fyrirliði Chelsea André Villas-Boas hefur tilkynnt að John Terry muni áfram bera fyrirliðaband Chelsea. Villas-Boas varar þó við því að verði frammistaða hans ekki nógu góð geti hann misst sæti sitt í liðinu. Hann sé ekki eini leiðtoginn, heldur séu fjölmargir leiðtogar í leikmannahópnum. 30.6.2011 20:15 Torsten Frings til Toronto Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Torsten Frings er genginn í raðir Toronto í MLS-deildinni vestanhafs. Auk þess hefur hollenski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Danny Koevermans samið við félagið. 30.6.2011 19:00 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur. 30.6.2011 16:52 Þjálfari Nígeríu í vanda eftir niðrandi ummæli um lesbíur Eucharia Uche, þjálfari kvennalandsliðs Nígeríu í fótbolta, gæti átt yfir höfði sér háa sekt og jafnvel keppnisbann vegna ummæla hennar um lesbískar fótboltakonur á HM í fótbolta. 30.6.2011 16:45 Stærsti lax sumarsins 25 pund úr Vatnsdalsá Þá er fyrsta tröllið komið á land í sumar. Laxinn mældist 104 sm og 12.5 kíló. Það var Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður sem tók laxinn í Hnausa á fluguna Blue Belly númer 16. Hnausastrengur er frægur fyrir sína stórlaxa og það er klárt mál að þetta verður ekki eini laxinn í þessum stærðarflokki sem kemur upp úr þeim veiðistað í sumar en spurning hvort hann verður sá stærsti. 30.6.2011 16:43 Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: 30.6.2011 16:39 9 laxar á land í Hítará Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum. 30.6.2011 16:35 Sharapova og Kvitova mætast í úrslitum á Wimbledon Það verða þær Maria Sharapova og Petra Kvitova sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þær lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum mótsins í dag. 30.6.2011 15:59 Umfjöllun: Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund suður með sjó í kvöld. Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu voru Keflvíkingar í eltingaleik við spræka Valsara sem unnu að lokum 2-0 sigur. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af yfirburðum Valsmanna sem voru algjörir. 30.6.2011 15:25 Clichy líklega á leiðinni til Man City Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal. Vinstri bakvörðurinn frá Frakklandi er samkvæmt enskum fjölmiðlum á góðri leið með að semja við Manchester City og kaupverðið um 7 milljónir punda eða 1,3 milljarðar kr. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann er 25 ára gamall. Franska liðið Paris Saint-Germain og Liverpool á Englandi höfðu einnig sýnt honum áhuga. 30.6.2011 15:15 Bendtner sleppti EM og skemmti sér í Vegas á meðan Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana. Dagblaðið BT greindi frá því að Bendtner hafi valið það að skemmta sér í Las Vegas í Bandaríkjunum með vinum sínum í stað þess að leika með danska U21 árs landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins. 30.6.2011 14:30 Capello hvetur Haye til dáða gegn Klitschko Breski hnefaleikakappinn David Haye og Rússinn Wladimir Klitschko mætast í stórum bardaga í Hamborg á laugardaginn og er mikil eftirvænting í loftinu. Haye, sem hefur WBA-titil að verja, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Capello var reyndar ekkert að flækja hlutina í myndbandi sem birt var á Youtube og þar segir Ítalinn: "David, gangi þér vel, þú ert bestur.“ 30.6.2011 13:45 Birgir lék á 73 höggum á fyrsta keppnisdegi í Svíþjóð Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, lék á einu höggi yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Birgir lék á 73 höggum en hann hóf leik á 10. braut og fékk fugl á 12. sem var þriðja hola dagsins. 30.6.2011 13:00 Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning. NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum. 30.6.2011 12:45 Robinho er markahæsti leikmaðurinn í liði Brasilíu Hinn 27 ára gamli Brasilíumaður Robinho er á meðal þeirra reynslumestu í landsliði Brasilíu sem hefur leik á Copa America á sunnudaginn gegn Venesúela. Robinho hefur komið víða við á ferlinum en hann er samningsbundinn Inter á Ítalíu en hann var um tíma hjá Manchester City á Englandi og Real Madrid á Spáni. 30.6.2011 12:00 Jósef vill losna undan samningi við búlgarska liðið Jósef Kristinn Jósefsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur æft með sínu gamla liði að undanförnu en hann vill losna undan samningi sínum við búlgarska liðið PSFC Chernomorets Burgas. Bakvörðurinn segir í samtali við fotbolti.net að félagið hafi ekki staðið við samninginn sem gerður var í febrúar s.l. og vonast Jósef eftir því að samningnum verði rift. 30.6.2011 11:15 Sigurmarkið hjá Birni Bergmann, myndband Björn Bergmann Sigurðarson tryggði Lilleström 2-1 sigur í gær gegn Start á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta og segir Skagamaðurinn að markið sé það besta á ferlinum. 30.6.2011 10:30 Pedroza samdi við Tottenham Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham. Pedroza er tvítugur framherji og lék hann áður með Jaguares í Mexíkó. 30.6.2011 09:45 Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. 30.6.2011 09:00 Utan vallar: Flotið sofandi að feigðarósi Miðvikudagurinn 29. júní 2011 er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá hrundi íslenska karlalandsliðið niður í 122. sætið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Versti árangur Íslands á listanum fram að þessum degi var 117. sæti. Ekki er hægt að segja að listinn sé marklaus. Hann tekur mið af árangri landsliðanna og árangur Íslands síðustu ár er nákvæmlega enginn. 30.6.2011 08:30 Fuglafirðingar á lágflugi í Færeyjum KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mætast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. 30.6.2011 08:00 Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum "Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. 30.6.2011 07:30 Kristinn Steindórsson: Rölti bara um völlinn og þefa af honum Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn. 30.6.2011 07:00 Frank Rijkaard að taka við landsliði Sádi-Arabíu Hollendingurinn Frank Rijkaard er í þann mund að taka við starfi landsliðsþjálfara Sádi-Arabíu í knattspyrnu. Rijkaard hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti sem þjálfari Galatasaray í Tyrklandi um mitt síðasta tímabil. 30.6.2011 06:00 Útvarp KR í beinni frá Færeyjum Útvarp KR 98,3 verður með beina lýsingu frá Evrópuleik KR gegn ÍF Fuglafjörður í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og fer fram á Gundadalnum í Færeyjum. 30.6.2011 17:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ágætis gangur í Ytri Rangá Við heyrðum í Matthíasi veiðiverði í Ytri Rangá í morgun og sagði hann vera stígandi í veiðinni þessa dagana. Frá opnunardeginum hafa verið að koma 2-3 laxar á dag en í gær tók veiðin kipp og alls veiddust 9 laxar í gær, margir misstir og sáu menn töluvert af fiski. þess má geta að flestir laxanna voru lúsugir. Það er stórstreymi næstu daga og er þá hægt að gera ráð fyrir því að það muni koma töluvert af laxi næstu daga. 1.7.2011 12:22
Tevez og Messi verða í framlínunni hjá Argentínu Carlos Tevez verður í fremstu víglínu með Lionel Messi sér við hlið þegar Argentínumenn mæta Bólivíu í opnunarleik Copa America sem fram fer í kvöld. Sergio Batista þjálfari Argentínu segir að hann hafi tekið þessa ákvörðun til þess að efla Messi enn frekar. Argentína hefur ekki fagnað sigri í þessari keppni frá árinu 1993. 1.7.2011 12:00
Gervinho staðfestir að hann sé á förum til Arsenal Framherjinn Gervinho hjá franska liðinu Lille segir að aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum áður hann skrifi undir samning við enska liðið Arsenal. Gervinho er 24 ára gamall og landsliðsmaður frá Fílabeinsströndinni. Hann varð franskur meistari og bikarmeistari með Lille á síðustu leiktíð en Tottenham hafði einnig áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. 1.7.2011 11:45
Ummæli Guðjóns kærð til aga - og úrskurðanefndar KSÍ Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sendi inn kæru s.l. þriðjudag til aga – og úrskurðanefndar KSÍ vegna ummæla Guðjóns Þórðarsonar þjálfara BÍ/Bolungarvíkur í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. Guðjón sagði eftir leik BÍ/Bolungarvíkur gegn Þrótti í 1. deildinni að hann vissi ekki hvort dómurum líkaði litarhátturinn á framherja liðsins. 1.7.2011 11:15
Bjarni Magnússon tekur við kvennaliði Hauka Bjarni Magnússon hefur verið ráðinn sem þjálfari meistraflokks liðs Hauka í kvennakörfuboltanum en hann tekur við af Henning Henningssyni sem sagði starfi sínu lausu. Bjarni var aðstoðarþjálfari Fjölnis í úrvalsdeild karla á síðustu leiktíð en hann lék með ÍA, Haukum og Grindavík í úrvalsdeildinni. 1.7.2011 10:45
HM kvenna: Þjóðverjar og Frakkar í 8-liða úrslit Heimsmeistaralið Þjóðverja í kvennafótbolta tryggði sér í gær sæti í 8-liða úrslitum á HM sem fram fer í Þýskalandi með því að vinna Nígeríu 1-0. Frakkar unnu Kanada í sama riðli og eru Frakkar einnig búnir að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum en Nígería og Kanada sitja eftir í þessum riðli. 1.7.2011 10:15
Stabæk þarf að flytja sig um set frá Telenorleikvanginum Veigar Páll Gunnarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason og liðsfélagar þeirra í norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk eru í þeirri stöðu að félagið hefur ekki efni á að spila heimaleikina áfram á hinum glæsilega Telenor leikvangi á gamla Fornebyflugvellinum við Osló. 1.7.2011 09:45
Pardew hefur engar áhyggjur af samningamálum Barton Alan Pardew knattspyrnustjóri Newcastle hefur engar áhyggjur af þeim orðrómi að Joey Barton leikmaður liðsins sé á förum frá liðinu. Newcastle og umboðsmaður Bartons hafa á undanförnum vikum rætt um framtíð hans og nýjan samning en ekkert hefur komið út úr þeim viðræðum. Núgildandi samingur hans rennur út í júní á næsta ári. 1.7.2011 09:15
KR-sigur í Þórshöfn - myndir KR-ingar eru svo gott sem komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir 1-3 útisigur gegn færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður. Leikið var í Gundadal í Þórshöfn. 1.7.2011 07:00
Enn vinnur ÍBV á Vodafonevellinum - myndir Eyjamenn kunna afar vel við sig á Vodafonevellinum og það sannaðist enn og aftur í gær er ÍBV lagði írska liðið Saint Patrick´s af velli, 1-0, í Evrópudeild UEFA. 1.7.2011 06:00
Fínn sigur hjá KR í Færeyjum KR er í fínum málum í Evrópudeildinni eftir 1-3 sigur á ÍF Fuglafjörður í Færeyjum í kvöld. Það þarf því mikið til að KR komist ekki áfram í næstu umferð. 30.6.2011 19:50
Umfjöllun: Naum forysta ÍBV fyrir Írlandsferðina Eyjamenn mega vera nokkuð sáttir við að hafa unnið 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's Athletic í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Andri Ólafsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. 30.6.2011 15:16
Arnar Sveinn: Skrítið að sigurinn hafi ekki orðið stærri Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals sagði allt hafa gengið upp hjá sínum mönnum í 2-0 sigrinum á Keflavík. Arnar átti frábæran leik á hægri kantinum hjá Valsmönnum. 30.6.2011 23:46
Willum: Þeir voru betri á öllum sviðum Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur sagði að sitt lið hefði verið tekið taktískt í bólinu af Valsmönnum. 30.6.2011 23:44
Freyr: Ekkert í þeirra leik kom okkur á óvart Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Valsmanna var afar sáttur við leik sinna manna í Keflavík í kvöld. 30.6.2011 23:42
Messi ætlar sér stóra hluti með Argentínu á heimavelli Flautað verður til leiks í Copa America keppninni í Argentínu á morgun þegar heimamenn í Argentínu mæta Bólivíu í Buenos Aires. Argentína hefur komist í úrslit keppninnar í tvö síðustu skipti en í bæði skiptin beðið lægri hlut fyrir Brasilíu. Lionel Messi og félagar ætla sér að fara alla leið í keppninni í ár enda á heimavelli. 30.6.2011 23:30
Rúnar: Lékum ekki vel Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var alls ekki nógu ánægður með leik sinna manna í Færeyjum í kvöld en sagði engu að síður gott að vinna. 30.6.2011 21:17
Þjálfari St. Pat's: Við fengum færin Peter Mahon, þjálfari írska liðsins St. Patrick's Athletic, á von á allt öðruvísi leik í Írlandi í næstu viku en ÍBV vann leik liðanna á Vodafone-vellinum í kvöld, 1-0. Írarnir voru oft nálægt því að skora í kvöld og segir Mahon að Eyjamenn hafi ekki skapað sér mikið í leiknum. 30.6.2011 21:11
Heimir: Erum með betra fótboltalið ÍBV vann í kvöld 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-0, en þó stóð það oft tæpt hjá Eyjamönnum í leiknum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að nota sína styrkleika betur í seinni leiknum. 30.6.2011 21:10
Finnur: Sterkt að halda hreinu Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það hafi verið fyrir öllu ná sigri gegn St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag og að það hafi ekki skemmt fyrir að ÍBV hélt einnig hreinu. 30.6.2011 21:06
John Terry verður áfram fyrirliði Chelsea André Villas-Boas hefur tilkynnt að John Terry muni áfram bera fyrirliðaband Chelsea. Villas-Boas varar þó við því að verði frammistaða hans ekki nógu góð geti hann misst sæti sitt í liðinu. Hann sé ekki eini leiðtoginn, heldur séu fjölmargir leiðtogar í leikmannahópnum. 30.6.2011 20:15
Torsten Frings til Toronto Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Torsten Frings er genginn í raðir Toronto í MLS-deildinni vestanhafs. Auk þess hefur hollenski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Danny Koevermans samið við félagið. 30.6.2011 19:00
94 sm hængur úr Laxá í Kjós Nú er enn eitt tröllið komið á land og nú úr Laxá í Kjós. Áætluð þyngd laxins var um 16 pund að sögn Gylfa Gauts Péturssonar, staðarhaldara í Kjósinni, en viðureignin tók alls um 45 mínútur. 30.6.2011 16:52
Þjálfari Nígeríu í vanda eftir niðrandi ummæli um lesbíur Eucharia Uche, þjálfari kvennalandsliðs Nígeríu í fótbolta, gæti átt yfir höfði sér háa sekt og jafnvel keppnisbann vegna ummæla hennar um lesbískar fótboltakonur á HM í fótbolta. 30.6.2011 16:45
Stærsti lax sumarsins 25 pund úr Vatnsdalsá Þá er fyrsta tröllið komið á land í sumar. Laxinn mældist 104 sm og 12.5 kíló. Það var Björn K. Rúnarsson leiðsögumaður sem tók laxinn í Hnausa á fluguna Blue Belly númer 16. Hnausastrengur er frægur fyrir sína stórlaxa og það er klárt mál að þetta verður ekki eini laxinn í þessum stærðarflokki sem kemur upp úr þeim veiðistað í sumar en spurning hvort hann verður sá stærsti. 30.6.2011 16:43
Veiðisögur úr Blöndu og Víðidalsá Þórður Sigurðsson leiðsögumaður sendi okkur eftirfarandi rapport af veiðum norðan heiða, en þar er hann að leiðsegja þjóðverja sem er í annarri heimsókn sinni til landsins. Við gefum Þórði orðið: 30.6.2011 16:39
9 laxar á land í Hítará Hollið sem er við veiðar á aðalsvæði Hítarár þessa stundina er komið með 9 laxa á stangirnar fjórar. Allir eru þeir teknir í heimahyljunum. 30.6.2011 16:35
Sharapova og Kvitova mætast í úrslitum á Wimbledon Það verða þær Maria Sharapova og Petra Kvitova sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þær lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum mótsins í dag. 30.6.2011 15:59
Umfjöllun: Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund suður með sjó í kvöld. Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu voru Keflvíkingar í eltingaleik við spræka Valsara sem unnu að lokum 2-0 sigur. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af yfirburðum Valsmanna sem voru algjörir. 30.6.2011 15:25
Clichy líklega á leiðinni til Man City Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal. Vinstri bakvörðurinn frá Frakklandi er samkvæmt enskum fjölmiðlum á góðri leið með að semja við Manchester City og kaupverðið um 7 milljónir punda eða 1,3 milljarðar kr. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann er 25 ára gamall. Franska liðið Paris Saint-Germain og Liverpool á Englandi höfðu einnig sýnt honum áhuga. 30.6.2011 15:15
Bendtner sleppti EM og skemmti sér í Vegas á meðan Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana. Dagblaðið BT greindi frá því að Bendtner hafi valið það að skemmta sér í Las Vegas í Bandaríkjunum með vinum sínum í stað þess að leika með danska U21 árs landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins. 30.6.2011 14:30
Capello hvetur Haye til dáða gegn Klitschko Breski hnefaleikakappinn David Haye og Rússinn Wladimir Klitschko mætast í stórum bardaga í Hamborg á laugardaginn og er mikil eftirvænting í loftinu. Haye, sem hefur WBA-titil að verja, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Capello var reyndar ekkert að flækja hlutina í myndbandi sem birt var á Youtube og þar segir Ítalinn: "David, gangi þér vel, þú ert bestur.“ 30.6.2011 13:45
Birgir lék á 73 höggum á fyrsta keppnisdegi í Svíþjóð Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi karla, lék á einu höggi yfir pari á fyrsta keppnisdegi á áskorendamótaröðinni sem fram fer í Svíþjóð. Birgir lék á 73 höggum en hann hóf leik á 10. braut og fékk fugl á 12. sem var þriðja hola dagsins. 30.6.2011 13:00
Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning. NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum. 30.6.2011 12:45
Robinho er markahæsti leikmaðurinn í liði Brasilíu Hinn 27 ára gamli Brasilíumaður Robinho er á meðal þeirra reynslumestu í landsliði Brasilíu sem hefur leik á Copa America á sunnudaginn gegn Venesúela. Robinho hefur komið víða við á ferlinum en hann er samningsbundinn Inter á Ítalíu en hann var um tíma hjá Manchester City á Englandi og Real Madrid á Spáni. 30.6.2011 12:00
Jósef vill losna undan samningi við búlgarska liðið Jósef Kristinn Jósefsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur æft með sínu gamla liði að undanförnu en hann vill losna undan samningi sínum við búlgarska liðið PSFC Chernomorets Burgas. Bakvörðurinn segir í samtali við fotbolti.net að félagið hafi ekki staðið við samninginn sem gerður var í febrúar s.l. og vonast Jósef eftir því að samningnum verði rift. 30.6.2011 11:15
Sigurmarkið hjá Birni Bergmann, myndband Björn Bergmann Sigurðarson tryggði Lilleström 2-1 sigur í gær gegn Start á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta og segir Skagamaðurinn að markið sé það besta á ferlinum. 30.6.2011 10:30
Pedroza samdi við Tottenham Antonio Pedroza frá Mexíkó hefur staðfest við fjölmiðla í heimalandinu að hann hafi samið við enska úrvalsdeildarliði Tottenham. Pedroza er tvítugur framherji og lék hann áður með Jaguares í Mexíkó. 30.6.2011 09:45
Fær draumahöggið á par 4 holu ekki viðurkennt Kylfingurinn Ragnar Davíð Riordan, klúbbmeistari Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, getur sagt afkomendum sínum góða sögu af eftirminnilegu golfhöggi sem hann sló á 6. braut á Garðavelli á Akranesi síðastliðinn laugardag. 30.6.2011 09:00
Utan vallar: Flotið sofandi að feigðarósi Miðvikudagurinn 29. júní 2011 er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá hrundi íslenska karlalandsliðið niður í 122. sætið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Versti árangur Íslands á listanum fram að þessum degi var 117. sæti. Ekki er hægt að segja að listinn sé marklaus. Hann tekur mið af árangri landsliðanna og árangur Íslands síðustu ár er nákvæmlega enginn. 30.6.2011 08:30
Fuglafirðingar á lágflugi í Færeyjum KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mætast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. 30.6.2011 08:00
Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum "Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum. 30.6.2011 07:30
Kristinn Steindórsson: Rölti bara um völlinn og þefa af honum Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn. 30.6.2011 07:00
Frank Rijkaard að taka við landsliði Sádi-Arabíu Hollendingurinn Frank Rijkaard er í þann mund að taka við starfi landsliðsþjálfara Sádi-Arabíu í knattspyrnu. Rijkaard hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti sem þjálfari Galatasaray í Tyrklandi um mitt síðasta tímabil. 30.6.2011 06:00
Útvarp KR í beinni frá Færeyjum Útvarp KR 98,3 verður með beina lýsingu frá Evrópuleik KR gegn ÍF Fuglafjörður í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og fer fram á Gundadalnum í Færeyjum. 30.6.2011 17:30