Handbolti

Ingimundur ekki heldur með í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli

Ingimundur Ingimundarson mun ekki spila með Íslandi gegn Króatíu í kvöld í leik liðanna um fimmta sæti á HM í handbolta.

Ingimundur meiddist á hné í leik Íslands gegn Spánverjum í millriðlakeppninni og missti af þeim sökum af leiknum gegn Frakklandi á þriðjudaginn.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, gerði þá breytingu á leikmannahópnum sínum og setti Odd Gretarsson í 16 manna leikmannahóp Íslands.

Hann á inni eina breytingu til viðbótar og hefði því getað sett Ingimund aftur í landsliðshópinn fyrir leikinn í kvöld.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, staðfesti þó í samtali við Vísi að Ingimundur væri enn meiddur og yrðu því engar breytingar gerðar á hópnum fyrir leik kvöldsins.

Aðrir leikmenn væru klárir í slaginn í kvöld en leikurinn hefst klukan 19.30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×